miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Tilhvers að vakna??

Hehe tókuð þið eftir því að Guðbjörg var að "gera" linka?? tíhí
Tókst ekki alveg hjá þessari elsku :) En þetta er allt að koma hjá henni.
Hún er meira að segja orðin svo mikill "netsmiður" að hún er búin að gera síðu fyrir hana Snotru sína (tíkin hennar).

Ég verð nú að viðurkenna það með pínu skömm að ég var ekki alveg að meika það að fara framúr í morgun. Líkaminn minn var bara "lamaður" og sagði bara þvert NEI! við öllum skipunum sem minn freki heili sendi.
En svo þegar kl var 10 mín yfir 7 varð ég að fara fram úr, varð að fara lesa yfir glósunar mínar. Þið kannski spurjið ykkur ef til vill "hvaða glósur?" efa samt að þið gerið það en hvað um það ég ætla samt sem áður að segja ykkur það :)
Ég var nebblega í prófi í morgun, meiri segja Sjúldómafræðipróf og mér gekk bara nokkuð vel. Veit samt ekki hvort það sé góðs viti því yfirleitt þegar mér finnst ég ganga vel gengur mér illa og svo öfugt. En þetta kemur allt í ljós í næstu viki eða fyrr =o)

Já Guðbjörg var víst búin að tilkynna ykkur það að pabbi minn átti afmæli á sunnudaginn (16.nóv) :o*
Var svaka veisla á laugardeiginum á Finnabæ. Fullt af atriðum, góðum mat o.fl. Bróðir minn (Höddi) söng til pabba lag sem Guðrún Sigurbjörns samdi textan (við bláuaugun þín). Þetta var svo flott, ég táraðist meira að segja. :) En þetta var lag frá okkur (börnum hans). En þetta var ekkert smá flott hjá stóra bró.
Ég hef reyndar ekkert meira um þetta afmæli að segja nema þetta var ÆÐISLEGT og vá gjafirna sem pabbi fékk. Hlakka til að verða 50 ;) tíhí eða ekki :op

En ég nenni ekki að skrifa meira. Því miður....ekki gráta....eða jú gráttu bara að vild....gott fyrir heilsun og sumir segja að það styrkir ónæmiskerfið ;)

Frímó eru að fara að byrja og ég ætla að rölta niður.....
Hilsen......

Engin ummæli: