þriðjudagur, september 28, 2004

Hey kids

hey kids og fólk!!!

Ég skil ekki, hvað er þetta með ykkur, skoðið myndirnar af BENE 2004! þær eru komnar í hús, sjáið myndaalbúm eitt og tvö... svo eiga fleiri eftir að koma inn, fylgist með! SPENNT ;)

Brainstorm!!!

Ég er búin að vera að hugsa og hugsa og velta mörgu fyrir mér undanfarna daga, ég man samt satt að segja ekki helminginn af því! fyndið, eða hvað?

Ég var að velta einu fyrir mér, af því að ég er kvennmaður, hvort ég ætti að leggja í það að sækja einhver námskeið í einu og öðru sem einungis er ætlað fyrir kvennmenn svo þær verði betri með sig og efli sjálfstraust sitt útí vinnuheiminum. Þá fór ég að velta fyrir mér, núna þá eru konur sagðar auma kynið. Svo eftir nokkur ár, ætli þá karlkynið verði ekki aumara kynið? jah, maður spyr sig. "Karlar athugið, námskeið í hvernig þið getið gert góðann mann betri, viljið þið geta staðið fyrir framan fullt af fólki, viljið þið aukið sjálfstraust... " og bla bla bla.... ég held að þetta sé mikið og gott umhugsunarefni, svei mér þá!

Svo var ég líka að spá, ég hef spáð í þessu svoldið oft, ég veit ekki, jú ég hef skrifað um vangaveltur mínar hérna á vefnum um hvernig lífið getur breyst skyndilega!!! Það er ekki einu sinni fyndið hvernig það getur breyst. Stundum breytist það á alveg hræðilegan hátt, stundum á góðan og þolanlegan hátt, á frábæran hátt og svo framvegis og svo framvegis.... Pælið í því þið eruð hress og fín og flott einn daginn svo daginn eftir þá gerist eikkað og þið getið aldrei gert neitt framar, aldrei! Sov getur lífið breyst með kraftaverkum, kannski gerist eikkað sem gerir gott betra :) ... ég get velt mér fram og aftur í þessu, en ég held ég stoppi núna.

Ég bara ætla að segja við ykkur að ég elska ykkur... gerið eitthvað í dag sem þið mynduð ekki gera á morgun eða hinn, lífið er of stutt til þess að þrasa og efast

mánudagur, september 27, 2004

Frábært

Það er alveg magnað að vera til :) ég á svo mikið af góðu fólki í kringum mig að ég get ekki annað en látið mér líða vel :)

Það sem er mér efst í huga þessa vikuna er Óvissuferð NMÍ, ég ætla ekkert að tjá mig um hana því hún er nú þegar búin að valda mér miklu hugarangri og alveg nóg af stressi og böggi, en hey. . . svona er víst lífið. Þetta verður skemmtileg ferð, vona ég :) Þetta verður mín fyrsta og síðasta ferð, ekki slæmt? Eins og ég hef heyrt á krökkunum sem hafa farið þá eru þessar árlegu ferðir ógleymanlegar :)

Þið sem viljið vita hvernig tölvan er að standa sig , þá er hún að standa sig sínt, besta tölva í heimi ;) hehe....

Ég get ekki beðið eftir því að komast suður, magnað! Langa helgin í skólanum er helgina 15.okt. og þá ætla ég suður að hitta vini og fjölskyldu, það er svo gaman, maður hálf mikið 100% saknar þeirra ;)

Ég veit ekkert hvað ég er að segja ... hugurinn er allt annarsstaðar en við bloggið. Ég vil nú samt hrósa henni Veru minni hvað hún er búin að vera dugleg að blogga ;)

Lokaorð bloggsins eru : HAMSTERDANCE LIFIR :D

laugardagur, september 25, 2004

Sing A Simple Song......

...... open your heart, come and make a new start.Wakka Wakka
Haha! Man einhver eftir síðunni hamsterdance.com? Veit alla vega að Guðbjörg man örugglega eftir henni, síðan við vorum í grunnskóla. Allavega þá rakst ég á þessa síðu af tilviljun og þá er s.s búið að að uppfæra hana svona svakalega og hamstrarnir (sem heita að vísu Hampton and the Hampsters) sem dönsuðu/sungu í gamla daga við þetta skemmtilega kántrýstile lag. (sem þið heyrið þegar þið komið á heimasíðuna þeirra). Hafa gefið út video og nýtt lag sem heitir Sing A Simple Song. Þetta er nú hið skemmtilegasta lag og mæli ég eindregið að þið horfið á það á það :) Getið skoðað það hér (þetta er fyrir Macromedia Flash og þetta tekur smá stund að koma) eða þá að þið getið bara farið á http://www.hamsterdance.com og skoðað síðuna. Magnað Raise The Roof 2


--{-@ *Baci* @-}--

miðvikudagur, september 22, 2004

Ef tímavél ætti þá gaman mér þætt að skreppa aftur um 12 13 ár

Er lagið ekki einhvern veginn svona? Júh, ég bara held það svei mér þá :) hehe
Það er skvo ástæða fyrir því að þetta skemmtilega lag fær að njóta þess "heiðurs" að vera fyrirsögnin mín í dag.
Foreldrar mínir (má víst ekki kalla þau gamla settið/ eldra settið, snertir víst viðkvæma strengi.... sorry mamma :*...hehe) komu vestur í gær með fríðu föruneyti. Eða reyndar fullt af dóti. Eins gott að þau voru á jeppa, segi nú ekki annað ;) hehe (er að íkja kannski pínu hérna)..... En s.s. þau komu í gær og þar með var friðurinn úti. Sá það líka í dag að það er ekki, ég endurtek, ekki ég sem drasla mest til á þessu heimili. Það eru þau! :) hehe.... Svo í morgun var ráðist á bílskúrinn og ég meina það var ráðist á hann. Áttuð að sjá hasarinn *fjúff* :) Okei, er að reyna að krydda þetta aðeins hérna. En allavega vildi móðir mín ólm fara í gegnum kassanna niðri í bílskúr til að minnka aðeins um "gersemirnar" eins og ég vil fá að kalla það :) Jújú, ég varð víst að gera það þegjandi eeen alls ekki hljóðarlaust. Guð minn góður! Minningarnar sem streymdu. Vá! það var ekkert smá. (hérna sjáið þið afhverju fyrirsögnin er eins og hún er.) Gat ekki hamið hláturinn þegar ég var að skoða allt dótið sem ég hef sankað og geymt yfir árin. Jedúddamía! Krakkar munið eftir Reykjaskóla? Jáh, það var skvo þarna. Ritgerðin sem við áttum að skila eftir ferðina. Söngtextarnir sem við sungum. Allt heila galleríið. Og gaman að segja frá því að ég og Guðbjörg vorum saman í herbergi. Herbergi 16! Ekki meira né minna. :) Guðbjörg, ég held að við höfum barasta alltaf verið saman í herbergi í svona ferðum!?! Reykjaskóli, Danmörk, Benidorm! :-D hehe ....
En jáh! það var skvo miklu meira sem kom upp úr þessum töffrakassa minninganna. Krakkar munið eftir Pogsinu (hvernig sem maður skrifar það) ? og jójói? .... Guð, þetta var svo í tísku hérna í denn ;) hehe... Þetta var skvo æðislegt, allar minningarnar sem komu. Váh :-D
Síðan fór mamma í gegnum gömul föt, ég horfði bara á eða var í tölvunni á meðan. En guð minn góður. Sum af þessum fötum sem móðir mín gróf upp voru svo hræðilega hallærisleg að ég var að deyja.........úr hlátri :-D hehe..... Fermingarfötin hans Hödda bróður og LEÐURBUXUR sem hann átti :-o Minnir mig svoldið á friends :) hehe....

Þetta er s.s. yfirhöfuð búið að vera hinn besti dagur :)
Læt þetta nægja í bili.....
--{-@ *Baci* @-}--


Mig langaði svo að prófa þetta magnaða forrit sem ég var að ná í og gerir mér kleift að setja myndir í bloggfærslunar. Þetta er s.s. tíkin mín hún Hekla. Myndin var tekin einhvern tíma í vor :) Posted by Hello

Það er aldeilis...

... hvað Vera er búin að vera dugleg að blogga ;) ekki er ég búin að vera svona duglega að blogga, allavega ekki þennan mánuðinn :) mikið að gera skiljiði.
Mér líst mjög vel á þetta hjá henni Veru minni að vera búin að setja inn eitthvað af myndum! ég þarf að fara að gera slíkt hið sama! :-/ þegar ég hef tíma ;) kannski ég geri það þegar ég verð komin með nýju fartölvuna, já, Guðbjörg var að kaupa sér fartölvu, hún er væntanleg á svæðið í dag morgun eða á hinn :)

Mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki gert öllum til geðs, og þeir sem þekkja mig vita hvað ég á við! ég er að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hafa alla ánægða en það er ekki að ganga, það er eins og það sé sama hvað maður reynir og sama hvað maður segir þá er það enn þá verra eða ekki nógu gott! eins og t.d. með heimasíðu nmí.is hún er ekki komin í lag (ég veit ALLT um það) , ég er að reyna að halda henni uppi meðan Biggi (vef gaurinn ;)) er á Ítalíu en það er ekki að ganga, vefurinn er sagður gott sem dauður. Ég reyni að setja inn viðburði, fréttir og svona en það virðist ekki nógu gott, ég reyni þó. ég ætla ekki einu sinni að reyna að láta mydnir inná vefinn því það er ekki hægt, það er eitthvað að klikka í vefnum sem enginn virðist geta lagað nema Biggi.
ég get haldið áfram, en ég ætla ekki að gera það, ég verð bara að reyna að þola þetta, þó það sé erfitt (núna fáið þið algert ógeð af mér) og sárt! en jæja, þetta valdi ég og verð að taka á því og höndla þetta go me.

Annars er allt fínt að frétta, dagur hreyfingar var í gær, fór kl 07:30 (í gærmorgun takk fyrir) í Stúdio Dan með Dibbí Hall :) og svo kl 16 í fótbolta, bekkjarmót í fótbolta, þar sýndi ég alveg SNILLDAR takta, ég fer ekki með grín þegar ég segi þetta :) Þetta var CRAZY.
En jæja... ég verð að fara að undirbúa og undirbúa, mikið og margt fyrir höndum...

Bæbæ.. Luv u


þriðjudagur, september 21, 2004

Er bloggið að klikkast?

Er það bara hjá mér eða er bloggið okkar að klikkast. Því þegar ég ætla að skoða síðuna kemur bara 1/2 síðasta færsla og ekkert annað :o/ hmm..... Vona að þetta lagist eftir þessa færslu, nema náttlega að þetta sé ekki bilað. Bara eitthvað að hjá mér :) hehe

Jæja ég er loksins búin að setja myndirnar sem ég tók frá Benidorm inn. Þetta er ekki í réttri röð hjá mér, fór allt í rugl :op hehe.... Ætlaði svo að skrifa texta og svona við myndirnar. Byrjaði meira að segja á því. En einfaldlega nenni því ekki lengur :) hehe... Ætla að sjá hvað stalla mín vill gera. Hvort við munum hittast og setja hennar myndir inn og skrifa texta. Ætluðum alltaf að gera það. En hún er náttlega rosalega upptekin og þegar hún er ekki upptekin þá er ég upptekin :op hehe.... Svo þetta er pínu púsluspil =) Allaveg eru einhverjar myndir komnar. Njótið bara vel :)

Hef þetta ekki lengra.....
--{-@ *Baci* @-}--

sunnudagur, september 19, 2004

Win a date with Tad Hamilton......

.......Það er skvo mynd sem mér fannst góð :-D

Jæja þá er kominn sunnudagur. Oh! helgin er s.s. búin hjá mér :( Kvöldvakt í kvöld, morgun og á þriðjudaginn og þá fæ ég "helgi" aftur. Eða 2 daga frí :) hehe.............. Síðan koma 3 næturvaktir :o{ neinei það er bara gaman :-D
En ég er allaveg búin að hafa það notalegt héran ein í kotinu. Eins og titillinn gefur til kynna leigði ég mér video í gær. Eldaði tortillas, gerði heita ídífu fyrir snakkið. Síðan vafði ég mér inní teppi. Hafði það s.s. voðalega kósý :-D

Jæja nýja "ædolið" mitt er komið. John Mayer mæli með honum. Bara töff rödd :) síðan er lagið: Bigger Then My Body bara gott lag :-D

jæja nenni ekki að skrifa meira, hef hvort sem er ekkert að segja. Vonandi áttuð þið góða helgi :-D
--{-@ *Baci* @-}--


föstudagur, september 17, 2004

I'm all by my self......lalalalaaaa

Jams og jásus.....
Ég og Hekla erum bara tvær í kotinu. Eldra settið fór í kaupstaðarferð, í brúðkaup. Koma ekki fyrr en á þriðjudaginn næsta. Eina slæma við þetta eeen samt kannski gott líka er að ég er á kvöldvöktum frá sunnud. til þriðjudags svo ég þarf bara að elda oní mig 2x.... Alltaf að líta á björtu hliðarnar :op hehe

Hef samt voða lítið að segja....
Jáh, gleymdi að segja það síðast að á föstudagskveldinu fyrir viku bauð Jói Frímann mér að koma og spila. Þetta var skvo ekkert venjulegt spil. Þetta var The one and only FRIENDS spilið! Ekkert smá skemmtilegt. Maður setur þetta örugglega á óskalistan um næstu jól :) hehe... Eeen vááá það var farið út í asnalegustu smáatriði. Maður verður greinilega að fara horfa á Friends með báðum augum :op hehe......

Alltaf sama blíðan hérna í víkinni. Vá, hvað þetta veður er svooo mikið innikúriveður. Enda sést það hérna á blogginu. Ég er að blogga á föstudagskveldi að ganga tólf.........*hóst*ámérekkertlíf*hóst*

Stjörnuspáin fyrir morgundaginn hljóðar svona:
HRÚTUR 21. mars - 19. apríl
Þú kemur miklu í verk í dag, og einbeittu þér að nákvæmnisverkum. Þú hefur þolinmæðina og einurðina til þess að leysa þau vel og rétt af hendi.

Þetta er svoldið skrítið, því ég ætla mér að gera akkúrat ekkert á morgn :op Merkilegt nokk....

Læt þetta nægja.....
--{-@ *Baci* @-}--

miðvikudagur, september 15, 2004

Stolt, stolt :)

ég get ekki verið annað en stolt :) lesið þetta... Litla systir mín er Helga Guðrún Magnúsdóttir. Til hamingju elskan, mundu allt það sem ég hef kennt þér :þ

þriðjudagur, september 14, 2004

,,Má ég þá ekki bara fara?"

Þessi fleygu setningu sendi ég út þegar ég tók þátt í IDOL, takk fyrir pent. Ég gerði það í fíflagangi, ég er algjör bjáni. Ég og Sigurbjörg alheims mestu fífl! usss..... nú jæja, við þorðum þó! Ég söng eina línu í laginu og sá það á þeim dómurunum að ég væri ekkert að gera góða hluti þannig ég þóttist bara gleyma textanum og baðst afsökunar, þá spurði Þorvaldur vinur minn mig hvort ég væri frá Bolungarvík, Bolvíkingarnir voru ekki að gera það gott ;) ) og ég sagði : já, má ég þá fara? Ég var styðst allra keppenda í sögu Idol inni, það er ekki amarlegt :þ Simmi og Jói, vinir mínir, reyndu nú til að fá okkur sigurbjörgu inn með sér aftur til að syngja Maístjörnuna en ég tók það ekki í mál. Varð alveg rosalegur fight. Ég kem pott þétt í sjónvarpið.

Nóg um fyrstu frægðarspor mín.... Ég er farin að skammast mín útí horni og svona smá ábending, ef þið mætið einhverjum með poka á hausnum þegar það er búið að sýna Idol í sjónvarpinu, þá er það ég ;)

I'm flying in the sky.....

Ójá! ég er skvo í vímu :op Af hverju? jújú það er ósköp einfalt. Faðir minn er að lakka/mála bílskúrsgólfið hérna heima og það angar ALLT húsið! Og ekki nóg með það að það sé lokað inn í bílskúr og ég er inn í lokuðu herbergi í öðrum enda hússins.......neibb, ekki hindrar það lyktina ónei. Hún smýgur í gegnum allt. Þar með er ég í svaðalegri lakk-vímu :)

En vá hvað tíminn líður. Held að helgin (sem var að líða) hafi verið í einhverskonar spretthlaupi, því hún leið hryllileg hratt. Örugglega bara út af því að ég var í helgarfríi eeen það er önnur ella...0 :) hehe
Gjörði ég nú ekki mikið á þessari helgi, sóa frítíma mínum í ekki neitt. Aldrei of mikið gert í ekki neinu ;) hehe.... Reyndar fór ég á ball á laugardaginn. Sem er reyndar merkur atburður út af fyrir sig því að ég hef ekki farið á ball síðan eyðum "64 eða hér um bil. Fór að ég held á ball síðast (hér á landi ;) ....) þegar Inga Lára essska hélt upp á afmælið sitt. Og það var hva? 19.júní að mig minnir :) ...Svo það var tími til kominn að dusta rykið af dansskónum ;) Een þetta var hið ágætasta ball :) ... Fannst samt hálf leiðinlegt að fá ekki að sjá og heyra í Kalla Bjarna og Co. En svona er að vera vinnandi manneskja með úthald á við áttræða manneskju, neeei segi svona ;) hehe

jæja matur kominn á borð.... blogga meira síða ;)
--{-@ *Hilsen* @-}--

mánudagur, september 13, 2004

Ég tapaði mér næstum því...

... í dag!! ég er enn að ná mér, já þið kannski spyrjið ykkur hvað sé nú að mér, ég skal segja ykur það. Ég var á NMÍ skirfstofunni í dag með, Geira, Valdísi og Kristínu og svo var bankað á dyr og hverjir haldiði að það hafi verið? engir aðrir en Simmi og Jói. Váá... my IDOL (án djóks) uss... ég missti mig næstum því, ég er ekki að fara með grín. Það eina sem ég gat eiginlega sagt var að afsaka ruslið á skrifstofunni! Luser ég ;) En hey, þeir koma á morgun í skólann, þá get ég kannski actað aðeins meira cool :þ

Busaballið heppnaðist vel, svei mér þá... Ég skemmti mér fínt á því... byrjaði reyndar að djamma hjá henni Mæsu minni sem er btw farin :( hún fór suður í gær og er að fara til ÍRLANDS á miðvikudaginn, ég er samt rosalega stolt af henni, drífa sig í þessu!

Svo er það heitasta í dag fyrir utan Dibbu sögur að komast að því hverjum þótti svona líka sexy að notast við beitningaskúr hér í bæ fyrir athafnir sínar, kynlífsathafnir takk fyrir pent...! Ekki er öll vitleysan eins.

Það er best að fara að næra sig, sing star í kvöld í gamal apótekinu, allir að mæta?? yah mar spyr sig ... ég mæti

fimmtudagur, september 09, 2004

Að pæla of mikið. Gott eða slæmt?

.....tjah, maður spyr sig ;)
Hafið þið einhvern tíma pælt í því af hverju maður pælir svona rosalega í öllu. Til dæmis með mig þá velti ég mér upp úr hverju einasta atriðið. Sérstaklega ef ég geri einhverja klaufalegaskammarlegavitleysu. Eða segji/orða eitthvað svo hroðalega asnalega að ég er næstu vikurnar (svoldið íkt, næstu daga) að velta því fyrir mér af hverju í ans#$%&!um ég sagði þetta svona. Síðan koma pælingar hvernig ég hefði getað orðað þetta svooo miklu betur. Eða þegar einhver segir eitthvað við mann og nokkrum "kukkustundum" seinna kemur maður með gott og sniðugt svar. Er ég ein sem er svona? Af hverju skildi þetta vera svona? Er þetta gert til að maður er undirbúinn næst þegar maður lendir í svipaðri aðstöðu (sem ólíklegt er að maður lendir í). Eða er þetta bara ein önnur leiðin til þess að láta mann líða illa yfir því hversu clueless *hóst*ljóska*hóst* maður er? og af hverju er ég að velta þessu fyrir mér? og það á næturvakt... :-o..... Ætli ég sé með vott af svefngalsa? Allavega er heilinn alveg á billjón að huxa um allskonar vitleysu sem ég ætla ekkert að vera skrifa hér. Vil ekki að þið farið að pæla of mikið ;) hehe

jæja hef þetta ekki lengra. Ætla að fara og standa upp við vegg og lemja hausnum nokkrum sinnum í.......neeeei segi svona ;)
Ætla bara að fara að lesa......
--{-@ *Hilsen* @-}--

Orðtak dagsins er: Blindur er bóklaus maður....

miðvikudagur, september 08, 2004

Heimsveldið fer ört vaxandi ;)

Jú, heimsveldi mitt og systra minna fer ört vaxandi get ég sagt ykkur! Ég skal segja ykkur af hverju. Sú elsta, Ellý rekur fyrirtæki í RVK og stendur sig vel stelpan. önnur, Helga Björg, gerir það gott á skrifstofu Flytjanda, skemmtir sér og veðru í karlmönnum ;) ég, Guðbjörg, er formaður NMÍ, fer í tvö blaðaviðtöl á dag, er framúrskarandi námsmaður og alveg ómótstæðilega skemmtileg . Rauðhausinn, Helga Guðrún er alger snillingur í fótbolta enda er hún að fara á úrtaksæfingu fyrir U16 eftir tvær vikur, takk fyrir kærlega... svo er það sú yngsta og lang mesti snillingurinn, í öllu, hún Anna Margrét, hún sér um það að halda lífi í mannskapnum, svo er ég að vinna í því að gera eitthvað almennilegt úr henni ;)

Sko ég get ekki séð annað en að fólkinu sem kom okkur í heiminn hafi tekist vel til... Mamma, pabbi, Gugga, Maggi, Emil og Halla þið eigið mikið og gott hrós skilið fyrir vel unnin störf!

hey, haldiði að mín sé ekki bara að fara í fjarnám í SÁL343, takk fyrir kærlega ;) það er svo lítið að gera hjá mér að ég verð að reyna að fylla eitthvað uppí þessi göt hjá mér ;) eða þannig, það er allt crazy að gera, en ég er svo dugleg og mikill snillingur og get auðvitað allt þá er þetta ekkert mál....!!!

En jæja... ég hef ekki tíma í þetta
Munið bara að vera góð við allt og alla, ég elska ykkur

þriðjudagur, september 07, 2004

Arsenal stadium a.k.a Highbury here I come! :)

Jáh! Ég skal nú segja ykkur það. Mín bara að fara til London! Ha! London beibíííí.....!!!
Það gerist nú ekki oft að Vera Dögg Snorradóttir fari 2x á ári til útlanda :) Það var bara ákveðið í síðustu viku að ég, Einar, mamma og pabbi erum að fara til London í enduðum okt. á leik á Highbury! Arsenal vs Southampton :) Vá! hvað ég hlakka til :op hehe..... Þetta er ekkert smá óraunverulegt, en er samt allt að gerast :op

Svo er nú ekkert merkilegt að frétta af mér. Allavega ekkert merkilegra en þetta :-D Er bara byrjuð að vinna, líkar bara ágætleg við FSI :)

Margt að ske um helgina. Nýnemaball á föstudaginn hérna í víkinni, Kalli Bjarni og co að spila. Eins og minn víðfrægi sambloggari, vil ég hvetja sem flesta að mæta. Hvað með það þó þetta sé 16.ára ball. Ball er alltaf ball og þar sem skemmtilegt fólk safnast saman þar er gaman ;) hehe........

Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag og í gær. Búin að labba í sirka 2 og 1/2 tíma báða daganna með henni Heklu. Meira segja "drógu" Guðbjörg og Snotra okkur út í dag. Bara harka á þessu heimili :-D Fór meira að segja í sund í kvöld. Jáh! ég fór í sund! Allt að gerast :)

Jæja er að spá í að hafa þetta ekkert lengra í bili. Ætla að fara í bólið og láta mig dreyma um London og sonna ;) hehe
Góða nótt allir og munið að vera góð við hvort annað :o*
--{-@ * Hilsen * @-}--

sunnudagur, september 05, 2004

Helgin á enda...

...Þetta er búið að vera hálf dofin helgi, minnigarathöfnin um hana Sif lukkaðist bara vel hugsa ég! Margir sem komu, margir sem ég bjóst ekki einu sinni við að sjá... við lögðum friðarkerti á steinana meðfram skutulsfjarðabrautinni, þetta var endalaust fallegt! Ársæll las minnigarorð af minningarsíðunni sem er tileinnkuð Sif, séra Skúli fór með bæn með okkur og svo spilaði Kristinn Gauti Tears in heven á gítar. Ég fór í jarðaförina á laugardeginum og eftir hana þá gat maður lítið sem ekkert gert, ég var bara lömuð fékk svo smá útrás við það að þrífa jeppan... sunnudagurinn hefur bara farið í rólegheit... þannig það má segja að þetta hafi verið róleg og dofin helgi.

Á morgun tekur við mánudagur!! Busun hefst, mikið gaman af því ;) ... þá rifjast upp þegar maður sjálfur lenti í því að vera busaður, tíminn líður hratt, mér finnst eins og það hafi bara verið í fyrra eða gær ;) ! Á föstudaginn er svo dansiball með Kalla Bjarna og co. hérna í Víkinni, nýnemaballið 16ára aldurstakmark en hey... ég skora alla á að koma ... sem eru búnir að ná 16ára aldir, 16ára og uppúr, skella sér á ball og hafa það gaman ;) Það er ekki alltaf sem Idol stjarna og hans band koma og spila á Vestfjörðum og það í Bolungarvík :) Koma svo, grípa gæsina.

Ég hef þetta ekki lengra, þarf að fara að sofa ... ég hef því mikla hlutverki að gegna á morgun að vekja litlu systur í skólann, smyrja nesti, finna föt, gefa henni morgunmat og ég veit ekki hvað og hvað!!

Elskið hvort annað... ég geri það allavega, ég elska ykkur :*


föstudagur, september 03, 2004

Hæ og hó

Ég vil minna alla á minningarathöfnina til minningar um hana Sif Magnúsdóttur sem lést þann 25.ágúst s.l. sem mun fara fram í kvöld, 3.sept., kl 21:00 við Menntaskólann á Ísafirði...