mánudagur, mars 31, 2008

Vörubílstjórar

Mér finnst þeir töff, hipp og cool! Ég tek að ofan fyrir þeim að vera mennirnir sem gera eitthvað ... þeir sitja ekki einhverstaðar og nöldra, nei, þeir gera eitthvað! Mér finnst það töff.

http://visir.is/article/20080331/FRETTIR01/80331012

http://visir.is/article/20080331/FRETTIR0602/303310027&SearchID=73313239552157

http://visir.is/article/20080331/FRETTIR01/80331007&SearchID=73313239574063

fimmtudagur, mars 27, 2008

Jájá ég er montin :) hehe

Töffarinn ;)

Stolt stóra frænka :)

Sjáið hann sæta litla (okei hann er orðinn stór) frænda minn. Hann ku vera spila á hinn gítarinn. (flotti í gaurinn í peysunni) Drengurinn er bara töff ;) hehe

mánudagur, mars 24, 2008

sunnudagur, mars 23, 2008

fimmtudagur, mars 20, 2008

James Blunt tónleikar 12.júní!!!

Ég hoppaði sko hæð mína þegar ég las þetta á mbl.is áðan!!! Vá!! GLEÐI GLEÐI GLEÐI... Hver ætlar að koma með mér á James Blunt 12.júní???!!

föstudagur, mars 14, 2008

fimmtudagur, mars 13, 2008

Ólafía er skotin í Oliver...


fjárfesti mér í þessari eðalmynd í dag....vá minningarnar... Manst þú?? :)

sunnudagur, mars 09, 2008

Hammó með ammó ;*

Margrét hennar Guðbjargar minnar og Gunnsa er 2.ára í dag. Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Ekki svo langt síðan maður var að deyja úr spenning eftir þessum gullmola. Og fékk maður að bíða. Ójá. Þurfti að bíða í viku eftir að hún fæddist til að fá að líta hana með mínum eiginn augum, jáh ég þurfti endilega að veikjast um nóttina (aðfara nótt 10.mars), aji hún var svo lítil og brothætt. Mest af öllu fannst mér skrítið að besta vinkona mín væri orðin mamma - super mamma!! :) Hún er orðin svo stór þessi elska, spjallar við mann með nýjustu frösum "Jáh sææll.." og purrar mann við tækifæri ;) hehe...



Litla krúttið 1.árs!! :)

INNILEG TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTA SNÓT ;*
og
til hamingju með litlu stelpuna ykkar Guðbjörg & Gunnar!! ;*

fimmtudagur, mars 06, 2008

Fjallasport

Ef veðurhorfur hefðu verið betri og færðin uppá hálendinu enn betri þá hefði ég verið núna mjög líklega uppí Kverkfjöllum, nice segi ég nú bara. En það klikkaði, augljóslega þegar sem ég er í tölvunni!!
Þetta átti að vera rosaleg ferð sem við ætluðum í, fara uppí Kverkfjöll, á Kárahnjúka, keyra þvert yfir Vatnajökul og ég veit ekki hvað og hvað... það er svekkelsi að geta ekki farið í svona ferð, en það verður vonandi farið seinna, ég bíð allavega spennt.
En það er ekki allur jeppamóður farinn úr okkur hérna á Vestfjörðunum við ætlum bara í staðin að nýta Vestfirðina og kíkja uppá þær heiðar sem þeir hafa uppá að bjóða sem og jökulinn og athuga hvort það sé ekki eitthvað hægt að leika sér. Það er mun skárra að fá að gista á hóteli með uppábúnu rúmi og morgunmat í stað þess að fara í einhverja kofa uppá öræfum þó svo að það sé BARA stemmning.
Ég fer annaðkvöld ... þannig ég missi af þeim skemmtunum sem uppá er að bjóða þessa helgina. Ekki það að ég stundi það líferni grimmt þessa dagana, nei vikurnar ... nei nei .. MÁNUÐINA! En jæja.
hér fáið þið smá mynd af því sem ég er að fara að takast á við með eintómum karmönnum, eða allavega það svæði. Bleikasvæðið er það svæði sem við munum leika okkur á á laugardaginn og bláa svæðið er það svæði (gróflega merkt) sem ég hefði getað verið á ef veðrið og færðin hefðu hagað sér almennilega.
Njótið.
Annars nenni ég ekki þessu bloggerí ...