laugardagur, apríl 30, 2005


Eins og flestir ættu að vita þá vorum við sem vorum að dimmitera súmóglímukappar, og svona líka flottir kappar!!! Þetta er búið að vera gott djamm, ég er að fara að sofa núna eftir að vakað í meira en sólahring, án þess að dotta!! harkan sex á þessum bæ! Ballið með Bermúda var bara gott ... margir stigu dans og aðrir náðu sér í einhverja hlýju ;) Það er vonandi að allir hafi skilað sér heim, eða hafi allavega í einhver hús að vernda :) það mun koma í ljós um leið og ég vakna á morgun. Lifið heil ... og góða nótt Posted by Hello

föstudagur, apríl 29, 2005


Mummi Stæ-kennari dró fram formúlu hvernig ætti að lifa heilan dag af dimmisjón og mín ástkæri-hinn-helmingur, El Capitan, var ekki lengi að rita þetta niður....vona bara að hún fari eftir þessu ;) hehe Posted by Hello

Hinn helmingurinn af gydju-teaminu er örugglega á rassgatinu núna ;) hehe... En hún var uber hress í morgun ;) híhí Posted by Hello

Dimmisjón :-D Súmóglímukappar....algjör snillda ;) Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Góð samsetning

... ég elska vini mína ...

Ég elska það þegar eikkað bara smellur saman, eins og alda gamall vinskapur ... sama hvar og sama hvenær þá hann smellur alltaf jafn vel saman :) Þá er hann ekta!
Það er góð samsetning vina ;)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Íslendingar drekka áfengi mun sjaldnar en aðrir Evrópubúar!.....

.Jáh! Þetta sló mig mjög þegar ég sá þetta! Verð nú bara að viðurkenna það... Hélt að við, Íslendingar, værum svo dugleg í þessari deild. Öss...! Verðið að fara að taka ykkur á gott fólk! Þetta gengur ekki! ;) hehe... og vááá! munurinn á drykkju karla og kvenna --> Karlar drekka 72% af öllu áfengi en konur 28%, reiknað í hreinum vínanda.
Þetta er s.s. úr könnun sem Lýðheilsustöðin gekkst fyrir á áfengisneyslu Íslendinga í nóvember síðastliðinn :)

Verð nú að segja það að "strákarnir" eru nett klikk ;) hehe.... Váá hélt að Auddi myndi drepa sig áðan! Svo var þetta bara plat! Öss, bara *hóst*logið*hóst* í opið geðið á mann! :) hehe
En djö... hvað Pétur er alltaf sexxxýýýý .... grrr :-D hehe

En jám, nú fer skólinn að líða undir lok....víí sumafrííííiiiii :) hehe
Þetta er allt að koma, bara 5.dagar eftir! :-D Síðan eru það bara bévítans prófin :o/
Svo er dimmiteringin á föstudaginn. Það verður gaman sjá þessa vitleysinga sprella ;) hehe


Alltaf nóg að gera...... og ætla ég þess vegna að fara gera eitthvað mis-skemmtilegt ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

þriðjudagur, apríl 26, 2005

fullbókað sumar ...

... tja, ég vona að ég sé ekki ein um það að hlakka til sumarsins, þegar allt skólastress er búið og maður getur farið að vinna og fengið pening INN :)
Ég hlakka samt mest til sumarsins vegna allra helganna sem er í sumrinu ;) þetta verður eitt mesta djamm og skemmti sumar sem sögur munum fara af, allavega á minni ævi. Það má hver sem er vera með mér í að gera þetta sumar sem skemmtilegast! Bara að gefa sig fram og segja : I am in ;)

Ég er búin að redda sumarbústað í júní í Skálavíkinni fögru, nóg gistipláss , úti sem og inni :) svo má ekki gleyma Jónsmessunni, þá verður tekið á því útá Sandi, Ingjaldsandi, heiðrað Bertu minni með nærveru minni því 25. júní á stelpan afmæli :) Fyrsta helgin í júlí þá verður farið á Kaldármela í landsmót hestamanna held ég og farið að tjútta við Papana og fleirir skemmtilegar hljómsveitir ;) Hestamannamót og sveitaböll yfir höfuð klikka ekki, ALDREI. Í ágúst er svo sett stefnuna á Eyjar ... þar ÆTLA ég að eyða verslunarmannahelginni, engin fjölskylduskemmtun, bara vinaskemmtun ;) váá ... svo eru allar hinar helgarnar !! ohh .. þetta verður geðbilað!!! :D

I am in
pís át

mánudagur, apríl 25, 2005


það ætti að setja lögbann á svona fegurð !!! anskotinn hvað þessi blessaði drengur er fallegur, kynlegur og ég veit ekki hvað og hvað ... verst að hann sé lofaður ;) en hvað með það ?? það hefur ekki stoppað neinn, allavega ekki ennþá ;) ég er farin út til að heilla kauða uppúr skónum  Posted by Hello

Hopelessly romantic....

.......Ef það er eitthvað sem ég veit um sjálfa mig er það að ég er væmin og er með stórann soft spot fyrir rómantískum myndum. Held að það klikki aldrei að það falli tár í rómó myndum, ekki einu sinni tala um sorglegar myndum eins og Pearl Harbour (sem var náttlega rómantísk) og Forest Gump o.fl þar kom bara flóðbylgjur í röðum.
Ég var nebblega að horfa á The Note Book (í 3x núna by the way..) með mömmu í gær. Pabbi fór suður í gærdag, þannig að ég og mamma leigðum eina góða stelpumynd í tilefni þess :) Versta við það að hafa séð myndina 2x áður var sú að að ég var komin með hroll eða orðin klökk áður en atriðið var byrjað sem hafði þessi áhrif á mig í fyrsta skiptið. Fyrst þegar ég horfði á myndina og það ein í þokkabót. Kom flóðbylgja frá mínum kirtlum. Tíkin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég sat í sófanum og snökkti og saug upp í nef mér í gríð og erg. Hekla (tíkin) reyndi að hugga mig þetta grey, en ekkert virkaði. Ég er bara svona væmin :)
Síðan í dag lánaði Gunna Dóra mér Cinderella Storie sem er reyndar gaman mynd/rómantísk mynd. Með sætasta dreng í heimi;Chad Michael Murray sem leikur í One Tree Hill. Ég auðvitað táraðist í atriðinu þegar þessar ljótljótu klappstírur gerðu gis að greyið Öskubusku (Hillery Duff). Þetta er svakalegt, maður má ekki horfa á bíómynd án þess að klökkna. Svo var Guðbjörg að benda mér á síðu sem er hér. Sem inniheldur söguna um eitt það fallegast og rómatískasta bónorð sem ég hef heyrt um á allri minni ævi, ég varð alveg klökk og ég þekki ekki einu sinni þetta fólk :op hehe
Svo ef þú/þið eruð einhvern tíma að horfa með mér á bíómynd sem gæti innihaldið atriði sem gætu leitt til tára, ekki undrast ef ég verð grenjandi eins og mó fó.
Ég er bara hopelessly romantic! eða bara væmin á góðri íslensku :) híhí

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Sumarið er komið ...

... svona á það að vera, sólin leikur um mig... algjörlega bera ;) eða eikkað !!

Sól og sumar úti og rétt ófarin út ;) ætla í göngutúr ... svo skemmtilegt! Á föstudaginn, já á föstudaginn þá verð ég eins og fífl með öllum hinum jafnöldrum mínum og þeim sem ég verð að dimmitera með :) vá ... það verður gekt ;) Ég hlakka til verð ég nú bara að segja, svei mér þá.

Ég ætla að reyna að fara að henda inn myndum, við tækifæri, frá laugardeginum síðasta og svo söngkeppninni á Akureyri, þar eru þær margar forvitnilegar, en ég er búin að fá svo mikið af hótunum um birtingu á sumum þeirra ... þannig að ætli ég þurfi ekki að ritskoða eitt og annað, helvítis ... eða bara taki sénsinn og hendi þeim öllum inn ;)

Hafið það gott fallega fólk ... ég skipa líka öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa í félagslífi MÍ, og vilja starfa í NMÍ að bjóða sig fram í stjórnina, aðalfundurinn verður á fimmtudaginn gott fólk, fimmtudaginn!! Ekki vera með vitlausan haus, bjóða sig fram hérna !!!

Pís át

sunnudagur, apríl 24, 2005


Færðu þig kjellling !!! Þetta er snilldar auglýsing ... luv it :) Posted by Hello

Það var gaman hjá mér í gærkvöldi :) Grill og smá samvera hjá Bertu minni ... þar komu margir skemmtilegir saman og ekkert nema gott um það að segja!! Í Sjallanum var Apallo að spila, jú þeir voru alveg ágætir ... það þurfti bara að drífa sig útá gólfið og ná sér í góðan dansfélaga og þá er allt 100% :) Takk fyrir samveruna í gær krakkar, gott geim ;) Posted by Hello

laugardagur, apríl 23, 2005


jújú mikið rétt! Stelpan skelti Sunny í bað í dag ;) Tekin í gegn að utan og innan, greyið var orðin dálítið drullugur eftir veturinn. Get samt ekki sagt að það var vel gert een hey! ég reyndi þó og það skiptir öllu :op hehe....
Núna þarf ég að skella sjálfri mér í sturtu því ég er drullugri en bíllinn nokkru sinni var ;).... Síðan er bara grill og læti hjá Bertu skvísu þannig að maður verður nú að flicka svoldið upp á sig ;) .... Hafið það gott esskunar og þið sem ætlið að skemmta ykkir og öðrum gangið hægt um gleðinnar dyr ;) Posted by Hello

Einn mesti töffari íslandssögunnar, Ásgeir Guðmundsson á afmæli í dag !!! kjallinn er 20 ára, strákurinn :) Til hamingju með daginn sykurpúði :* Posted by Hello

föstudagur, apríl 22, 2005


Hversu heppnar vorum við ??!! með heitan pott takk fyrir pent. Þegar það var kominn hugur í okkur þess efnis að fara að láta renna í pottinn, þá rak ég augun í blað þar sem á stóð að það þyrfti að borga 100 krónur (íslenskar) fyrir hvert ákveðið magn sem við myndum láta renna í pottinn ... þá sögðum við nei takk !! ;) Posted by Hello

Siggi okkar allra Sunny við húsið okkar númer 9 í Fögruvík ... Frábært alveg :) Núna fara myndirnar frá Ak. að hlaðast hérna inná síðuna ;) eða á bloggið ... Kjellan kveður Posted by Hello

miðvikudagur, apríl 20, 2005


http://spaces.msn.com/members/gydjunar/ <--- Allir að skoða þessa síðu, þar er að finna myndir frá Söngkeppninni og einnig munu koma fleiri myndir við tækifæri ;) hehe.... Síðan er bannað að gagnrýna nafnið, veit að það er vitlaust skrifað/orðað...var að flýta mér :op Posted by Hello

mánudagur, apríl 18, 2005

Ja hérna hér ... mikil lifandi ósköp, vá hvað það var gaman hjá mér á helginni ;) ég er alveg búin að sjá það að Akureyri klikkar ekki ;)
Ég tók nokkrar myndir ... samt ekki margar, ég hafði ekki tíma í það að vera taka fullt af myndum. Það var svo mikið að gera hjá mér, hafði nóg með mitt ;) skelli þeim inn við tækifæri og segi sögu við hverja og eina mynd ;) við ALLAR myndirnar ... enginn er óhultur!! (þeir taka þetta til sín sem eiga það).

Ég vil þakka fyrir mig ... Katrín takk fyrir allt :* ég fæ vatn í munnin við tilhugsunina við þær kræsingar sem við fengum hjá þér á sunnudaginn :) Una Guðrún mín ... mikið rosalega var gaman að sjá þig :)
Ég vil einnig þakka öllum þeim sem skemmtu sér svo vel með mér á laugardaginn í sjallanum og á söngkeppninni ... aji ég nenni ekki að þakka meira .... þannig ég segi bara við alla landsmenn nær og fjær TAKK fyrir mig :*

Það er margt sem bíður mín núna næstu daga ... verkefni í íslensku, fyrirlestur í sögu, ritgerð í mannfræði, próf í stærðfræði og ég veit ekki hvað og hvað!!! iss iss ...

Bestasta besta mamma mín í öllum heiminum á gullkorn dagsins : Sá sterki er sterkastur einn! Mamma ég elska þig :* og svo enginn verður afbrýðisamur þá elska ég ykkur öll ;)

pís át

sunnudagur, apríl 17, 2005


HOME SWEET HOME!!!
Jáh, stelpan er komin heim úr menningarreisu frá höfuðborg norðursins. Verð bara að gefa þessari ferð hæstu einkun. Mér þótti allavega rosalega skemmtilegt :-D Ætla pott þétta að fara einhvern tíma aftur norður á djammið, engin spurning!! J
Síðan langar mig að þakka flugleiðum fyrir alveg æðislegt ferðalag í dag. Ætla einmitt að hafa þessa mynd hér fyrir ofan þeim til heiðurs (mega alveg senda mér tjékka uppá smá pjéning fyrir góða auglýsingu =) hehe....)
Þurftum að fljúga til Þingeyrar sem er alls ekki það skemmtilegast í heimi, því maður þarf að ferðast með rútu. En þetta reddaðist af því að það var sjónvarp + DVD í rútunni og myndin “Love Bug” í tækinu. Gerist varla betra en það :-D hehe
E.S Veit einhver um góða heimasíðu þar sem maður getur sett inn myndir?? Heremy er ekki alveg að virka :o/
 Posted by Hello

föstudagur, apríl 15, 2005

Allt á milli himins og jarðar ....

... ég gæti gert allt á milli himins og jarðar, en ég er að reyna að myndast við það að læra ... je minn, það sem maður leggur á sig ;) Það verður víst að nýta svona frídaga eins og þennan.
Ég legg af stað til Akureyrar í kvöld, á milli 21 og 22 ... næ eftirpartýunum á Akureyri :) Ég, Stebba og Helena (hún bættist í hópinn:)) förum á sigga sunny, aðalkjallinum í bænum :)

Ég vona að allir landsmenn, nær og fjær eigi eftir að skemmta sér vel yfir helgina, því ég ætla svo sannarlega að hafa það gaman :D

Ég bið ykkur vel að lifa ...
pís át

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Óðum steðjar að sá dagur....

........til Akureyrar ég held :)

Okei ég er ekki efni í lagahöfund. Það er þá allavega komið á hreint :) hehe
En þetta er samt satt :-D Minnz er að fara norður og það er AÐEINS einn dagur til stefnu. *vúúúhúúú* Ég hlakka svo til!!!

Eru einhver pör hérna eða einstaklingar sem telja sig þurfa að bæta kossatækni sína? Þá er ég nú með svarið fyrir ykkur (og eru blóm og gjafir afþakkaðar. Nægir mér bara að hjálpa fólki ;) ...). Það er víst til skóli sem kennir kossatækni. jáh! þið lásuð rétt. Hættið að nudda á ykkur augun ég er ekki að plata! Það er s.s. kossaskóli í Seattle í Bandaríkjunum (jam, auðvitað er það enginn annar sem dettur svona lagað í hug ). http://www.kissingschool.com er heimasíða skólans, svona fyrir ykkur sem eruð ekki með tæknina á hreinu ;)

Tja ég skal nú segja ykkur það, allt er nú til :)

Síðan var ég líka að lesa í mogganum helvíti skemmtilegan pistil (hugleiðing) eftir Arnar Eggert Thoroddsen. Sem bar fyrirsögnina: "Svalt". S.s var að fjalla um að allir vilja vera "inn" og þora ekki að segja satt um ýmsa hluti eins og hvaða tónlist fólk hlustar á því þeir eru hræddir um að vera "un-cool". Þykjast vita um einhverja hluti þegar þeir gera það ekki. Það er svo mikið til í þessu :) LESIÐ PISTILINN (er á síðu 28 í mogganum í dag) ;) hehe

Jæja ég verð að fara að læra og PAKKA NIÐUR :-D vííííííí......
og krakkar, muniði;
"It's hip to be square"

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Það er erfitt ...

... að koma sér uppúr þeim hjólförum sem maður er búin að koma sér í og hefur verið í lengi, sérstaklega vegna þess að þau eru orðin svo djúp. Það erfitt að venja sig af vananum ... en það gegnur, á endanum, vona ég!!

Ég er búin að reyna að vera duglega, fara í íþróttahúsið og svona :) Aðallega til þess að hafa engan lausan tíma og stytta daginn, það gegnur ágætlega :)

Ég fer á söngkeppnina sem og svo margir fleiri, BARA gaman vona ég :) Ég og Stebba, nafna mín, ætlum að skella okkur norður á laugardagsmorguninn ... förum á kagganum, þ.e.a.s. sunny ;) Þetta verður heljarinnar road trip svei mér þá !! Förum á laugardaginn og komum aftur á sunnudaginn , góður !!

Hafið það gott lömbin mín ...

mánudagur, apríl 11, 2005


Jæja stjórnartíð minni og minnar stjórnar fer senn að ljúka ... þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, samt sem áður stundum strebið, en maður þroskast bara fyrir vikið ;) ég fékk myndina að láni hjá vargnum honum Hirti (sveitavargurinn.is) Posted by Hello

föstudagur, apríl 08, 2005


Mig langar í svona tölvu :) Ekkert smá töff!!!  Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 07, 2005


Sykurpúðinn og stjarnan hún Sigurbjörg Hall (Dibbí Hall) á afmæli í dag 7.apríl ... Ég vil bara óska þér til hamingju með daginn suger :) nú verður tekið á því girl ... ! ég vil einnig nota tækifærið og óska Hirti til hamingju með 22 ára afmælið!! ;)  Posted by Hello

Bara svo það sé alveg á hreinu þá er þetta MÍN regnhlíf sem hann Jónsi er að gamna sér með þarna á sviðinu, takk fyrir pent. Hverju hefði dottið það í hug að þessi regnhlíf sem er búin að húka og safna ryki í hillunni á Shell í mörg herrans ár endi bara ferillinn á því að stíga á stokk með the sexy bastard ...Jónsa ÍSF!!!??? Ég kom stelpunni á kortið :) Meðan ég man ... þá veit ég ekkert hvað varð um þessa ágætu regnhlíf!! hmm .... Posted by Hello

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Nokkrar staðeyndir ....

-Það er ómögulegt að sleikja á sér olnbogann.
-Krókódíll getur ekki stungið út úr sér tungunni.
-Hjarta rækju er í höfði hennar.
-Þegar þú hnerrar stöðvar hjarta þitt í millisekúndu.
-Samkvæmt rannsókn sem gerð var á 200.000 strútum á yfir 80 árum hefur enginn séð strút stinga höfði sínu í sandinn né gera tilraun til þess.
-Í Bandaríkjunum er ákæra hverjar 30 sekúndur.
-Það er efnislega ómögulegt fyrir svín að horfa upp í himininn.
-Meira en 50% fólks í heiminum hefur aldrei hringt eða tekið á móti símtali.
-Rottur og hestar geta ekki gubbað.
-Ef þú hnerrar of harkalega geturðu brotið rifbein. Ef þú reynir að bæla niður hnerra geturðu rifið æð í höfðinu á þér eða háls og dáið. Ef þú heldur augunum á þér opnum með afli geta þau dottið út.
-Rottur fjölga sér svo hratt að á 18 mánuðum geta tvær rottur haft yfir milljón erfingja.
-Að vera með heyrnatól í einungis einn klukkutíma sjöhundruðfaldar bakteríu í eyrunum á þér.
-40% þess fólks sem koma í partí í húsinu þínu kíkja í lyfjaskápinn þinn.
-Tannlæknir fann upp rafmagnsstólinn.
-Kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspítunni.
-100% lottósigurvegara þyngjast.
-35% fólks sem nota einkamálaauglýsingar til að koma á stefnumótum eru þegar gift.
-Kvak andar bergmálar ekki, og enginn veit af hverju.
-23% af öllum bilunum á ljósritunarvélum má rekja til þess að fólk situr á ljósritunarvélum til að ljósrita á sér botninn.
-Á meðaltalsæviskeiði munt þú, á meðan þú sefur, borða 70 margs konar pöddur og 10 kóngulær.
-160 bílar geta keyrt hlið við hlið á breiðasta veigi í heimi í Brasilíu.
-Flestir innihalda fiskhreistur.
-Þvag kattar glóir undir útfjólubláu ljósi.
-Kólibrífugl er léttari en bandarískt penní.
-Líkt og fingraför, eru tunguför hvers manns ólík.
-90% þeirra sem lesa þetta munu reyna að sleikja á sér olnbogana.

Ég verð að viðurkenna það að ég reyndi ekki að sleikja á mér olnbogana ... þó svo að að hafi verið freystandi að reyna :) Ég þakka guði samt fyrir það að ég sé ekki rotta ;) og ég vona svo innilega að ég eigi aldrei eftir að hnerra mjög harkalega ;) hehe ....

Eins og flestir ættu að vera búnir að komast að þá er ég flutt heim aftur, það er fínt, á sinn hátt allavega ... samt þegar ég kom heim seinni partinn í dag þá var bara búið að búa um svefnsófann sem ég sef núna í tímabundið og búið að draga frá gluggunum, ég veit ekki alveg hvað það átti að þýða, en samt, það er fínt að vera komin heim aftur :)

Ég hef hug á því að fara á fyrirlestur á vegum heilsubæjarins. Jóhann Thoroddsen sálfræðingur er að fara að spjalla við fókið, ég kannski skelli mér ... það veitir ekki af smá jákvæðni í hausinn á mér þessa dagana!!!
 Posted by Hello

Ég veit ...

... hvar djammið er á helginni, svo mikið er víst!!! Það er ekkert annað á dagskránni hjá mér nema það að fara á Vagninn á Flateyri á laugardaginn, það er bara þannig.
Hver er með mér í að skemmta mér, þér, þeim og okkur ??? :)

mánudagur, apríl 04, 2005

Elsku lesendur

... ykkur til glögvunar þá hef ég , Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, bætt inn enn einu myndasafninu hingað á síðuna!! mikil ósköp, svo skal ég LOFA að við verðum duglegar við þessa iðju að taka myndir :D

Lifi lífið

Alveg ótrúlegt ... ég stóð mig svo vel sem kynnir á markaðsdeginum hérna í Bolungarvík í sumar að núna þá veð ég svoleiðis í tilboðum, ég afþakkaði eitt slíkt boð núna í morgun ... ég held að ég eigi ekki eftir að sjá eftir því, allavega ekki mikið ;)  Posted by Hello

sunnudagur, apríl 03, 2005

Ótrúlegt ...

... já það er ótrúlegt hvað ég skemmti mér vel í gær kvöldi, í nótt og í morgun :)

laugardagur, apríl 02, 2005


jaaaá svei mér þá, ætli maður endi ekki svona :) hehe Posted by Hello

Það var aldrei borið þetta undir mig !! svei mér þá ... það er búið að vera svo fínt veður núna uppá síðkastið, hvað er í gangi? Posted by Hello

Hvað er í gangi ... ???!!! Posted by Hello

Með Þér Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg,
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.

Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft,
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft

Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljós,
koss og stök rós.

Bara svo það sé á hreinu þá er þetta bara snilld...textinn uber góður, segi það og skrifa Posted by Hello

Svo þakklát.....

fyrir alla vini mína og kunningja! Það er ekki amalegt að vera svona ríkur af vinum :) Langar að þakka öllum fyrir hlýjar afmæliskveðjur frá öllum heimshlutum :-D hehe
Ég tel mig samt ekkert hafa stækkað (vona reyndar að það hafi farið á hinn veginn ;)....) í gær. En ég átti alveg yndislegan dag í gær, þó svo að ég fengi ekki að sofa út á sjálfum afmælisdeiginum, fór í hádeiginu á Langa Manga með góðum vinum. Fékk muffinz með kerti og öllu :) Æðislegan mat og kakó eftir í boði geðveikra vina :-D Hreint út sagt æðislegt! Síðan hélt dagurinn áfram svona góður. Fór í bónus að versla, sótti mömmu sem gerði fyrir mig "Guðbjargar"brauð ;) híhí og kalóríu-bommbu, segi og skrifa BOBA BOOMMMMBBAA!!! :-D Síðan eldaði pabbi þessa æðislegu máltíð. Lambakjet og flott heit. Eftirréttur var bommba :) Síðan seinna um kvöldið var spilakvöld í húsinu hans Hödda. Váá!! hvað það var gaman :-D Í boði mömmu var heitur brauðréttur og bommba :-D Spiluðum Mr&Mrs og ég varð bara nokkuð ánægð með mitt lið (Moi og Gunna Dóra) við vorum bara ansi klárar með 130 stig :-D Svo má líka nefna það að minn félagi var ekki 100% heill heilsu....SVOOO er ekkert hægt að marka Guðbjörgu og Karitas. Þær þekkjast OF vel ;) tíhí.....

Annars er lítið á döfinni hjá mér, klára ritgerðina í Félagsfræði og svo byrja á hinum tveim; Isaac Newton (saga) og Sjálfbær nýting náttúruauðlinda (jarðfræði). Síðan þessi venjulegi lestur :) Þannig að mér mun ekki leiðast ;)
Eigið góða og notalega helgi.....

--{-@ *Knús&Kossar* @-}--

Ég og Karitas þekkjumst mjög vel :) rústuðum parinu sem eru búin að vera saman í tvö ár eftir 15 daga og rústuðum vinkonunum sem eru búnar að þekkjast síðan í pungnum á pabba sínum! 150 stig beibí ... :D Posted by Hello

MR&MRS leikur fyrir ALLA félaga ... gott spil í góðra vina hópi :) Gott geim Posted by Hello