miðvikudagur, ágúst 29, 2007

BÍ/Bolungarvík; Fyrsti sigurinn í höfn!

Þar sem hugur minn er kominn laaaaangt fyrir utan landsteinana þá gleymdi ég að segja frá þeim merka atburði sem gerðist á sunnudaginn síðasta. Við, stelpurnar í meistaraflokk Bí/Bolungarvík unnum okkar fyrsta sigur í allt sumar! Mikil gleðitíðindi fyrir okkur :)

Svo ég vitni nú bara í bloggið sem Valdís skrifaði á heimasíðu liðsins;


"Fyrsti sigur meistaraflokks kvk í 6 eða 7 ár (var fyrst aftur mfl-kvk árið 2006 í held ég 6 ár) Tókum 3 stig í dag í góðum leik á móti Leikni. Skoruðum 2 mörk í fyrri hálfleik. Elín Marta með fyrra og Karitas með seinna. Við stóðum okkur allar með sóma."


Og svona munum við hefja nýtt tímabil næsta sumar. Ekki spurning! ;)





Hérna er síðan mynd af liðinu eftir leikinn! :)




Hef þetta ekki lengra, hef nælt mér í flensu og hún skal sko vera búin að yfirgefa minn líkama á föstudaginn. Svo verkjalyf er minn besti vinur í augnablikinu og mikið af vökva!
Yfir og út
Vera-veika-Snorradóttir

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Ein vika....Une semaine........7.dagar....Sept jours!!!

Eftir nákvæmlega viku á þessum tíma mun ég verða stödd í Frakklandi nánar til tekið Nice!

Væri lygi ef ég segðist ekki hlakka til....

Held að iTunes skynji þetta. Annað hvert lag sem það spilar er á frönsku - skondið.



Þetta er btw video um skólann minn! ;)

föstudagur, ágúst 24, 2007

Can't belive it....

Stelpan er mætt á næturvakt. Yeah! fyrir ykkur því þá nenni ég að blogga ;)

Það kemur alltaf lægð yfir mann á sumrinn í blogginu. Það er bara þannig. Enda á fólk ekkert að vera hanga í tölvunni. En svo er að sjálfsögðu alltaf undantekning frá reglunni, ég t.d :)

En núna er fólk farið að týnast í skóla og svona þetta venjulega. Svo maður þarf að rífa þetta aðeins upp. Ekki satt?

Var að horfa á Pretty Women í fyrri nótt. Man þegar ég sá hana í fyrsta skiptið hjá henni Bertu minni *dæs* Pabbi hennar Bertu (einnig þekktur sem Einar "minn") átti ,og ég vænti þess að hann eigi enn í dag, fuuuuullllt af myndum. Þá snérist lífið um það að rölta fram og til baka. Frá Shell til Tröð (rúntgötuna). Kaupa sér gott í poka. Labba til Bertu eða í holuna hennar Guðbjargar og horfa á video/spjalla langt fram á nótt. Jáh þetta voru yndislegir tímar :)

Núna erum við allar orðnar svo stórar. Svona fullorðins.
Flestar fluttar að heiman (nema ég - því ég er undantekning frá reglunni ;) ...) Karitas flutt á völlinn með Hemma sínum. Farin í háskóla, með íþróttalíðnum! Guðbjörg & Gunnsi búin að kaupa sér hús. Hún á beinni brautinni í átt að kennaranum. Berta&Hjörtur á bakkastígnum góða. Berta að reyna að aga til börnin áður en hún lætur þau í hendur Guðbjargar ;)
Svo ég. Var ég búin að nefna það að ég er undantekning frá reglunni?;) Ég er að fara til Frakkalands eftir nota bene 9.daga!!!!! Og aðeins vika þar til ég fer suður. Jiii þið trúið því ekki hvað mig kvíður fyrir að pakka niður. Mín versta martröð! Þetta verður skrautlegt...

Lokahóf hjá okkur stelpunum í fótboltanum annað kvöld. Verður eflaust stuð :)
Síðan leikur á sunnudaginn á móti Leikni, allir að mæta ;)
Yfir og út!

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Höfuðborgin

Líf mitt sem nemi er hafið að nýju! Ég hóf nám við Kennaraháskóla Íslands á mánudaginn. Það er mjög gaman að mæta í skólann á morgnana og hitta allt fólkið sem maður er búin að kynnast síðan á mánudaginn. Ég er alveg búin að sjá það að námið mun taka allan minn tíma í vetur, þá meina ég allan minn frítíma. Eina orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um veturinn, og næstu tvo þar á eftir, er skipulagning númer eitt, tvö og þrjú! Svo mun ég útskrifast sem kennari vorið 2010. Ljúft :)

Ég gisti mína fyrstu nótt í nýja húsinu á laugardaginn. MIKIÐ ROSALEGA VAR ÞAÐ GOTT!!! Ég og Gunnar lögðumst sátt, hamingjusöm og stolt til hvílu um kvöldið. Seint á sunnudaginn brunaði ég svo í bæinn.

Ég er búin að stunda skólann af kappi, það er rosalega skemmtilegt!! Ég er líka búin að eyða nóg af peningum, samt ekki í föt (það er ólíkt mér!!), ég mun kannski bæta úr því áður en ég kem heim ;)

Litla frænka mín hún Freyja Dögg átti skemmtilegt samtal við mömmu sína áðan,ég hlustaði aðeins á það og heyrði þessa skemmtilegu spurningu:
Freyja : Mamma hvaða vetur er í dag?
Ellý: Það er haust.

En talandi um veðrið ... hér er rigning og rok, ekta Reykjarvíkurveður ;)

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Vinnan

Sumarfíið mitt sem hefur staðið í rúma tvo mánuði er búið. Fyrsti vinnudagurinn í skólanum hófst í morgun. Ég er ekki frá því að finna fyrir miklum spenningi,ég hlakka sem sagt til vetrarins. Ég mun upplifa og læra margt nýtt, á örugglega eftir að reka mig einhversstaðar á og læra af þeim mistökum sem ég geri einnig mun ég læra af mistökum annarra en umfram allt mun ég skemmta mér við það sem ég tek mér fyrir hendur.

En í tilefni þess að ég var að byrja að vinna sem kennari þá hef ég spurningu fyrir ykkur lesendur góðir:
Hvað þýðir orðið : Geðluðra

Það er bannað að fletta þessu upp í orðabók ... reynið á ykkur. Er orðið jákvætt, neikvætt... koma svo. ég skora á ykkur, krútt!

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Heil og sæl

Ég hef ekki verið við tölvuna síðan ég veit ekki hvenær! ji minn... Ég var ekki með í mýrarboltanum í ár, aji aji ,ég lét fjölskylduna ganga fyrir þetta árið. Var í góðu yfirlæti í Skálavíkinni fögru og fór svo á Ingjaldssand og var að koma þaðan fyrr í dag. Núna er ekkert annað í stöðunni en að drífa áfram að koma húsinu í stand og ættum við að geta flutt í lok þessarar viku. *SPENNINGUR*


Ástarvikan var sett í dag! Skemmtilegt framtak að mér finnst. Dagskráin er vegleg og flott. Ég hef nú þegar ákveðið að fara á einn atburð og er það tónleikar með hljómsveitinni Myst. tónlistin er flott og fín, þó er það aðallega einn aðili sem dregur mig sérstakelga að tónleikunum og það er litli frændi/"bróðir" minn hann Gunnar Leó Pálsson. Ég og Gunnar erum systkinabörn, pabbi og mamma hans, Jóhanna Sóley eru systkini. Ég bjó hjá Jóhönnu og co. í nokkur sumur og stundaði knattspyrnuæfingar hjá ÍR grimmt á þeim árum. Ég hlakka til að fá litla frænda, sem reyndar er orðinn 18ára, hingað í Víkina. Ekki er það verra að Benni frændi, sem ég lít stundum á sem stóra bróður minn;), ætlar líka að sjá sig (Benni er eldri sonur Jóhönnu) sem og Jóhanna frænka. Það sem manni þykir óendanlega vænt um þetta fólk!!!

Það skemmir ekki að það er ball á eftir tónleikunum á föstudaginn þannig það er bara eitt orð sem kemur uppí hugan á mér, PARTÝ!! Þá vitið þið það, það er partý á föstudaginn og ekkert kjaftæði!
Jæja, barnið er löööönnnngu sofnað þannig ég hef enga afsökun afhverju ég kem mér ekki heim til mín og fer að þrífa, mála, pússa eða henda upp einhverjum hurðum! Þannig ég er out....


þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Gleðisveit Gaulverjahrepps Mýraboltsmeistarar 2007!!

Gleði - Gleði - Gleði...! ;)

Mikið var gærdagurinn yndislegur! Sérstaklega þar sem við unnum, að mínu mati verðskuldaðan sigur. Úrslitaleikurinn endaði í vító, sem hefði verið sárt að tapa því við bókstaflega lágum í sókn allan leikinn. En það var engin hætt, aldrei hætta! Dúfa hélt hreinu! Við fengum ekki eitt mark á okkur allt mótið. Sem mér finnst nokkuð gott! :)

Núna þarf ég nauðsynlega að kaupa mér nýja takkaskó. Það er komið gat á mína. Ef ég hefði ekki tekið þátt í mýró hefðu þeir mögulega dugað allt sumarið ;) hehe

Karma! Ég er bara ekki frá því að stelpan sé að borga fyrir það að hafa ekki verið á neinum næturvöktum síðasta sumar ( fyrir utan eina sem var extra vakt). Þvílíkar næturvaktar törnirnar sem ég búin að taka í allt sumar er svaðalegt. Náttúrulega meiri peningur og ekki veitir af. Dýrt að reka mig, sjáiði til! ;) En eins og sést þá ku ég vera á næturvakt. Og gaman að taka það fram að ég var að vinna í morgun. Kom heim af djamminu rúmlega 05 (búin að vaka í 22klst) og var mætt eldhress í vinnu kl 10 til 16. Svo var lagt sig frá rúmlega 17-20 og ég er eiginlega fegin, því það var hringt í mig og beðið mig að taka næturvaktina. Auðvitað sagði stelpan já. Vildi bara benda ykkur á það hvað ég væri dugleg! ;)

Ég er bara ekki frá því að ég sé ekki búin að sjá hana Guðbjörg Stefaníu Hafþórsdóttur a.k.a sambloggara minna a.ka mon amie núna hátt í aðra viku. Er þetta eðlilegt? Mér er bara spurn....
Og ef þú lest þetta Guðbjörg mín þá veistu að ég fer suður 31.ágúst og út 2.sept bara svona ef þú vildir hitta mig áður ;) hehe...

Hef þetta ekki lengra í bili...............................................
.................................................Over and out! ;)
E.s Myndirnar voru teknar í leyfisleysi frá Valdísi ;)

föstudagur, ágúst 03, 2007

30.dagar í brottför...

....en hver er svo sem að telja ;)




Styttist óðfluga í mýraboltann. Mikið hlakkar mig til. Er ekki frá því að Karitas sé búin að smita mig af þessum OFUR spenning sínum! Krakkinn er ekki normal... :) HAHA
Gleðisveit Gaulverjahrepps er kominn með búningana í hendurnar, óseisei já. Og er getnaðarlegar eina orðið til að lýs því! ;) (and I need people to sense the tone!) Þannig að mín verslunarmannahelgi mun snúast um drullu, skemmtun, vinnu og með pínu
dassa af djammi :)
Hvernig verður þín? :)