laugardagur, september 30, 2006

3.ára :)

Jáh, haldiði ekki að síðan sé 3.ára ;)
Fyrir þremur árum spurði ég, Guðbjörgu hvort við ættum ekki að búa til svona bloggsíðu. Og viti menn hér erum við enn, better than ever!!! :-D hehe

Og í tilefni þess þá tók stelpan sig til og breytti lúkkinu. Enn og aftur án þess að spurja Guðbjörgu. Svo núna krosslegg ég bara fingurnar um að þetta verði samþykkt :op (en það er ekkert mál að fara í gamla lúkkið aftur ezka :* )

Annars verður þetta ekkert langt núna, er búin að eyða dágóðum tíma fyrir framan tölvuna að búa þetta til, að hluta - var hálf tilbúið en stelpan þurfti að sjálfsögðu að breyta þessu, setja linkanna og allt sem fylgir okkur. Og svo að setja smá Gydju-brag á þetta ;) hehe
Svo núna er ég komin með nóg. Vonandi finnst ykkur þetta flott.

Finnst allavega einn góður plús við þetta lúkk, commenta-kerfið sést. Svo just go wild in commenting ;)

ykkar Vera :)

sunnudagur, september 24, 2006

Sunnudagspæling....

Gallar. Afhverju þurfa gallar að vera neikvæðir? Er það ekki einmitt þeir sem gera manneskjuna sem hún er að hluta. Verður maður ekki að sætta sig við sína galla. Maður reynir að breyta þeim, að sjálfsögðu. En stundum er það einfaldlega ekki hægt. Verður maður þá ekki að læra að lifa með sínum göllum eins og öðru.
Enginn er fullkominn stendur einhversstaðar ritað.

Vinir manns hafa galla og vil ég frekar líta á þá sem kosti. Afhverju? Jú einfaldlega af því að mér þykir óendanlega væntum vini mína og held því fram að þeir séu englar í dulargervi. Sérhver vinur uppfyllir sérstaka þörf ,eigingirni?, nei það held ég ekki – spilum bara sérstaka rullu í lífi hvors annars. Góður vinur er sá sem stendur með manni í gegnum súrt og sætt. Hann dæmir þig ekki þó þú gerir misstök, frekar hvetur þig til að gera betur næst. Góðir vinir vaxa ekki á hverju strái og því þarf að rækta þá með alúð.
Sá er vinur sem í raun reynist stendur einnig einhversstaðar ritað.

Þögn. Afhverju er mörgum svona illa við þögnina? Persónulega líkar mér ósköp vel við hana. Mér líður vel í þögninni. Eitt sinn var sagt við mig að þögnin segði meira en þúsund orð. Ef maður gæti setið með einhverjum í þögninni án þess að finnast það vera óþægilegt er það af hinu góða. Þá þarf maður ekki óþarfa orð til að gera aðstæðuna betri. Maður þarf ekki alltaf að tala. Líkamstjáning nægir.

Veit ekki afhverju ég er að skrifa þetta. Afhverju bloggar maður yfir höfuð. Nenni ekki að skrifa það sem á daga mína hefur drifið því satt besta að segja er það ekkert íkja merkilegt, allavega pott þétt ekkert merkilegra en það sem þú gerðir. Svo njótið bullsins meðan það endist eða ekki. Þið ráðið.

laugardagur, september 23, 2006

Föstudagsgrín á laugardeigi ;)

Móðir mín sendi mér þennan, mögnuð þessi kjella;)

Nunna stígur upp í leigubíl. Á leiðinni tekur hún eftir því að leigubílstjórinn, sem er hrikalega myndarlegur, er stanslaust að horfa á hana. Hún spyr hann af hverju hann stari svona. Hann svarar: "Sko, mig langar svo að spyrja þig að einu, en ég er svo hræddur um að þú verðir reið." Hún svarar: "Sonur minn, ég verð ekki reið. Þegar maður er orðinn svona gamall og hefur verið nunna í svo langan tíma sér maður og heyrir ótrúlegustu hluti. Ég er viss um að ég reiðist ekki."

"Ja, mig hefur alltaf dreymt um að kyssa nunnu."

Hún svarar: "Hmm, sjáum til hvað við getum gert í því. En það eru tvö skilyrði: Þú þarft að vera einhleypur og kaþólskur." Leigubílstjórinn er mjög spenntur og segir: "Já, ég er einhleypur og kaþólskur." "Ókei", segir nunnan," stoppaðu á næsta stæði."

Nunna uppfyllir draum leigubílstjórans með kossi sem er betri en nokkuð sem hann hefur upplifað. En þegar þau eru komin aftur af stað byrjar hann að gráta. "Elsku barnið mitt," segir nunnan, "því ertu að gráta?" "Fyrirgefðu mér, en ég hef syndgað. Ég laug og verð að játa að ég er bæði giftur og lúterskur." Nunnan segir: "Það er ekkert mál. Ég heiti Hjalti og er að fara á grímuball."

Já krakkar mínir það borgar sig ekki að ljúga - það er ljótt og manni hegnist fyrir það!

föstudagur, september 22, 2006

Smá fyrir helgina ...

Ég varð fyrir líkamsárás klukkan 06:30 í morgun!! Árásarmaðurinn fannst á vettfangi og er hann myndarammi sem einnig varð fyrir "líkamsárás" af gardínustöng! Það eru alltaf villt og tryllt læti í herberginu míu :) Bæði fórnarlömin, þ.e.a.s. ég og myndaramminn erum á batavegi, ekkert sést þó á rammanum en ég fékk smá skrámur og sexí bastard mar!! arga garga :) Og b.t.w. þá er þetta ekki skotheld afsökun til þess að fela heimilisofbeldi, bara svo það sé á hreinu. ;)

Pabbi veiðimaður kom heim í gær með veiðifélaganum sínum honum Sigga í gær. Þvotturinn á snúrunum, er pabba þvottur, s.s. veiðifötin og gæsirnar sem hafa hengt sig á snúrurnar eru líka á pabba vegur s.s. þær eru afrakstur veiðarinnar. Að vakna upp fyrir allar aldir, leggjast ofaní skurð og bíða í voninni að það komi hópur af gæsum sem setjast á túnið eða fljúga í góðu fæi yfir skurðinn, ekki mundi ég nenna þessu, ég þakka samt Guði fyrir það að pabbi nenni því vegna þess að ég elska gæs. Villibráð er alveg toutelle!



Þessi sæta ætlar að láta sig hverfa á helginni ásamt foreldrum sínum. Leiðin liggur útá Sand, þar á að vera smalað á helginni.Fyrir ári síðan, þegar það var verið að smala útá sandi tilkynnti Gunnar það að hann væri að verða pabbi, það er heil ósköp hvað tíminn er fljótur að líða. ÉG kippti með mér smalafötum, hvort þau verði notuð er hinsvega allt annað mál.

þriðjudagur, september 19, 2006

Hreyfing

Vá ... það er BARA gott að koma heim eftir að hafa púlað það mikið að vera alveg búin í líkamanum!!

sunnudagur, september 17, 2006

16.september var í gær

Gærdagurinn sem og gærkvöldið var alveg glimrandi!! Að hitta Stebbu og Ástu var alveg magnað og það að fara í afmæli til Kristínar Ólafs. sem varð tvítug í gær :* var æði!! Þess má geta að þetta kvöld var alveg tipp topp fyrir egóið ;)hehe Mér finnst myndir svo skemmtilegar. ég þarf að setja þær inná myndasíðuna mína, en það er ekki alveg að ganga, þannig .. njótið þanngað til þessara mynda :

Stórglæsilegar Zoolander gydjur!

Það voru vinkonur mínar sem völdu sér þessa menn ..I have no words ;)

Guðbjörgin ástamt ímynd yngri kynslóðarinnar, Karitas Sigurlaugu!!

Kristín Ólafs. með vini sínum FAXE ;)

NEMÓ !! ;)


Bolludrykkja hjá Jóa Freeman og Brynju


Þau eru krúttleg þessar elskur !!


Aji krakkar .... Kleppur ;)

Arga garga ... Stuðbjörgin og Jóinn


Þetta er, var og verður í boði mín, Guðbjargar gyðju :)

föstudagur, september 15, 2006

fimmtudagur, september 14, 2006

Fyrirsætur.......



Las ágætis frétt í Fréttablaðinu í gær; Það var verið að fjalla um tískuvikuna í Milano og að stjórnvöldin þar væru búin að setja lög um að fyrirsæturnar verða að vera viss þungar, samkvæmt IBM-stuðlinum. Ef þær gera það ekki þá fá þær einfaldlega ekki að taka þátt. Það var nefnilega kvartað um það í fyrra að fyrirsæturnar væru of horaðar.
Fólk má náttlega ekki gleyma að það er fullt af fólki í þessum heimi sem líta upp til eða vilja vera eins og þessar fyrirsætur - og þá ekkert endilega bara fallegar. Heldur vilja vera eins grannar, flottar. Og það einfaldlega fer oft út í öfgar.
Svo mér finnst þetta flott framtak! Stolt af þeim þarna í Milano :-D

Langaði bara að deila þessu með ykkur........

Svona eiga fyrirsætur að vera; like the real women :)

mánudagur, september 11, 2006

Hvar varst þú?



Fyrir 5.árum var ég stödd í lífsleiknitíma hjá Helgu Brögu - þegar þessi mikli atburðarrás átti sér stað. Við vinkonunar sátum aftast, minnir mig vinstra megin í stofunni. Ekki fengum við að fara úr tíma til að fara upp á vist að horfa. Hneyksli ;) En jerimías og jólaskór hvað maður horfði á þetta aftur og aftur þegar maður kom heim.

- ég á bara bágt með að trúa því að í dag eru 5.ár síðan! Mikið svakalega líður tíminn og einhvern vegin finnst mér heimurinn hafa farið versnandi síðan þá.......

Helgin

Helgin var fín!! Alltaf gott og gaman að vera í góðra vina hópi því þá kemst maður að því hvað maður er alveg ótrúlega ríkur :)
Myndir :

Gaman hjá Gunnu Dóru, Margréti og Veru gydju

Jói The baker ;)

Allir að hjálpast að :) færibandavinnaKrúttlegt :) allir að leika saman.


Dóttirin varð 6mánaða á helginni !!

Ég ætti að vera að gera hálfgerða ritgerð um "Umönnun og sýn á nám barna í sögulegu samhengi" en einhvernveginn er ég ekki alveg að komast í gang og það fer all verulega í pirrurnar á mér!! Arg ... En anywho ... þetta er samt skemmtilegt! Það er best að hætta þessari vitleysu að hanga hérna á netinu og nýta tímann á meðan barnið sefur í það að læra!!

Takk fyrir samveruna á helginni krakkar!!

Hamingjuóskir ...

Við gydjunar eigum vini á meðal efnilegustu og bestu knattspyrnufólksins ;)
Karitas,knattspynukona ársins, og Bjarni, markahæðsti leikmaður BÍ/Bolungarvík,til hamingju með titlana ykkar.

fimmtudagur, september 07, 2006

alveg er það ótrúlegt ...

.. hvað ég hef enga stjórn á sjálfri mér í þeim efnum að gera það sem ég á að gera þegar ég hef tíma til!! Ég nenni engu því ég er svo löt, ég er löt vegna þess að ég er þreytt, ég er þreytt vegna þess að ég hef mikið að gera og ég hef mikið af gera vegna dóttur, háskóla, vinnu, líkamsræktar, spenningi, vonbrigðum(engum stórvægilegum þó) og svo mætti áfram telja! Ég verð ennþá þreyttari að horfa á skólabækurnar sem bíða mín á borðinu við hliðina á mér, aji, ég læri bara á helginni ;) "Þetta reddast" er gott hugtak.

Síðasta helgi var æðisleg, það var æðislegt að hitta allt af því fólki sem tengist mér! MAMMA, systur, afar og ömmur, frænkur og frændur. Ég er orðin guðmóðir! Guðsonur minn fékk nafnið Þórður Skjaldberg og finnst mér það hreint út sagt hið fallegasta nafn :) Ég er svo montin að það hálfa væri nóg.

~Ég er alltaf að leiða hugan að því hvað lífið er í raun og veru mikið krakftaverk! Það er bara eitthvað við það.
~Bílinn MINN kemur vonandi hingað vestur á morgun með elskhuganum mínum ;) Takið eftir bílinn MINN.
~Klassískur vina hittingur á morgun, ég hlakka til!
~Sérvalin háskólaverkefni bíða úrlausna á mínum vegum ... æðislegt
~Af hverju í ansk?'*$%& er háskólinn svona frábrugðin menntaskóla, þá meina ég í sambandi við vinnubrögð, frágang verkefna og svona eitt og annað.
~Ég er ein heima, reyndar ég og Margrét, mér finnst það ljúft.
~Ég á ekki hljómflutningstæki, mig langar í hljómflutningtæki ... vill einhver gefa mér hljómflutningstæki? Ég á bráðum afmæli ;)
~Ég held ég hafi séð Arnar kærastan hennar Ástu Bj. í Bóksölu stúdenta á mánudaginn, ég er samt ekki alveg 100% viss, allavega 98%.
~Af hverju er maður að blogga? Meina um sig og það sem maður er að gera? Er það athyglissýki, mont, minnimáttarkennd ... ööö ... (hvað er meira til?) aji ég veit það ekki, af hverju er maður að blogga?
~Ég er allavega farin í sturtu og svo fer mig að dreyma eitthvað fallegt.
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~

Mér finnst Grímur bæjarstjóri töff... sama hvort hann sé þroskaþjálfi eða ekki, hann er töff bæjarstóri. Give him a break!

What to do, what to say.....

*Blank*

Rauninni hef ég enga ástæðu til að blogga - spurning hvort maður þurfi nokkuð ástæðu, frekar löngun. En allavega þá er ég í skólanum - nota bene ekki í tíma. Júh, mikið rétt ég er í eyðu - "aldrei slíku vant"! =)

*Blank*

Afhverju stelur fólk hlutum úr kirkjugörðum, er ekki allti lagi heima hjá ykkur? :-o

*Blank*

Fréttir hrema að MILF-in sé að verða aðalgellan sem sést hefur á fjórum hjólum!

*Blank*

Skrítið hvað maður getur orðið háður hlutum og venjum, já maður er skrítið fyrirbæri....

*Blank*

Afhverju er svona erfitt að ákveða hvað maður á að hafa í matinn? Og afhverju er svona leiðinlegt að elda bara fyrir sjálfan sig? - er þetta bara eintóm leti...!

*Blank*

Ég held barasta að ég sé að verða pínu skotin í Toby Rand í Rockstar; Supernova.......skildi það vera hreimurinn? Eða kannski af því að hann vann Hondu í gær, ( I have a thing for men who drive Honda ;) ) Fyrir utan það þá er það pott þétt vegna frumsamdalagsins; Throw it away - *óh óh óh óh óh óóóh*

*Blank*
Er samt voðalega tóm í kollinum. Læt þetta nægja. Hlakka til þegar helgin gengur í garð - langar svo að sofa út. Oh það er svo gott að sofa!
Síðan er orðrómur um planaðan hitting annað kvöld. Hlakka mikið til, langt síðan maður gerði eitthvað með my pep's ;)