þriðjudagur, apríl 29, 2008

Vellíðan

Hefur ykkur einhvertíman liðið þannig að þið vitið ekki hvernig þið eigið að haga ykkur vegna spennings og hamingju?
Mér líður þannig einmitt núna. Ég bara brosi og ef ég myndi sleppa mér væri ég uppum allt og útum allt vegna hamingju, gleði og spennings. En til þess að trappa mig niður hugsa ég um eina prófið sem ég þarf að taka þann 16. maí en svo hugsa ég aji mér er alveg sama, nenni ekki að hugsa um það og held áfram að missa mig af hamingju, spenningi, gleði og einhverjum óútskýranlegum tilfinningum.
Vaaáá (sagt eins og Páll Rósinkrans í Bandinu hans Bubba) vaaáá hvað það er frábært að vera ég!

mánudagur, apríl 28, 2008

XXX Rottweilerhundar

Ég er af þeirri kynnslóð að ég fílaði og geri reyndar enn þann dag í dag XXX Rotteilerhunda. Ég kann marga texta utanaf og get "rappað" í takt við þá félaga, en ég veit ekki hversu vel það mundi ganga í dag ;)
Allavega, þeir voru að senda frá sér nýtt lag og myndband. Mér finnst þeir töff.

Nýja myndbandið ... smellið hér

föstudagur, apríl 25, 2008

Sumarið komið?

Svo segir allavega dagatalið! Oh hve heitt ég þrái sumarið... jaðar við að vera ekki eðlilegt. Svei mér þá! Yndislegir síðast liðnu dagar með sinni sól og dassa af sumarfíling. Ójá ég er komin með nóg af vetri og snjó...

Ekki frásögu færandi en ég fór í óMenningaferð á síðustu helgi. Það var ljúft að fara í burtu. Hitta marga, hitti nefnilega ekki alla sem ég hefði viljað hitta. En Karitas við hittumst þegar Bluntarinn stígur á stokk. Ekki langt í það. Hvernig væri að fara út að borða áður!? Það yrði gaman, Hemmi má líka koma með ;) hehe...

Allavega... óMenningaferðin mín einkenntist af búðrápi (að sjálfsögðu). Ég, mamma og Ewa eyddum næstum því 5klst í Kringlunni á föstudeginum! Merkilegt hvað tíminn er fjótur að líða þegar maður er að eyða peningum (næstum því jafn fljótt og peningarnir hverfa). Jáh svo má ekki gleyma því að maður fór út á lífið í borginni. Jaaaá.... í hvaaa.... 3 og 4 skiptið á ævinni :)
Mæja Bet tók mig undir verndarvæng sinn á föstudeginum. Skemmti mér mjög vel. Fékk viðreynslu DAUÐANS, vægast sagt.

Sat bara og spjallaði við Mæsu, Orra og bróður hans; Bjarna. Þegar það er tekið um axlirnar á mér. Ég, jáh, stífna öll upp. Eðlilega. Þori ekki að líta bíð bara átektar. Síðan er nuddað pínu og ég verð stífari. Síðan er hvíslað í eyrað á mér "Voðalega ertu stíf". Ég hugsa bara; *WTF! Auðvitað er ég stíf! Hver er að nudda mig!* Lít aðeins við til að sjá hver þetta sé. Svo segir hann "Viltu ekki bara koma heim með mér og ég mun nudda þetta úr þér" *Öööö gíí let mí þink, NEI!* Þakkaði honum bara pent fyrir og hann labbaði á brott. Vafalaust niðurbrotinn maður í leit að stífari stúlku til að nudda. Annað eins hef ég nú bara aldrei lent í! HAHA! :)





Amma mín og afi eru svo mikil krútt! ;*

Laugardagskvöldið var ekki svona viðburðaríkt, á djamminu það er að segja. Enda þreytt eftir föstudagskvöldið. Vaknaði snemma til að mæta til Dísarinar minnar, ætluðum að gera myndashow fyrir afmælið. Jáh það var samalagt 145.ára afmæli hjá ömmu+afa. Þar voru saman komin börn, barnabörn og jáh loksins langömmu börn ;) Þar voru mörg skemmtiatriðin sem voru hver öðrum betri. Aðalatriðið var aðsjálfsögðu leynigesturinn enginn annar en KK, kom og spilaði nokkur lög. Æðislegt afmæli í alla staði.
Hitti nokkra víkara þegar komið var niður í bæ. Helga frænda og fleiri. Sá Dalton spila og fannst þeir bara virkilega góðir. Fékk mér Hlölla í nesti. Sat dágóða stund eins rónin sem ég er, í andyri blokkarinnar í kópavogi því elsti bróðir minn vaknaði ekki til að hleypa mér inn. Hann hraut svo "lágt" þessi elska ;) Vægast sagt skemmtileg helgi :)

Kom svo heim á þriðjudaginn, eiginlega með trega. Langaði ekki vestur. Langaði ekki að fara heim. Því að þar vissi ég að beið mín vinna og LÆRDÓMUR! Afhverju ég taldi mig geta lært efnafræði í fjarnámi veit ég ekki. En prófið er ekki fyrr en 6.maí, undur og stórmerki geta alveg gerst (vonandi)

Ætla ekkert að tjá mig um þessa bæjarstjórn. Finnst þetta allt saman frekar kjánalegt. Eina sem ég vil segja er að ég mun sjá eftir Grími. Að mínu mati hefur hann staði sig með prýði. Svo mikið sem ég veit. Fylgist ekkert þannig lagað séð með bæjarmálum...Eitthvað sem maður þarf ef til vill að laga í framtíðinni, það kemur þegar maður hættir að hugsa aðeins um rassinn á sjálfum sér. Og satt best að segja á ég bara nóg með mitt í augnablikinu :)

Verð að hætta þessu, námið hverfur ekkert þó svo ég reyni að forðast það...

(Póli)Tík

Það er búið að mynda nýja bæjarstjórn hérna í bænum, fínt, fínt og flott.

Ég ætla nú ekki að tjá mig neitt mikið um þessi mál ... þar sem ég er ennþá bara krakki og hef ekkert vit.
Grímru hefur bæði gret góða og slæma hluti. Ég tel að verstu hlutirnir sem hann gerði var að láta sumt fólk hafa of mikil áhrif á sig ... eða komast upp með meira en annað fólk. Ég þekki sögu þess efnis en ætla ekki að fara nánar útí það. Það er margt eða allavega nokkrir hlutir sem einhver skítalykt er af eins og einhver myndi segja.
Góðu hlutirnir eru nokkrir. Mér finnst það mest töff við hann hvað hann er blákaldur við það að segja skoðanir sínar, þannig á fólk að vera og ég er að æfa mig að vera svoleiðis!
Það er dulítil eftirsjá hjá mér á eftir Grími.

Ég vona bara að nýji bæjarstjórinn eigi eftir að geta fyllt almennilega uppí það stóra og háa skarð sem Grímur skilur eftir sig.

Takk fyrir mig.

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Action

Loksins er eitthvað almennilegt action í Bolungarvík!!! Reykjarvík hvað sko ...?!
Einhverrahlutavegna kemur þetta mér ekki á óvart.

Meirihlutinn sprunginn í Bolungarvík

"Prinsippmál í mínum huga"

Oddviti K-listans kom af fjöllum

Þarf oft lítið svo fólk hlaupist undan merkjum

Minnihlutinn hittist í dag og ræðir stöðuna sem upp er komin

Það verður gaman að fylgjast með þessu máli. Ég segi nú ekki meir.

mánudagur, apríl 21, 2008

Lesið!

Ég er búin að lesa þetta nokkrum sinnum yfir. Punktið þetta hjá ykkur og munið.

Bill Gates hefur haldið fyrirlestur í bandarsískum gagnfræðaskóla, eða "high-school", um 11 hluti sem krakkar hafa ekki og munu ekki læra í skólanum. Hann talaði um hvernig pólitísk rétthugsun í kennslu skapar kynslóð fólks sem hefur enga raunveruleika tilfinningu og hvernig þetta getur orðið til þess að þau verði undir í hinum raunverulega heimi.


  1. Lífið er ekki réttlátt - reyndu að venjast því!
  2. Heiminum er sama um sjálfsímynd þína. Heimurinn væntist þess að þú áorkir einhverju áður en þú verðir ánægður með sjálfan þig.
  3. Þú munt ekki fá háar tekjur strax eftir gagnfræðaskóla. Þú verður ekki forstjóri fyrr en þú hefur unnið þig upp.
  4. Finnst þér kennarinn þinn vera strangur? Bíddu bara þar til þú færð yfirmann!
  5. Að snúa hamborgurum er ekki fyrir neðan virðingu þína. Afi þinn og amma áttu til annað orð yfir að snúa hamborgurum: Það var kallað tækifæri.
  6. Ef þú klúðrar einhverju er það ekki foreldrum þínum að kenna, svo hættu að væla yfir mistökum þínum; lærðu heldur eitthvað af þeim.
  7. Áður en þú fæddist voru foreldrar þínir ekki eins leiðinlegir og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað reikningana þína, þvegið fötin þín og hlustað á hversu cool þér finnst þú vera. Svo áður en þú bjargar regnskógunum gætirðu reynt að taka aðeins til hendinni í herberginu þínu.
  8. Það getur verið að skólarnir útskrifi nú bæði sigurvegara og tapara, en það gerir LÍFIÐ EKKI. Í sumum skólum eru ekki lengur gefnar falleinkunnir og þú munt fá eins mörg tækifæri og þú vilt til að finna rétta svarið. Þetta er ekki í NEINNI líkingu við NEITT í raunveruleikanum.
  9. Lífinu er ekki skipt í annir. Þú færð ekki frí allt sumarið og mjög fáir samstarfsmenn þínir hafa áhuga að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í frítíma þínum.
  10. Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.
  11. Komið vel fram við nördana. Það eru allar líkur á að þeir verði yfirmenn þínir í framtíðinni.

mánudagur, apríl 14, 2008

Across The Universe!

Bítlarnir eru og verða mestu snillingar sem fyrir finnast. Það er bara þannig. Horfði á Across The Universe um daginn. Vá! Mér fannst hún virkilega góð. (og er að fara horfa á hana aftur.) Hún einfaldlega hreyfði við mér. Það er bara þannig. Myndin er virkilega vel gerð. Þetta er svo flott mynd. Leikararnir eru hver öðrum betri. Jim Sturgess er sjarmör dauðans - uff! Hún er reyndar löng, yfir 2klst. Það hefði bara ekki mátt sleppa neinu. Hún hefði bara ekki verið söm. Æðislega rómatískmynd, sexy, jáh hún er sexy. Oh! Hún er bara æði...ÆÐI!!
Síðan ég horfði á hana er ég búin að vera að hlusta á Bítlana í enn meira mæli en ég gerði áður. Ég er fallin! Kolfallin fyrir þeim...

Annað var það ekki...

sunnudagur, apríl 13, 2008

Strumpur!



Ég get ekki annað sagt en að þetta stemmir ALVEG!!! :)

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Komnar með miða

Ég, Vera, Berta, Svala og Helga Guðrún erum komnar með miða á James Blunt í júní. Ætli hann muni toppa tónleikana í Amsterdam síðasta sumar?! Ég held það ... hann er búinn að bæta við sig svo mörgum góðum lögum :)

Myllu kökur myllubrauð

Kona ein átti þrjár dætur. Í hvert skipti sem einhver af dætrum hennar giftisig bað mamman hana að vera fljóta að skrifa heim og segja sér, gömlukonunni hvernig kynlífið væri hjá hinni nýgiftu.....
Jæja sú elsta gifti sig fyrst og aðeins tveimur dögum seinna barst gömlukonunni bréfið frá dóttur sinni. Á því stóð aðeins "Myllukökur Myllubrauð". Gamla konan átti bágt með að skilja þetta en fyrir einhverja rælni tók hún eftir auglýsingu frá Myllunni þegar hún vað að blaða í Mogganum síðar umkvöldið.En þar stóð "Myllukökur Myllubrauð.. ávallt seðjandi". Gamla konan sá nú að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa að elstu dóttursinni, henni væri vel sinnt.
En þar kom að miðdóttirin gifti sig og leið vika frá brúðkaupinu þar tilgömlu konunni barst bréfið frá dóttur sinni. Þar stóð aðeins "Ingvar ogGylfi". Kella var nú fljót að leita að Mogganum og fann að lokum auglýsingufrá Ingvar og Gylfa þar sem stóð "Nýi rúmgaflinn frá okkur..King size ogextra langur".Vissi nú kella að hún þyrfti heldur engar áhyggjur af hafa af þessari dóttursinni.
Jæja bréfið frá yngstu dótturinni var lengi á leiðinni en barst loks kellufjórum vikum eftir brúðkaupið. Í bréfinu stóð aðeins eitt orð "Flugleiðir". Kella leitaði nú ákaft að auglýsingu frá Flugleiðum í Mogganum og á endanumfann hún eina. En eftir að hafa lesið auglýsinguna leið yfir kerlinguna því þar stóð:"Þrisvar á dag, sjö daga vikunnar, á alla áfangastaði!!!!!!!!

laugardagur, apríl 05, 2008

Að sofa út, hvað er það?

Ég er alveg búin að gleyma því hvað það er að sofa út. En það er hressandi að vakna svo til hvern einasta morgun kl. 07 eða í síðasta lagi kl. 08:00.

Eins og til dæmis í morgun náði maður að kúra til kl. 07:50, met ha?! ;) Allavega þá er ég búin að gera alveg heil mikið, dotta yfir barnaefni, taka kúkableiju af litla barninu, taka þvott af snúrunum, borða hollan morgunverð, hengja upp úr þvottavélinni og setja aftur í hana, líta í skólabækurnar, síðan en ekki síst hef ég verið að láta mér hlakka til þess að fara að púla á námskeiðinu hjá Árna sem er í dag kl. 11.

Veðrið lofar góðu þannig maður tekur góðan göngutúr í dag, er það ekki? Spurning um að láta sig gossa áleiðis uppá Skálavíkurheiði? Hvað veit maður.

Eitt enn hérna ... ég var að lesa það einhversstaðar um daginn þar sem karlmenn voru spurðir hverjir þeir teldu vera galla eða ókosti nútíma konunar?
Þannig að núna spyr ég þá drengi sem lesa þessa síðu, ef þeir eru einhverjir: Hverjir eru að þínu mati helstu ókostir og gallar nútíma konunar?

og stelpur ... ef enginn drengur svarar og þetta fer að verða svolítið vandræðalegt, tjáið þið ykkur þá eitthvað ;)

fimmtudagur, apríl 03, 2008

C'est la vie...

Þá er afæmlisdagurinn liðinn og gott betur en það. Og var hann hinn fínasti og takk kærlega fyrir allar kveðjunar! :)

Núna telur maður bara dagana þar til maður skellir sér í menningarferð í borg óttans. Ætla reyna gera betur en síðast og ef til vill versla mér meira en 2.hluti ;) hehe...

Síðan eru miklar pælingar í gangi hjá stelpunni. Ojá... Meðal annars hvernig myndavél ég eigi að fjárfesta mér í. Langar í einhverja GEGGJAÐ myndavél. Sem tekur nokkrar myndir á sek. Og maður nái momentinu annað en mín vél þar sem maður þarf alltaf að biðja fólk að bíða. Bara lame!
Eru einhverjir myndavélasérfræðingar sem geta komið með uppástungu fyrir mig hvernig vél ég ætti að fá mér?? Því ég er ekki alveg sú skarpasta í þeim geiranum ;)

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Afmælis "gabb"

Hjartans vinkona og sambloggari mín hún Vera Dögg Snorradóttir á afmæli í dag, þessi elska. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins snúllu krútt!
Síðan má ekki gleyma að annar helmingur "dúósins" sem kom mér í heiminn á einnig afmæli í dag, snilldar verk hjá dúóinu ég!! Hann elsku bestasti besti pabbi minn á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku pabbi :*


Að lokum vil ég segja, ekki láta gabba ykkur í dag og áfram Svíþjóð!!! :D