þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Geit ....

Ég hef heyrt að það sé stundum sagt "geit" við konur / stelpur. "komdu geit" og eitthvað álíka... oftast er það karlmenn sem nota þetta orð, ég er ekki að koma með einhvern kvennréttindapistil, bara svo það sé á hreinu, ég hef nú notað þetta orð sjálf um vinkonur mínar þegar þannig liggur á mér ;) en allavega ... mér fannst þessi frétt ógeðslega skondin . Karlmenn geta þá raunverulega gengið í það heilaga með geit !! :D

mánudagur, febrúar 27, 2006

Bolla bolla bolla

Ég bakaði engar bollur, ég treysti á það að mér yrði boðið í bollur á æskuheimili mitt númer 2, heim til Veru, í bollur eftir Deddu. En þá fattaði ég að hún er í burtu (Dedda sko, nema hún sé komin heim, hmm...) . Ég fer í kaffi til ömmu, ekki er það nú slæmt. Ég gerði tilraun til þess að baka bollur í fyrra, en það var ekki að ganga, þær fóru allar í ruslið um leið og þær komu út úr ofninum.

ja hérna ... ég fór hjá mér, missti nokkur slög og roðnaði þegar ég kíkti á síðuna núna rétt í þessu og sá þennan líka þvílíka banner blasa við!! Það er ekkert smá :) Vera mín þú átt hrós skilið honey :D :* :*

Það er fyrsti í hvíld í dag. Engin vinna bara hanga með tærnar uppí loftið ;) Reyndar þá get ég dundað mér við alveg fullt af hlutum, þannig ekki hafa neinar áhyggjur af mér krakkar mínir, ég er góð.
Það er very nice veður úti ... svei mér þá! Ekki væri nú slæmt að vera komin með barnavagninn út (með einu stykki barni í, auðvitað ;)) og taka göngutúr í góða veðrinu !! vei vei ... allt að styttast, föstudagurinn 3.mars, eftir þann dag fer ég að bíða ;)

Ég verð samt að viðurkenna það að ég saknaði þess að fara ekki í vinnu í morgun. Sá Sigurbjörgina mín og Siggu koma og fara ur kaffi í morgun! Söknuðurinn alveg að fara með mann. Ég verð samt að votta Sigurbjörgu samúð mína því ef ég þekki kerlingarnar á kaffistofunni rétt, þá soga þær allar líftóru úr sigurbjörgu og spyrja örugglega á hverjum degi núna hér eftir hvort það sé eitthvað að frétta af ... mér! ojjj....

En jæja ... hafið það sem best í dag krakkar mínir. skemmtið ykkur. Er það svo ekki miðilsfundur í kvöld? tjékka á þeim ded ?! held það nú ...

-guðbjörg-

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég er hætt ...

... að vinna!
Síðasta vinnudeginum er lokið eins og ekkert sé, hann var nú bara ansi rólegur þar sem það er verið að taka nýja pökkunarlínu í gagnið. Ostahornin sem ég bakaði fóru vel í liðið, mikið ofboðslega eiga þau eftir að sakna mín, og ég þeirra. össs ....
Talandi um að vinna á æðislegum vinnustað, þá hringdi einn yfirmaðurinn í mig áðan :"Guðbjörg, ég hafði ekki hugmynd um að þú værir að hætta!" :D "...Ég ætlaði bara að hringja í þig til þess að þakka fyrir samstarfið og svona ..." mér fannst þetta bara æðislegt að fá símtal frá honum og spjalla, en eins og ég segi þá þarf lítið til að kæta mig þessa dagana og gera hlutina æðislega í kringum mig ;)

En shit ég lagði mig áðan og meðan ég lá uppí rúminu minu þá varð mér allt í einu ljóst að ég væri hætt að vinna!! núna tæki bara við afslöppun, dund og eitthvað bara eitthvað! ég fékk tár í augun þegar ég fattaði það. plús það þá núna þarf ég að hafa mikið fyrir því að hitta fólk á daginn, eins og flestir vita þá er ég MIKIL félagsvera og líður best í kringum fólk. Þetta verður eitthvað, ætli ég muni ekki skrifa hundrað færslur hérna inn á dag og kíkja inní menntaskóla á hádegisviðburðina og svona .. sólrisa MÍ er alveg að bjarga mér, fullt af viðburðum sem mig langar að sjá og kíkja á. Ég er búin að biðja væntanlegan erfingja minn að vera ekkert að koma í heiminn fyrr en fimmta mars eitthvað svoleiðis, en ég veit að erfingjinn verður ekkert að hlusta á mig og kemur bara þegar hann vill og þegar honum hentar!!

En ég er að fara á frumsýningu leikritsins "Hið júfa líf" í fylgd með fullt af vinum í kvöld!! Mikið hlakka ég til :D Ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér dagskrá sólrisunnar á heimasíðu
hennar : solrisa.is

-guðbjörg-

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Hún á afmæli og er friggja ára !!



Þetta er Freyja Dögg Skajlberg systurdóttir mín! Þetta er einn sætasti og krúttlegasti krakki í öllum geiminum (ennþá allavega ;)) hehe .... Þessi stelpu mús er þriggja ára í dag. Ég, besta frænka hennar, sendi á hana pakka sem inni hélt flottan gellu Henson galla, mín kona verður pæja! Það er sko ekki amarlegt að fá símtal frá þessari skvísu því hun syngur fyrir mann öll þau lög sem hún kann í gegnum símann, þannig oftar en ekki er ég föst í símanum í nokkur korter þegar hún er á hinni línunni. Til hamingju með daginn litla mús :* Hlakka til að knúsa þig þegar þú kemur til frænku í mars :D

Ég hef lítinn tíma í að skrifa hérna inná, ég varð bara að nefna afmæli músarinnar því ég er í svo miklu uppáhaldi hjá henni, þó ég segi sjálf frá ;) Ég er að fara að baka ostahorn og kaupa eina kaffi köku til þess að taka með í vinnuna á morgun, síðasti dagurinn í vinnunni!! öösss .... þegar maður hættir að vinna, er þetta þá ekki alveg að bresta á ? nei maður spyr sig. Það voru miklar pælingar og hugsanir í gangi hjá mér í vinnunni í dag ... hlustaði á útvarpið frá hálf tólf til tólf ... annars hlustaði ég bara á mig!! skemmtilegt nokk ;) anyway .... I am out! Ég vil benda á það að Vera mín kæra vinkona hefur mikinn tíma til alls, eins og sést hér fyrir neðan, hún eldar sér nefnilega oft snöggelduðu kjúklingaréttina frá Holta kjúklingum ;) þá hefur hún meiri tíma !! :D (maður verður ded á auglýsingum!!)

-guðbjörg-

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Í tilefni þess að.....

....... ég á mér ekkert líf ;) :

(x) klesst bíl vinar/vinkonu – Tja, ég fór svona nett með flotta bílinn hans bróður míns hérna í denn... :o/
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum

(x) læðst út á nóttunni – Ojá! Oftar en einu sinni!! :op Fór hjólarúnt niðríbæ þegar ég var yngri í náttkjólnum úlpu með húfu og svo í stígvélum! Síðan var ég víst tíður gestur hjá nágrannanum, gæddi mér á morgunverði uppi á borði einhverntíma :) ehe.... Explains afhverju foreldrarnir mínir settu hengilás á hurðina :p
(x) haft tilfiningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu –
Sorry you guys ;*
(x) skrópað í skólanum – tja, það hefur komið fyrir :op
(x) horft á einhvern deyja – Dauðinn er víst partur af lífinu og einn óskemmtilegur partur af starfi mínu :o/
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
(x) reykt sígarettu

(x) kveikt í þér viljandi – Skeði þegar ég stalst til að prófa sígarettu frá mömmu, hrylldi svo við að ég missti hana á fínu rauðu íþróttabuxurnar mínar :o/ og þurfti þar af leiðandi að játa verknaðinn....
( ) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
- bæði :*
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin – Hver hefur ekki gert það? :)
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
– jáh fyrir dúkkurnar mínar. Langamma mín hélt reyndar að húsið væri fullt af fólki (þorði þar af leiðandi ekki fram). Ég talaði víst svo mikið.......það hefur elst af mér ;) hehe
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum.
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
– Gömlu góðu kaffipásurnar í Sparkaup ;) hehe
( ) notað falsað skilríki
( ) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður.
(x) verið rænd/rændur.
(x) verið misskilin/n
– voða fáir sem fatta mig ;) hehe
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
( ) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi.
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla -
(x) lent í bílslysi
(x) verið með spangir/góm –
Því er ver og miður, ÞÁ!.............. Ekki núna :) hehe
(X) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( )borðað líter af ís á einu kvöldi
– finnst satt besta að segja ís ekkert spes...
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
– hvað get ég sagt, var stórfurðulegur krakki... :op
(x) verið týnd/ur – Fékk þá flugu í hausin þegar ég var yngri að labba heim til ömmu minnar á Háaleitisbrautina. Ég fannst einhverstaðar nálægt Hlemmi. Var í prufugreiðslu fyrir brúðkaup bróður hennar mömmu. Var brúðamey, liggaliggalái ;).. Og óþolinmóða ég nennti ekki að bíða þar til brúðurin var búin svo ég ákvað bara að rölta heim......! =) hehe
(x) synt í sjónum
( ) fundist þú vera að deyja
(x) pissað úti
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
(x) litað nýlega með vaxlitum

(x) sungið í karaókí – og geri heiminum það ekki aftur ;)
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum.
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x)hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni

(x) skrifað bréf til jólasveinsins – jújú gerði víst nokkur svoleiðis og bað alltaf um það sama.....hund :op .....reyndar í einu sinni bað ég um húnd (stafsettningin var ekki alveg að gera sig í því bréfi) ;) hehe
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst –
jáh ég fékk hund :) hehe
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig –
neih! :-o Eeeen ég á afmæli 1.apríl *Hint**Hint* ;) hehe

Einn fyrir fimm aura ;)

"Hafið þið heyrt um kínverjann sem borðaði svo hratt að hann þurfti að nota prjónavél?"

Aji aji ... ég heyrði þennan í útvarpinu í dag, einhver augýsing á Bylgjunni, ég gat ekki annað en skellt uppúr. Það þarf lítið að kæta mig ;)

-guðbjörg-

mánudagur, febrúar 20, 2006

Ekkert svo hress ...

... nei ótrúlegt en satt þá er ég ekkert sú hressasta! Ég er rétt að geta lyft höfðinu upp frá koddanum síðan ég lagðist uppí rúm eftir vinnu kl. 12. Ég græddi aðeins meira en fjör og skemmtun í pottnum á laugardaginn, ég græddi líka þetta skemmtilega kvef sem er við það að gera útaf við mig. Liggja uppí rúmi í dag og passa að mér verði ekki kalt, þá reddast þetta. Ég ætti kannski að tuða og vera eins góð við mig og ég var við minn heitt elskaða þegar hann fékk skemmtilegt kvef um daginn ... ég held hann hafi ekki fengið frið fyrir mér : "Gunnar ertu með eitthvað um hálsinn?!", "Gunnar, er þér kalt?", "Gunnar hafðu sæng!" ... ég er svo góðhjörtuð :) núna þarf ég að éta þessar setningar ofaní mig.

Ég er alveg búin að sjá það að ég hef lítinn tíma til þess að fara að eiga! Sólrisa MÍ hefst á föstudaginn og ég verð að segja að alla næstu viku er eitt og annað sem ég persónulega er alveg til í að kíkja á. Ég fer á frumsýningu leikritsins "Hið ljúfa líf" er búin að panta mið og alles klar! svo leiðir tíminn það í ljós hvort ég geti sótt einhverja fleiri viðburði! :D
Annars er the bumbubúi ready to go ef til þess kemur, höfuðið alveg orðið skorðað í grindina og því finn ég alveg mátulega fyrir ;) Skrítin tilfinning þegar maður er í göngutúr og svona ... En það er c.a. ein og hálf vika eftir þá rennur 3.mars upp og þá fer ég að reka á eftir krakkanum ef hann verður ekki búinn að koma sér út ;) En ég finn það vel að þetta er allt að styttast ... það eru ekki nema þrjár vikur þar til ég sé múttu mína, þetta er síðasta vinnuvikan mín og svo gerir bumban ekkert annað að stækka og ef ég væri kjáni þá væri ég farin að halda það að ég væri við það að springa!

Ein pæling svona í lokin ... Trúið þið á örlög ? Þið vitið, trúið þið því að allt það sem maður lendir í og verður fyrir á ævinni að það sé til hrein og klár skýring á því? Fór að pæla í þessu um daginn ...

-guðbjörg-

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Silvía Nótt?

Pabbi töff er bara kominn á b2.is ... Silvía Nótt?

bara svona eitt enn ... sjónvarpsþátturinn Kompás var, hvað skal segja ógeðslega, viðbjóðslega forvitnilegur! svo ekki sé nú meira sagt.

Til hamingju með daginn konur!! ;)

Jáh, það er víst konudagurinn í dag. Kannski maður ætti ekkert að vera að blogga? :op En þar sem ég er búin að vera vakandi síðan klukkan 9 í morgun hef ég ekkert annað að gera,þrátt fyrir heiðarlega tilraun að reyna sofna aftur. Og þrátt fyrir skemmtilegt djamm og lélegt "fyllerí" ;) ehe.. Líkamsklukkan mín eittthvað "vitlaus" þessa dagana. Ætli það sé út af því að ég má sofa út á mánudaginn?? eða hvað er eiginlega málið.....mér er spurn....

Annars langar mig bara að þakka mínum ástkærum vinkonum fyrir skemmtilegt kvöld í gær :-D held að ekkert toppi pottinn. Hefði skvo viljað vera þar lengur =) hehe


Síðan var haldið í El kjallaroz á kvennafjör og þar var sjávarréttarsúpa, tja get ekki sagt að hún sé í uppáhaldi hjá undirritaði :op ehe.... EN brauðið og annað svona snakkerí var á boðstólnum sem bjargaði stelpunni ;) hehe... Þetta var bara hið skemmtilegasta kvöld, Ófríska-gyðjan fékk verðlaun fyrir skemmtilegustu reynslusöguna og hún fær skvo STÓRAN plús hjá mér að hafa þorað að segja hana fyrir framan alla þessar kjellur :) hehe..... Svo var mæðgna tískusýning (Gunna og CO ;) ..) og var Karitas að sýna sína hæfileika sem módel, stóð sig bara mjög vel stelpan! :)


Síðan var Magga Lilja með kynningu frá Sólbaðstofunni um pleasure creme (minnir mig að það heitir) og sagði okkur reynslu sögur, sem hún hefði tekið af netinu reyndar ;) hehe... Fengum allar bækling þó sumar vildu ólmar fá prufu með sér heim, get bara rétt ímyndað mér til hvers.....hmmm......! :-D HAHA
Svo sýndi hún okkur svona skemmtilegt dót, held að flest allir viti til hvers það er notað. Virtust reyndar sumir þarna hafa meiri reynslu en aðrir, nefnum engin nöfn ;) HAHA

Síðan má ekki gleymi því að hún Guðný var í breyttu útliti og ég þekkti hana ekki strax! :-o Ekkert smá flott og mikil breyting á henni :-D

Annars var þetta bara virkilega skemmtilegt kvöld og voru konurnar svo hressar að hálfa er hellingur :) Eeen svo þegar kúttmaga-kallarnir komu var kjallarinn gjörsamlega pakkaður. Hef bara aldrei verið þarna þegar það var svona miki af fólki... En við stöllur stöldruðum aðeins við og skelltum okkur svo bara á rúntinn. Vorum ekki alveg að fíla okkur þarna ;) Og svo eins og vanalega þá var maður komin heim um tvö leitið, er greinilega enginn djammari í mér :op hehe

Síðan, eins og ég nefndi áðan, vaknaði telpan klukkan níu og var það náttlega ekki alveg að gera sig. Þannig að það var bara sett girly mynd í tækið og kúrt undir sæng, þar til Guðbjörg hin myndarlega;) stakk upp á því að fara að fá sér að borða á Shell, tókum við hana Gunnu fatlaða/gamla-fólið;) Dóru með okkur og Berta skvísa kom líka :)
Síðan rúntuðum við og spjölluðum eins og okkur einum er lagið ;)

Ætla ekkert að hafa þetta lengra, set maske fleiri myndir á inn á myndasíðuna innan tíðar, eftir ritskoðun ;) hehe
Ætla núna að leggjast undir teppið og njóta þess sem eftir er af konudeginum.
Maður verður bara gera hann notalegan sjálf, það er enginn til að stjana við mann;) hehe

--{-@ *Kossar & Knús* @-}--

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Tugur númer tvö ;)




Skvísdíz sætabeib á afmæli í dag :D Stelpan er orðin hvorki meira né minna en tvítug ...
Til hamingju með daginn krútta, hafðu það sem allra best og skemmtu þér vel á laugardaginn darling ;)
kiss og knús frá gydjunum þínum :*

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Silvía Nótt :)




Það eru örugglega flestir búnir að sjá mynd af karli föður mínum í hluverki Silvíu Nótt ... en ég fæ aldrei nóg af því að sjá karlinn í þessu júníformi ;) haha ...

Segið svo að ég sé ekki vel ættuð ;)
Pabbi rokkar !!

-guðbjörg-

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Náttbuxnarsamvaxningur að ganga....??

Tja ég skal nú segja ykkur það..... ég hef bara ekkert að segja!
Fannst bara tímabært að blogga, verður maður ekki gera þetta að minnsta kosti vikufresti!?! Neih, maður spyr sig! :)
Ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að síðan leggist niður í bráð, Guðbjörg sér alveg um að halda henni uppfærði. Enda stúlkan svo helv... dugleg :) hehe

Foreldrar mínur fóru suður á laugardaginn, þau eru að fara til Kanarí á morgun (the lucky bastards ;) ...). Amma og Afi eru líka að fara, og svo Jón og Solla... Síðan fara hin amma mín og afi (frá rvk) á þriðjudaginn næsta. Það eru einfaldlega allir að fara til Kanarí. Ég myndi allavega ekki slá hendinni á móti því, ef mér yrði boðið það er að segja ;) hehe

Jáh, Einar bróðir kom vestur á laugardaginn. (Fæ sem sagt ekkert að vera bara alein heima með Heklu) Hann segist ætla að passa mig, veit ekki alveg fyrir hverju =) hehe.... En það er nú voðalega gott að fá kauða heim.

Er samt að velta því fyrir mér hvort svona náttbuxnarsamvaxningar séu að ganga. Las það nebblega á blogginu hennar Ingu að náttbuxurnar hennar límdust bara við hana yfir mest alla helgina! Einar er nebblega búin að vera í sínum "sluggs"/nátt- buxum nánast ALLA helgina!?! Held að hann hafi einu sinni farið í gallabuxur og það var á sunnudaginn þegar hann skrapp til Hödda bró.... :) hehe

Jáh svo tók ég eftir því að ég hef barasta ekkert sagt frá því að stelpan sé að fara til Mallorca í ágúst!! Pælum aðeins í því :-D hehe.... Förum út 10.ágúst!!!
Ég er að fara með fríðuföruneyti; Gunnu Dóru og Ingu Láru :) Hlakka ekkert smá til :-D vííí
Inga er búin að skipa mig sem einhvern skemmtanastjóra, held að það verður nú lítið mál. Alltaf gaman þegar við erum saman :) hehe... Við verðum á ströndinni Alcudia og á hóteli sem heitir Pariso de Alcudia Þetta er s.s Hótelið okkar ---->



Tja, hverju fleiri get ég svo "logið" að ykkur;) hehe...

Jáh, Ég var að vonast til að fara suður um helgina og aðalega í þeim tilgangi að hitta kærastan minn :* , en það fara alltaf minnkandi líkur á því......ekki gott!! :o/

Ætla ekkert að hafa þetta lengra í bili..... Ætla koma mér úr skólanum :) hehe
- Veran out -

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Loforð er loforð ...

Ég var víst búin að lofa því að setja inn myndir síðan ég fór í sónarinn og eina af bumbunni. Ég sé mjög takmarkað útúr þeim myndum sem ég fékk úr sónarnum, ég reyni að skýra þær eins vel út og ég get, svo þið kjánarnir getið sagt sjá eitthvað útúr þessu ;)




Þetta kemur nú eitthvað asnalega hérna hjá mér ... en allavega!! Núh ... Það sem gula örin bendir á, á að vera munnurinn .... það sem bláa örin bendir á, á að vera nefið ... og svo síðan en ekki síst þá er grænn hringur fyrir ofan bláu örina og það er sum sé augað. Þessi mynd er á hlið.
Þetta er allt svo óskiljanlegar myndir að ég set ekkert aðra hér inn .... eða hvað jú, ein án skýringa ;)


Þessi mynd hér til hægri á að sína hrygginn á barninu ... þið eigið alveg að geta séð hann út! hvít lína, ofarlega á myndinni og hann er einhvernveginn boginn ... þar sem hann endar, er höfuðið (hægramegin á enda myndarinna, fyrir miðju). Ég verð að viðurkenna það að ég þurfti að skoða þessar myndir alveg heilan helling til þess að ég sæi það almennilega út sem ég átti að sjá.

Þegar ég sýndi Önnu Margréti systur þessar myndir þá fékk ég aðeins skárra komment en þegar ég sýndi henni fyrstu myndirnar sem ég fékk (á sama tíma var eg að segja henni "að ég væri með barn í maganum". Þá sagði krakkinn ... En guðbjörg, þetta er alveg eins og HULK. WTF?! þessi systir mín.

Nú og svona í endan þá kemur ein bumbumynd sem tekin var í gær af mér sjálfri, þannig þið verðið að afsaka ef hún er ekki nógu góð fyrir ykkur ;)

En mikið ofboðslega er þetta orðið stórt!!! hlakka til að losna við þetta út úr mér ;) Hlakka frekar mikið til að sjá framan í litla krílið sem kemur bráðum í heiminn :D ví ví ...
einnig hlakka ég alveg gvöðdómlega til að fara að fá að hreyfa mig almennilega, taka á því í ræktinni :)


Næstu myndir sem þið sjáið af litla krílinu, verður það örugglega krumpað, rautt og grenjandi ... ný komið í heiminn :) fljótlega fljótlega .... vonandi, vonandi... enn þrjár vikur plús, mínus 2 vikur eða eikkað álíka too go ;)

Ég er hætt þessu barnablaðri ... hafið það sem best
-guðbjörg-

laugardagur, febrúar 11, 2006

Omega 3 og pæling ...

Ég heyrði það í "Ísland í bítið" og í fréttum í síðustu viku að það væru nýjar rannsóknir (erlendar að sjálfsögðu!!) sem sýndu það og almost sönnuðu að omega 3 fitusýrur (ef það höfðu ekki líka verið omega 9 fitusýrur) sem voru mjög nauðsynlegar fyrir ófrískar konur. Þessar fitusýrur eru, samkvæmt rannsóknum, mjög mikilvægar fyrir fóstur/börn í móðurkviði. Rannsóknirnar sýndu að börn sem ekki hefðu fengið nóg af þessum omega fitusýrum í móðurkviði eignuðust ekki eins marga vini, væru ekki eins félagslind né með einhverja svaðalega greindarvísitölu en börn sem höfðu fengið nóg af þessum sýrum væru alveg tipp topp krakkar. Þessar fitusýrur má m.a. finna í fiski. Ég viðurkenni það að mér líkar ekkert rosalega mikið við fisk, því miður, mér finnst hann lítið góður, eiginlega ekkert góður ... en ég samt sem áður læt mig hafa það að eta hann þegar hann er á borðum. Ég fór, í kjölfar þessara rannsókna, að pæla hvort krakkinn minn yrði þá bara heimskur, eignaðist enga vini og yrði bara innipúki, sá það nú ekki fyrir mér sem eitthvað gott! En ég sá ljósið einn morguninn þegar ég var að borða morgunmatinn og skella ofan í mig lýsi. Í lýsi eru omega 3 fitusýrur. Þannig krakkinn minn, samkvæmt þessum rannsóknum, ætti að verða félagslindur, greindur og vinamargur... eins og mamma sín ;) haha

Ég fór að pæla í einu um daginn, ég hef verið að lesa á einhverjum heimasíðum að þegar krakkar sem hafa flutt í burtu úr Víkinni og bara af Vestfjörðum eitthvert suður eða eitthvert ... þá finnst þeim alveg ömurlegt að koma hingað aftur !! "Hér er svo ömurlegt, enginn nýr flytur hingað, alltaf sama fólkið sem er leiðinlegt eða hefur staðnað í þroska, ekkert að gera, ekkert nema leiðindi" og ég veit ekki hvað og hvað!! Ég verð að segja að ef fólki finnst leiðinlegt hérna og ekkert að gera þá er það ekki sjálfum sér nægt! Það finnur sér alltaf eitthvað að gera í RVK til dæmis ... reyndar þá er ekki sama úrvalið hér og þar, viðurkenni það, fúslega ;) en það er nóg að gera hérna, allavega ef maður er nógu skemmtilegur þá er ekkert mál að finna sér eitthvað að gera.
Ég fór þá líka einnig að pæla, ætli það sé þá þannig að krakkar sem flytja héðan líta þá á okkur hin, hetjurnar sem búum hérna ennþá, sem einhverja aumingja eða eitthvað að fara ekki ?! mér er svo sem sama hvað fólki finnst um mig, hef alltaf verið sama ... en þetta er pæling.
Krakkar sem hafið flutt a brott, hvað finnst ykkur ?
Mér líður fínt hérna í Víkinni og ég held að ég fari ekkert héðan næsta árið allavega, þó svo að það komi stundum smá fiðringur í mann að skella öllu uppí kæruleysi og fara ... en hér er best að vera ;)

je minn ... einn og hálfur í Hafþór "Silvíu Nótt" hann var að máta búninginn sem ég hef verið að reyna að finna til á hann áðan, shejtturinn hvað ég hló!!! Ég er búin að fá það í gegn að fá að hafa upptökuvélina með,því þetta atriði verður örugglega ódaulegt. svei mér þá, ég reyni að taka mynd af kalli og sýni ykkur, en hey, í hverju á ég að fara ?!!

-guðbjörg-

föstudagur, febrúar 10, 2006

Bara fyrir þig ... Guðríður Bing ;)

Já ... það er aldeilis, ég blogga þegar beðið er um blogg. Þannig er það nú bara, maður þarf nú að fullnægja óskum aðdáenda, right ?! ;) hehe ....

Það er fullt um að ske á helginni, sem er fínt fyrir mig, þar sem dagarnir hjá mér eru oftast frekar litlausir ;)
en í kvöld er kjallarakeppni á el Kjallaroz, sú skemmtun mun ekki klikka og reikna ég fastlega með því að láta sjá mig þar! Nemar MÍ eru svo að fara að halda árshátíð, ekki amarlegt það. nú svo eru hestamenn bolungarvíkur (meðlimir Gnýs) að fara að blóta þorrann. Allt að ske.
Ég mun skella mér í bumbusparidress á morgun og fara á þorrablót Grunnvíkinga, ég er ekki ómerkilegri manneskja en það að vera Grunnvíkingur!! Ég hlakka til að fara á þá skemmtun þar sem karl faðir minn er í skemmtinefnd og ég trúi svo á karl föður minn að ég trúi ekki nema öðru en að það verði alveg toutelle skemmtun. Sérstaklega þar sem hann er mikið búinn að vera að stútera lagið með Silvíu Nótt !?!?!
Svo fer nú að koma að Sólrisuhátíðinni hjá MÍ. Vá... ég sakna þess stundum að vera ekki enn í skólanum, ég man hvað þessi tími í fyrra var geba skemmtilegur, nóg að gera, stress og sjáanlegur árangur eftir mikla og erfiða vinnu! Ekki skemmdi að allur peningavandi sem áður var þekktur sást ekki !! elska það.
Ég er kominn með millilið í það verkefni að redda mér miða á frumsýningu leikritsins þann 24.febrúar, viku áður enn ég er sett, ég vona að það verði ekki ég sem taki að mér frumsýningarhrekkinn og missi vatnið eða eikkað álíka í miðri sýningu ;) ahaha .... svo er það söngkeppni (N)MÍ, ég hef heyrt að það verði eitthvað svipað atriði í boði eins og Sigurbjörg "ruslana" gerði svo eftirminnilegt í fyrra með hjálp úrvals dansara ;)
sjhetturinn ... þetta er alveg megneð!!

Ég væri samt mikið til í að skella mér suður á sýningu Versló, "Á tjá og tundri", skemmtilegt myndbandið , sem þau hafa gert!! Do litle dance, make litle love, get down tonight ... !!!
Ég er búin að taka eftir því að það eru margir í kringum mig að fara eitthvað, til útlanda (lang lang lang flestir), Reykjavíkur og eitthvað spennandi ... Ég er með það á planinu að fara á fæðingadeildina innan fimm vikna ;) hell yeah... mest spennandi það !! :D

Aji ég er búin að rita nóg af vitleysu... ég er farin að gera eitthvað ... eitthvað uppbyggjandi ;)

-guðbjörg-

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Allt að gerast .... !!

Ég ætla að byrja þetta blogg á því að senda ömmu minni Guggu afmæliskveðju. Kerlan er á besta aldri og er alveg glimrandi, alltaf í urrandi stuði hún amma :) Til hamingju með daginn elsku amma mín og nafna :*

Það er lítið að frétta af þessum bænum get ég sagt ykkur lesendur góðir !!
Ég fór í svokallaða ómskoðun (sónar sl.fimmtudag) og mér til halds og traust var hann Gunnar minn. Í skoðuninni komumst við, verðandi foreldrar, að því að þetta er og verður stærðarinnar krakki (sem kemur reyndar ekkert á óvart ef miðað er við stærð foreldra barnsins!), ef marka má mælingar kerlingarinnar sem skoðaði "okkur" barnið. Hún reiknaði það út að það væri orðið 2850 grömm að þyngd (meðalstórbörn eru að fæðast í kringum 3000 gr. að þyngd, eða eikkað álika) þannig að það er kannski orðið eitthvað um 12merkur (ein mörk er rúmlega 250gr.). Núna síðustu vikurnar þá mun það þyngjast/stækka um 250grömm ... per week !!! Þannig ég er kannski að fara að koma 14-16 marka barni út um mitt heilaga. Ég er samt ekkert að botna í þessu gramma og marka tali, þannig ég hætti því núna, þetta var bara svona smá innslag fyrir frænkurnar sem eru útum allt land að lesa ;)
Svo eitt, barnið er farið að skorða sig, sem þýðir að það er farið að koma sér fyrir í grindinni (sum sé komið í þá stellingu sem það á að fæðast í) en það getur víst breyst og það segir ekkert til um hvenar það er væntanlegt í heiminn þó svo að það sé "lausskorðað" eins og ljósmóðirin sagði.
En shjetturinn titturinn mellan og hó*** það er ekkert smá hva kerlingarnar gera þegar þær eru að skoða mann, eða barnið eða what ever !! sem sagt í síðustu skoðun þá lagðist ég á bekkinn (þetta var fyrsti tíminn minn hjá ljósmóður á ísafirði, ég hef alltaf farið hér í Víkinni til hennar Ilmar) allavega ég lá á bekknum, leghálsinn var mældur(þið munið hvernig það var gert right?!), káfað á bumbunni og svona eitt og annað. Svo eftir smá tíma sagði ljósna :"núna athuga ég hverstu mikið barnið er búið að skorða sig, mörgum konum finnst þetta svoldið vont, þú segir bara til". Ég bara já já ... ekkert mál. Nú, konan sum sé (þetta verður kannski ekkert svakalega skemmtileg lýsing) fór með hendurnar, eða fingurnar þar sem nærbuxurnar eru, eða með öðrum orðum, svo ég skafi ekkert utan af hlutunum, þar sem skaphárin eru (kjánahrollur!!) og byrjar þar að ýta og pota, sem sagt grindin, eða staðurinn sem höfuðið á barninu er, er staðsett þar. Ekki meiddi ég mig neitt, en gvuð hvað mér fannst þetta alveg svaðalega óþæginlegt, ég fékk hvern kjánahrollinn á fætur öðrum þarna!!! Einu hugsanirnar sem komust að í höfðinu á mér voru ... ég fór í sturtu í gærkvöldi, ég skipti um nærföt í morgun, ég er í hreinum fötum, ég eða vinkona mín þarna niðri er fín (sum sé snyrt) og ég veit ekki hvað og hvað!!! En svo var þetta nú bara buið en pælingarnar hjá mér ekki afstaðnar!!!
Ég fór að pæla ... þegar ég er búin að eiga hvort ég megi vera í mínum eigin nærbuxum og nærfötum þegar ég ligg inni á spítalanum... eða þarf ég að fara í þessar klassísku "eign þvottahúsanna" nærbuxur sem eru á spítölum?! Ég man eftir því þegar ég fór í aðgerðina í sumar þá þurfti ég að afklæðast og fara í allt svona "eign þvottahúsanna" föt, og mér fannst það agalegt! Sérstaklega þegar það kom að því að fara í nærbuxur sem voru sko 10 númerum of stórar og þegar ég horfði á þær þá fór ég að pæla, hversu margir ætli hafi farið og verið í þessum naríum?! Ég gat ekki hugsað mér að fara í þær, en þegar ein kerlingin kom og rak mig í þær, þrátt fyrir bænir mínar um að fá að vera í mínum eigin naríum sem ég hafði farið í fyrir sirka klukkutíma, ég ný búin að fara í sturtu og ég veit ekki hvað og hvað varð ég að gjöra svo vel að klæðast þessum margnotuðu alltof stóru naríum, agalegt!! Þannig þá komist þið að enn einu persónulegu um mig... ég er með nærfata og heilagasvæðisfóbíu ... !!!

Nauh ... þetta er orðið alltof langt blogg ... svei mér þá, þið nennið ekkert að lesa þetta. Ég skelli inn myndum af bumbubúanum síðan í ómskoðuninni, sem eru heldur ... svartar... þegar ég get og einni af bumbunni sjálfri og mömmunni, das flóðhest ;)

Fleira var það ekki
-guðbjörg-

Kynning

Alveg er það magnað ... fólk klukkar mann í einhverjum svona leikjum til þess að kynnast manni betur ... merkilegt, ég hef ekkert annað betra en að leyfa ykkur að kynnast mér, aðeins meira :

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Knattspyrnuþjálfari
Rækjuvinnslulady
Fiskvinnslulady
Afgreiðslulady á Shell og Tröð

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur: (bara fjórar ?!)
Love and basketball
La bamba
Never been kissed
Waterboy

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Bolungarvík
Ísafjörður

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Nip Tuck
Friends
How I meet your mother
Desperet housewifes

Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsókt í fríum:
Benedorm
Kóngsins Köben
Malorka
Holland

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
mbl.is
bb.is
ljosmodir.is
vikari.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
vínber
jarðaber
Svínakjöt
hakkrétturinn hennar mömmu

Fjórar bækur sem ég glugga í (stundum/oft):
Upphafið
orðabók
draumráðningabók
Bókin með svörin

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
Floraweg 88, 2371 an Roelofarendsveen Holland
Skálavík
Ingjaldssandur
sólinni

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Helgu Björg mína ástkæru systur ... sem og Helgu Guðrúnu og eitthvað af þessum 123.is stelpum ;)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Áskorun frá Gullu ;)

4 störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Bæjarvinnan
Sparkaup
Sjúkraskýlinu í Bolungarvík
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Dirty Dancing......Dýrka þessa mynd út í gegn :-D
10 Things I Hate About You
La bamba (klassísk síðan í gamla daga, ooooh manstu Guðbjörg? =) ....)
Chasing Liberty (var að uppgvöta hana um daginn og búin að horfa á hana nokkrum sinnum ;) ..)
Notebook
Gæti talið upp nokkrar fleiri girlý-myndir ;) hehe

4 staðir sem ég hef búið á:
Ég hef bara búið á tveimur stöðum; í maganum á mömmu;) og svo Traðarlandi 8, Bolungarvík :) hehe... (meira að segja í sama herberginu í rúm 20.ár......jájá....pínu sad I know ;) hehe...)

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
FRIENDS...! 1,2,3,4,5..... ;)
Greys anatomy.
O.C
House.
Gæti talið fuuuullt meira!!......eins og sumir segja oft að þá er sjónvarpið “besti vinur minn” ;) :*

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kóngsins Köben
Benidorm
London
Egilsstaðir ;) HAHAHA

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
bb.is
Vikari.is
Mbl.is
Leikjanet.is

4 bækur sem ég les oft..... í:
Það ku vera skólabækur....eða skvo það ætti í rauninni að vera þannig þó svo að það sé á skornum skammti;) hehe

4 staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Hjá kærastanum mínum :*

4 stelpur sem ég skora á að gera þetta eru:
Þórdís frænka, þegar og EF hún hefur tíma það er að segja =)
Berta Hrönn, fer stúlkan kannski að taka sig á í blogginu;)
Ásta Björg, til að veita Bertu smá samkeppni ;) hehe
Og kannski barasta Fanný ef hún sér þetta :) hehe

4 strákar sem ég skora á að gera þetta eru:
Að sjálfsögðu Ásgeir af því að ég veit að honum finnst allt svona svoooo skemmtilegt..! ;) HAHAHA
Sá að Atli Freyr var ekki búin að gera svona á sinni síðu ;)
Dettur ekki fleiri strákar í hug......

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Skemmtileg helgi að baki......

.......að mestu leiti allavega!

Er aðalega að blogga af því að Jói og Gunna Dóra voru að bögga;) mig um að það bloggaði enginn á þessari síðu. Ekki okkur að kenna að við séum svona busy ;) HAHAHA

Annars hefur dagurinn í dag farið í algjört rugl og kúrirí hjá Gunnu Dóru ;) hehe

Í gær fór ég í mitt fyrsta leiklistapartý :-D Það var rosalega gaman og mikið drukkið :) Sumir voru líka meira ölvaðari en aðrir, nefnum engin nöfn ;) ehemm....
Við pöntuðum pizzu frá Fernandos (kann ekkert að skrifa þetta...) og það munaði litlu að við hefðum misst af Sylvíu Nótt í söngkeppninni vegna klaufaskaps or some........ En það var skvo góður stemmari þegar telpan steig á stokk og söng sitt magnaða lag, meira segja klöppuðu margir þegar hún var búin :) Mér fannst þetta bara virkilega gott atriði =) Og verð illa svikin ef hún fær ekki að taka þátt í aðalkeppninni......
Síðan var bara haldið áfram að drekka og spjalla. Fórum reyndar í fyndinn leik sem Valdís og Edda Katrín sáu um :)
Ég tók nokkrar myndir og sumar betri en aðrar ;) hehe.... Er búin að setja þær á myndasíðuna mína fyrir þá sem hafa áhuga ;)
Svo var singstar í boði fyrir þá sem vildu láta reyna á hæfileika sína, ég lét bara reyna á mína drykkjuhæfileika. Þeir eru víst á skornum skammti ;) hehe
Svo var bara djammað fram á nóttu, til svona tvö(?) man það ekki alveg :op.... Síðan var planið að fara niðrí bæ á Langa Manga een við enduðum reyndar í smá torfærum sem gerði þetta allt saman náttlega miklu skemmtilegra :) hehe.... Svo loksins þegar við komumst niðrí bæ þá var ég eiginlega barasta dottin úr öllu stuði og bað bara elsku bestustubestu frænku mína (Gunnu Dóru) að koma og ná í mig, sem hún gerði þessi elska! Ljáði mér eyrað sitt meira að segja! :* :* Jói Cowboy og Helga sykurpúði (sem elskar allt og alla í glasi ;) hehe..) komu einnig með okkur....
Ég endaði svo náttlega, eins og vanalega, að fara í göngutúr þegar ég kom heim. Láta renna svoldið af sér fyrir háttinn ;)
Í heildina var þetta bara VIRKILEGA skemmtilegt djamm og langar mig bara að þakka öllum þeim sem stóðu að því vel fyrir! :-D hehe

Hef þetta ekki lengra núna, hver veit nema ég bloggi í skólanum á morgun!
Að sjálfsögðu þá í eyðunni minni ;) hehe
- Veran out -

föstudagur, febrúar 03, 2006

Til hamingju Ísland...

........ég bloggaði....! ;) HAHAHAHAHAHAHAHA



.......þessi manneskja má eiga það að hún er snilli :) Mér persónulega finnst þetta virkilega gott lag og bara fyndinn texti :) :) Verð samt að viðurkenna það að ég sé þetta ekki alveg fyrir mér í Eurovision-keppninni sjálfri ( mat mitt endurspeglar ekki mat þjóðarinnar ;) hehe ) eeen ég ætla samt ekkert að dæma það núna, sjáum til hvernig stúlkan stendur sig á morgun ;)

Svo er bara nóg að gera, næturvakt í nótt. Ætla að reyna að vera uber dugleg í nótt og LÆRA :-D Ætla reyna að klára verkefni í uppeldisfræði og klára skilaverkefnið (sem á að skila 10.feb) ;) og svo er það náttlega franskan, elsku besta franskan :op hehe.... Síðan tekur maður að sjálfsögðu Laxnes með sér, má ekki gleyma honum :) Svo reikna ég nú með því að ég verði að vinna eitthvað svona inn á milli lærdóms ;) neei segi svona......hehe :op

Haldiði ekki að stelpan hafi verið að auka við sig vinnuna, komin í 50% var í 20% :) Maður verður náttlega að fá smá salt í grautinn so to speak ;) hehe.... Held að ég ætti alveg að geta látið þetta ganga, er með svo mikið, allavega alveg nóg, af eyðum að ég ætti alveg getað lært þá og let's face it ég læri nú ekkert extra mikið heima hvort sem er ;) hehe (núna rasskellir mamma mig þegar hún les þetta ;) HAHAHA)....

Svo erum við í búningadeildinni;) farnar af stað að leita að búningum fyrir leikritið. Fórum og kíktum á æfingu í gær. Vá þettu verður brilliant leikrit og ætla ég bara að byrja á því nú þegar að hvetja alla sem vetling geta valdið að mæta þegar þar að kemur ;) og hana nú! =)

Hef þetta ekki lengra í bili, ætla fara að leggja mig fyrir nattenvakten ;)
Enda var þetta aðaleg gert vegna pressu og böggi frá Frk.Reykjavík ;)

- Veran out -

E.s svo langar mig að koma þeim gleðifréttum á framfæri að Menntaskólinn á Ísafirði er kominn með þráðlaust internet! Jáh, krakkar mínir shit happens!!!! :-D hehe

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Meira af EM 2006 :)



EM í handbolta heldur áfram ....shjeturinn hvað þetta er allt saman skemmtilegt og spennandi þegar okkar mönnum gengur vel og er farið að geta eitthvað meira en þeir gátu ;) Ég held að ég sé ekki að segja neina gloríu þegar ég segist telja þetta landslið eitt af þeim bestu sem viðhöfum telft fram!! svei mér þá.

Alveg er ég bara sár eða svona ohhhh yfir þeim fréttum að félagi Alexander Petersson sé úr leik af EM eftir að hann kjálkabrotnaði í leiknum í gær á móti Rússum! Pælið samt í ákveðninni og styrknum að kjálkabrotna á 22mín. fyrrihálfleiks og klára leikinn ... og standa sig eins og hetja. össs .... svo við getum grátið það aðeins meira hversu góðan leikmann við erum að missa heim þá er Peterson einn af þeim leikmönum (reyndar þá eru þeir bara tveir ef ég man rétt) sem hefur hvað oftast náð boltanum af andstæðingum sínum, hann hefur stolið boltanum 9 sinnum (vona að ég fari með rétta tölfræði hérna). En hvað um það, maður kemur í mannsstað. Vá ... ef Ísland myndi nú ná að taka Króatana ?!!?! ljúft ? ja há !!!

Ég vil benda á EM blogg Birkis Ívars landsliðsmarkvarðar .... og lesa þar sérstaklega eina færslu sem Ólafur Stefánsson skrifaði ...mér finnst hún snilld!! engar smá pælingar!

öö.... eitthvað fleira sem ég vil tjá mig um, já ... það eru ansi margir búnir að spyrja mig hvort krakkinn, barnið, sum sé barnið mitt .. eða hvort ég muni halda uppi svona barnalands heimasíðu fyrir það þá er svarið játandi. Samt sem áður þá verður hún ekki búin til eða auglýst fyrr en barnið er komið 100% heim :) þannig er það nú bara :)

-guðbjörg- ÍSLAND ÍSLAND ÍSLAND ÍSLAND