miðvikudagur, júlí 23, 2008

Sumarfrí

Ef enginn hefur áttað sig á því þá er ég í sumarfríi. Ég nenni ómögulega að skrifa inná bloggið, ég nenni ómögulega að skoða önnur blogg, ég rétt hef mig í það að kveikja á msn til þess að vera í sambandi við annað fólk á meðan ég geri eitthvað annað, ekki fyrir framan tölvuna. Það koma dagar þar sem ég kem ekki nálagt tölvunni, fæ grænar bólur á rassgatið þegar ég hugsa orðið "talva". Ég er með tölvuleiða á hæsta stigi!
Ég verð nóg við tölvuna í vetur í sambandi við skólann og vinnuna, ég verð minna í vinnunni en meira í skólanum, þess vegna mun ég alveg örugglega blogga eitthvað misskemmtilegt.

En eitt ... ég er að fara að Reykjum í Hrútafirði í ágúst, ég fór síðast þanngað árið 1997 sem nemandi en núna árið 2008 mun ég fara sem kennari. Segið síðan að tímarnir breytist ekkert!!!