fimmtudagur, ágúst 31, 2006

-blank-

Ég er að fara suður á helginni, gleði, gleði. Ég mun hitta hana kerlingu móður mína og fullt, fullt af ættingjum þar sem ferðin er aðallega farin til þess að mæta í skírn.
Það er margt um að ske og búið að ske hjá mér, I am so happy að hálfa af því væri nóg, eða nei ... ég hef gott af því að vera mikið happy :) Ég veit ekki hver þremillinn er að mér, það er bara eins og þúsund milljón trilljón fiðrildi eru ofvirk í maganum á mér, í hjartanu mínu, sálinni og huganum! ég veit ekki hvort það sé eitthvað eitt sem veldur því en ég hef sterkan grun um að það er fullt af litlum og stórum hlutum í lífi mínu sem leggjast á eitt og láta mér líða svona.

* Ég er að fara að hitta STORAN hluta af fjölskyldu minni á helginni.
* Ég er orðin háskólamær ... and I like it, like it a lot. Ég er mjög spennt fyrir vetrinum.
* Ég er í þeim hugleiðingum að fá mér bíl, gellan ég mar. :)
* Stelpan mín, hún Margrét, er yndislegust og ég get bara ekki fengið nóg af henni. Komið í heimsókn og hittið hana þá vitið þið hvað ég er að tala um ;)
* Ég gerist guðmóðir á sunnudaginn, ég veit ekki hvernig fólk sem er guðforeldri tekur því en mér finnst það risastórt mál!
* Ég er að fara að taka á á 6vikna námskeiði sem hann Árni er að fara að halda hérna í víkinni. Ég losaði mig við 6 kíló á sex vikum þegar ég var hjá mömmu, takmark mitt er að losna við önnur 6kíló á þessum sex vikum sem ég verð hjá Árna.
* Það er alltaf gaman og gott þegar vináttan á milli manna styrkist og blómstrar ... einnig þegar það er annað og meira en vinátta :)
* Ég er alltaf að komast meira og meira að því hvað ég á fullt af frábæru fólki í kringum mig! Vá hvað það er notaleg tilfinning.
* Allt gengur upp hjá öllum í kringum mig, allavega svo ég best veit.

Þetta er orðin alltof mikil "Ég um mig frá mér til mín" færsla ... ég hef verið með fullt af vangaveltum um þetta og hitt ú hausnum síðustu daga, en ekki nennt að setjast við tölvuna

Ég og Vera fórum í göngutúr í dag ... við gengum að shell stöðinni hér í bæ og sáum busa vera að skúbba bíla. BTW þá er Andri litli bróðir hans Óttars kominn í menntó! össs ... tíminn FLÝGUR áfram. Allavega þá fékk ég bara flash back, shit hvað það var nice og klikkað SKEMMTILEGT að vera í menntaskóla og shit hvað ég sakna hans upp að vissu marki. Ætli ég sakni ekki bara allra krakkanna, ég sakna þess stundum að vera ekki inná NMÍ skriftsofunni með Sæla, Ásgeiri Valdísi og Kristínu og hlæja og hafa það gaman í bland við það að plana eitt og annað. Sjáið myndina sem Valdís setti með færslunni sinni á síðunni hjá ísunum .
aji ... maður er að eldast, það er bara þannig. Sem betur fer er ég það heppin að góðir og skemmtilegir hlutir byrja og enda til skiptist hjá mér ... það tekur alltaf skemmtilegt á móti skemmtilegu hjá mér ... allavega svona oftast. en jamm og jæja ... ég veit ekki hvað ég er að bulla!!

En krakkar, ég elska ykkur og btw ... þó það sé langt þanngað til, þá stefni ég á það að halda svakalega afmælisveislu um jólin :) allir að mæta ...

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Eitt fyrir þig ;)

Tími til kominn að skella einu blogg inn ;)


Það sem er helst að frétt er að ég er komin heim og þið munið aldrei trúa því hvað það er gott, æðislegt, frábært og barasta öllu góðu lýsingarorðin sem eru til, að vera komin í paradísina :-D

Síðan er skólinn kominn á fullt, sem er bara gott. Maður krosslegur alla fingur um að þetta verði síðasta önnin =) Komst inn í fjarnám hjá VMA, ætla að taka Frönsku 403. Svo I need all the luck in the world to pass ;) hehe

Svo loksins þegar maður kemur heim stinga flest allir mann af; Mamma og pabbi fóru suður á mánudaginn og fóru út í dag til Benidorm í 1/2 mánuð á Harley meira að segja (oh the good times!! ) ;) Svo fóru Berta og Guðbjörg í sveitna á síðustu helgi, síðan eru þær báðar að sting af úr bænum þessa helgi. Gunna Dóra líka.... Styttist í það að ég taki þessu persónulega ;)

Mallorca ferðin var ÆÐISLEG út í gegn! Hótelið var svooo flott! Vá ég er bara ekki að ná því :op hehe... Svo var staffið líka svo skemmtileg og gott =) Fer sko pott þétt þangað aftur ;)
En annars gerði maður ekkert "mikið" þarna, Reyndi náttlega að worka tanið, það fór eins og það fór ;) ehe.. En á áorkaði það reyndar að lesa 3 bækur á þessum 14.dögum sem mér finnst nokkuð gott :) Síðan var bara borðað og drukkið - þó ótrúlegt en satt voru óáfengir drykkir meira fyrir valinu en hinir :) Svo náttlega eytt peningum.....yes my friend :)
Nenni nú ekkert að lýsa þessari ferð út í gegm, verðið bara að koma með næst ;)
Aftur á móti hef ég eina sögu sem ég skal deila með ykkur;
Fyrir þá sem ekki vita þá voru Gunna Dóra og Einar bróðir með mér enda skemmtilegt fólk ;)
Svo erum við búin að vera þarna í meira en viku. Einar, sem er svo vel alinn upp, fór alltaf upp í skálann (þar sem maður gat fengið sér að borða, drykki = snakk-sundlaugarbarinn) til að reykja. Þjónarnir í skálanum voru þeir sömu sem þjónuðu á barnum á Hótelinu á kvöldin. Einn þjónanna var sum sé Breti. Einn daginn láum við í sólbaði, eins og við gerðum flest alla daga. Þá ákveður Einar að fara upp í skálann að reykja. Svo kemur drengurinn til baka með þetta svaka sólheimaglott. Svo segir hann "stelpur þið trúið því aldrei hvað bretinn spurði mig" Við, forvitnu, frænkurnar viljum náttlega vita hvað. Svo segir hann við okkur "sko, ég sat þarna að reykja og þá kom bretinn og spyr; Where are your girlfriends?" "my girlfriends? They are not my girlfriends. One is my sister and the other one is my cousin" Þarna renna tvær grímur á okkur stöllur ;) og hann heldur áfram "þá sagði Bretinn "oh we thougt they where your girlfriends and you where a rich-man" Ég veit ekki hvert við ætluðum af hlátri, svo fór ég að hugsa. Hvað skildu margir halda þetta! :op

Jæja hef þetta ekki lengra, enda komin ágætis færsla í dag. Lofa blogga aftur fljótlega, segi ekki hvenar, en fljótlega ;)

E.s það eru komnar þær fáu myndir sem ég tók á Mallorca í Photos a La Vera :)

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

m y n d i r

Smá mont myndir frá heginni :)

Okkar eigin brenna á menninganótt :)

Bláber með rjóma og dassi af sykri, nammi namm

Litla skutlan mín fékk að fara á bak með afa sínum :)



Berta og Hjörtur ... krúttleg að prófa nýja aðferð ;)



Gunnar að kenna mér á svona tryllitæki :)

Hann hefði kannski betur átt að sleppa því, Sprunkt og getur ekki gangt :D

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Alveg er þetta magnað


Helgin var mögnuð, fullt af skemmtilegm hlutum sem gerðust og skemmtilegum hlutum sem voru sagðir. Sálin klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, alveg elska ég Sálina :) Ég þakka Bertu, Orra og Rúnari Geir kærlega fyrir dansinn, þannig var að ég og Berta dönsuðum allt ballið frá kl. 00:30 þar til ballið var búið ... nema í pásunni, en Orri og Rúnar Geir komu seint og um síðir, en stóðu sig vel ;) Á laugardeginum þá leið mér eins og ég væri þunn, ojj bara!! Ég held að það hafi alveg bjargað mér frá dái að ég hafi farið í sturtu eftir að ég kom heim af balli, ég var ekki mönnum bjóðandi vegna reykingapestar sem angaði af mér! Allavega, það var haldið í dinner á Shell með fríðu föruneyti, Bertu, Hirti og Gunnari og Magréti minni auðvitað. Svo var haldið útá Ingjaldsand og shit ... það var nú meiri skemmtunin, Sandurinn klikkar aldrei eins og maðurinn sagði. Það var farið að hjálpa til við heyskap þó svo að ég gerði ekkert sem hjálpaði ;), farið til berja, farið á hestbak, rúntað um sveitina, talað saman, hlegið og skemmt sér ... allt eins og það á að vera útá Sandi :) æðisleg helgi útí gegn, ég var ekkert að nenna heim þegar ég, Gunnar og Margrét héldum af stað!

Ég þarf að setja inn myndir við tækifæri frá þessari svaka skemmtilegu helgi.

Alveg finnst mér það magnað hvað fólk getur talað :) ég fór niðrí Grunnskóla um daginn að tala við hana Sossu sem er þar skólastjóri eins og flestir vita,nema hvað að sama dag þá barst í hús dreifibréf þess efnis að það var verið að auglýsa eftir skólaliða í skólann, gangavörð má segja. Daginn eftir var komin saga þess efnis að ég væri búin að sækja um þessa stöðu. Elsku fólkið, það veit auðvitað að ég er súperkona, en að vera full time mamma, vera í skóla og þrífa leikskólann og þá plús það að vera skólaliði er einum of mikið fyrir ofurkonu eins og mig :) hehe .... Þannig, nei ég er sotti ekki um stöðuna sem skólaliði í grunnskólanum! ´

Ég byrja í fjarnáminu á þriðjudaginn næsta, ég hlakka til.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Margt stutt ....

... ég hef enga nennu í það að blogga, það er bara margt annað um að ske hjá mér en það að sitja við tölvuna, en leiðinlegt;) Ég punktablogga bara aðeins smá :

* Ég fékk dæmi um það í gær hvað tíminn er fljótur að líða, Margrét, LITLA STELPAN mín,fékk sína fyrstu tönn í gær.
* Loksins ;) er fólk farið að treysta mér, ég var beðin um það að vera skírnarvottur þegar prins Skjaldberg verður skírður.
* Ástarvikan er í fullum gangi, ég hef ekki verið mjög virk í þessari viku.
* Ég stefni að því að verða ástfangin í þessari viku ... en ... ástarvikunni er að ljúka, þannig það er bara kvöldið í kvöld ;) ahaha
* Ég tók ekki á móti nýja bæjarstjóranum í gærkvöldi, sá bara móttökuhátíðina í vélinni hjá pabba þegar hann kom heim. Ég sá líka bæjarstjórann í samkaup á Ísó í gær, það er nóg fyrir mig ;)
* Sálin í kvöld, ég hlakka mikið til! Ég elska Sálin hans jóns mín það mikið að ég saumaði mér gallapils, spes til þess að fara á ball.
* Ég hafnaði tækifæri lífs míns í gær ... Ég hafnaði því að vera kynnir á leik meistaraflokk kvk í knattspyrnu á sunnudaginn, sorry girls.
* Vera hefur það fín í útlandinu.
* Ég er byrjuð að vinna,ég er orðin ræstitæknir eða eikkað álíka vinn 1 og 1/2 til tvo tíma á dag ... ekki slæmt, gott kaup og ég get verið með stelpunni minni á daginn.

* Skólinn fer að byrja, ég hlakka til. Háskólinn á Akureyri varð fyrir valinu.
* Það er nóg eftir af fólki í bolungarvík þó það vanti ; Helgu Guðrúnu, Stebbu, Jóa Fr., Gunnu Dóru, Veru, Sigurbjörgu, Evu, Mæju Bet og Karitas ... plús lfeiri !

Ég hef ekki nennu í meira ....

mánudagur, ágúst 14, 2006

Mýrarbolti


Mýrarboltinn í ár var BARA skemmtilegur :) ja hérna .... Eftirmálar boltans eru samt ekkert alveg þeir skemmtilegustu þar sem hægra hnéð á mér er ekki eins sexý að það á sér að vera ;) Fór til Lalla læknis í dag og fékk bólgu- og sýklaeyðandikrem, ég vona að ég geti farið að beygja hnéð eins og manneskja á morgun. En þetta sára hné mitt skiptir engu þar sem aðalmálið var að vinna og auðvitað vann mitt lið, Gleðisveit Gaulverjahrepps! Evrópumeistarar annað árið í röð ... við erum komnar til þess að vera! Hell yeah

Það eru alveg fullt af frábærum myndum á síðunni hans Palla ... kíkið á þá síðu.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Monterí mont :)

Ég eignaðist lítinn frænda í dag.
Prins Skjaldberg
3465 grömm og 50 cm.
Ellý systir og Siggi fundu það út hvernig það á að búa til strák, í annarri tilraun ;) hehe ... ég vona að ég eigi einhverjar tilraunir eftir, að læra það að búa til strák hehe ... Það hefur nefnilega verið talað ansi oft um það að það eru ekkert nema stelpur í kringum hann pabba gamala lítið sem ekkert af strákum ;) Stelpur eru ekkert verri en strákar, það er ekki það ... bara gaman að hafa smá jafnræði í þessu, er ekki verið að tala alltaf um það? jafnræði ;)

Elsku Ellý, Siggi og Freyja Dögg ... til hamingju með STRÁKINN :) aftur og aftur og aftur

mánudagur, ágúst 07, 2006

Síðasta bloggið....

......nei þið losnið ekki svona einfaldlega við mig ;) híhí
En þetta er samt sem áður síðasta bloggið hérna á Útgarði 6 á Egilsstöðum, sorglegt en satt ;)
Jii ég trúi þessu ekki, tíminn hefur sko verið fljótur að líða!
Við munum keyra á morgun suður, búin að vera dunda okkur við það að pakka niður yfir helgina. Er ekki frá því að vöðvarnir hafi stækkað pínu eftir gærdaginn - þurfti að hjálpa drengnum að bera dótið sitt niður alla stigana. Þannig að ég er barasta sko superwomen ;) hehe
Svo er það bara Mallorca á fimmtudaginn! HELL YEAH :)

Hef samt ekkert meira að segja ykkur, blogga örugglega ekkert fyrr en ég verð komin vestur eftir Mallorca. Þannig að nú er allt undir Guðbjörgu komið ;) Nema náttlega að ég skelli mér á netið á hótelinu og láti vita af mér, aldrei að vita =)
En þangað til þá; Lifið heil og en ekki hálf ;)

föstudagur, ágúst 04, 2006

James Blunt


Á þessari helgi verslunnarmanna þá er allt að verða vitlaust í skemmtanna og tónleikahaldi og ég veit ekki hvað og hvað! Allavega, þá fór ég á tónleika með James Blunt þegar ég var í Hollandinu. Shit hvað þeir voru GEVEIKIR !! je minn einasti. ég varð nánast ástfangin af manninum, úfff ... ég fæ bara gæsahúð dauðans við tilhugsunina!! :) hann er sko alveg 1000 sinnum betri live en á cd.

James Blunt, ég elska þig :) hehe

Letihaugur...

... sigurlaugur !! :) fyndið
Jah ... það má segja að ég sé löt í dag, ojj hvað það er ömurlega tussulegt að vera löt! össs ... ég er samt búin að henda í eina skúffuköku til þess að taka með á rúntinn á helginni :) ég veit ekki alveg nákvæmlega hvar ég verð, en ég verð einhversstaðar á Vestfjörðum allavega. Ég vaknaði með minni elskulegu dóttur um kl.09 í morgun, ég er enn á "náttbolnum" en komin í íþróttabuxur í staðin fyrir stuttbuxur, ég tók teygjuna úr hárinu í morgun (var nefnilega með fléttu í nótt) greyddi samt ekki á mér hárið, reyndar þá tannburstaði ég mig og já ... nei það er ekkert meira sem ég hef gert fyrir mig, svona spes. Það er sjaldan, reyndar aldrei sem ég hef verið svona tussuleg ... er það ?
Ég held að þessi leti stafi af því að ég fór seint að sofa í gær, ég fór á fótboltaleik með strákunum í Bolungarvík/BÍ og hann var svona lala en tók á... svo fór ég á FÓTBOLTAÆFINGU (stefnan tekin að mæta aftur á eina slíka) og svo kl 22 í gærkvöldi var farið í það að þrífa the kindergarden í bænum. Rífandi stemmari.
Ég nennti ekki að gera neitt annað en að státa mig að því hvað ég er ótrúlega sexy og allt það akkúrat núna :) ... en ég er að fara að klæða mig, snikka mig til og spóka mig um í bænum með barnavagninn á undan mér!

DOEI