föstudagur, febrúar 25, 2005

Roskilde Festival a.k.a Hróarskelda :)

Jáh eitt veit ég, og veit ég eigi mikið. Mig langar á Hróarskeldu :-D Hún verður frá 30.júní til 3.júli. Kostar 16.000 ísl.kr inn á svæðið = inn á allt :-D Síðan er flugið bara einhverjar nokkrar krónur :op hehe.... Oh! mig langar svoooo.......hver vill koma með mér?? :) hehe

Vá! Skólablaðið er ekkert smá flott! Bara þvílíkt STÓRT hrós til ritnefndarinnar!! :-D Hef bara aldrei séð svona flott sólrisublað (man reyndar ekki eftir þeim mörgum, en það er aukatriði :op hehe...) Valdís og co. meiga skvo vera stolt af sjálfum sér!! Það finnst mér allavega, ég er allavega stolt af þeim :-D

Það á víst að fara skilja mig eina eftir í kotinu um helgina. Því er bara kastað framan í mann eins og blautri tusku upp úr þurru! ;) Mamma og pabbi eru að spá í að keyra suður núna á eftir eða einhvern tíma í nótt og koma heim á sunnudaginn....Til að velja sér parkett!! Halló!! er ekki í lagi :-D (Núna mun mamma pottþétt segja eitthvað við mig :op hehe...)... Þannig að svo virðist sem ég og "dóttir" mín verðum einar heima. En skiptir svo sem voða litlu máli, er að vinna um helgina :)

Sólrisuvikan gengin í garð! og hananú! :)
Margt skemmtilegt að ske þessa vikuna. En það er allavega tvennt sem ég er búin að ákveða að megi njóta minnar nærveru og það er leikritið sem btw held ég verði nokkuð skemmtilegt :-D Síðan miðilsfundurinn sem verður á mánudaginn. Ég missti af allri sólrisuvikunni í fyrra af því að ég var fyrir sunnan í verknáminu, svo núna ætla ég að reyna njóta þess aðeins :op Langar samt rosalega að fara á söngkeppnina, en stelpan er að vinna! Langar svo að sjá Rússlönukrúið reyna við frægðina ;) hehe

Jebba, ætla ekkert að drita fleiri settningum í bili. Er orðin svöng og matarlyktin er byrjuð að læðupokast inn til mín svo ég ætla að ath hvað móðir mín góð sé að malla í potti. Aldrei að vita nema það sé eitthvað gott ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Það er eiginlega ein ástæða fyrir því að ég skrifa hér í dag ... og ástæðan er hún þessi fallegasta barn veraldar í dag :) Dagurinn í dag er dagurinn hennar, hún Freyja Dögg mín Skjaldberg er 2ja ára í dag :D Þetta líður svo hratt ;)

Þða er allt það fínasta að frétta. Ég uppgötvaði eitt í morgun þegar ég labbaði inní eldhús í þegar fluga kom og flaug á mig og lét mig ekki í friði þanngað til ég fór út úr íbúðinni, þetta þýðir eitt ... Vorið og sumarið er á næsta leiti!! og þá koma þessar helv. flugur sem ég btw hata út af lífinu!!! ojj ....

föstudagur, febrúar 18, 2005

Liama :-D

Hahahahaha!! Skoðið ÞETTA ekkert smá fyndið :-D

og fólk! ekki gleyma Joey kl átta í kvöld á stöð2! ;)

--{-@ * Kossar & Knús * @-}--

miðvikudagur, febrúar 16, 2005


Allir að skrifa undir ;) http://www.vikari.is/?tree=undirskrift
Þessu mynd var í boði Hello ;)

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Jæja ... bloggerí blogg

Ég var að skoða BB.is áðan og rakst á þetta ég er ein af þeim sem verð fovitin þegar ég sé sjúkrabíl með blikkansi ljós ... en með forvitninni blandast alltaf rosalegur hvíði og hræðsla. Ég var samt að pæla, þetta á ekki að geta gertst, eða réttara sagt þetta getur gerst en má ekki gerast!

En ef þið farið að skoða myndasyrpurnar á bb.is þá getið þið skoðað allt fallega fólkið, myndir frá því á árshátíðinni sem btw var yfirgengileg!!! Gott djamm þar á eftir ... kvöldið endaði ekki eins hjá öllum og það voru ekki alveg allir sem fóru alla leið heim til sín, einhverjir komu við á einni stoppustöð ;)

Ég er að spá í að fara að rölta uppá Urðarvegin og fara að sofa eða þá reyna að botna eitthvað í þessari setninga- og hljóðfræði sem ég er í í fjarnámi ...

mánudagur, febrúar 14, 2005

Bláir púmaskór eru mikilvægir! ;) .....

Ætla bara að hafa þetta stuttu, á að vera að læra undir félagsfræðipróf :op hehe
Allavega....
Árshátíðin var hreint út sagt frábær, get ekki kvartað. Allt heppnaðist mjög vel og í fyrsta skiptið í sögu skólagöngu minnar komst veislustjórinn :) Merkilegt nokk ;)
Það voru allar rosalega fínir og sætir. Hermann brilleraði í dinner tónlistinni með meiru. Stelpurnar sungu ekkert smá vel, vá! ég fékk þessa þvílíku gæsahúð :) s.s. allt voða frábært :)
Smá svona eftir/fordrykkur hjá bloggsystur minni, svakalegt stuð....
Ballið var síður en svo slæmt þó svo að það var 16.ára ;) Reyndar komum við ekkert svakalega snemma en maður vann það bara upp ;)

Jáh! maður rekst alltaf á eitthvað sniðugt á síðunni hans Baldurs frænda ;)
Get ekki sagt að ég sé óánægð með þetta :)
V is for Virtuous
E is for Earnest
R is for Rare
A is for Artistic

föstudagur, febrúar 11, 2005

Góðverk??!!

Sko ég verð að segja það að ég tel mig hafa gert góðverk sem mun ná hámarki nú í kvöld, ég er alveg 100 % um það. Það eru ekki allir sammála mér í því ... reyndar er hún bara ein sem ekki er sammála mér að þetta sé mjög sniðugt og æðislegt, allir aðrir eru mjög happy með þetta :) Kvöldið í kvöld verður Æ-Ð-I !! :)

* Gunnar minn er í RVK. að kaupa nýjann bíl, takk fyrir pent.
* Það verður skemmt sér mjög vel í dag
* Eg er búin að fara í förðun og er í skólanum að redda einu og öðru :-/
* ég er farin

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Frumskógurinn er fallinn.......

......jebba, svo mikið er víst..... (elska þessa setningu ;) ..)

Jáh, það fer bara að gerast æ oftar að stelpan bloggi. Kemur meira að segja fyrir að hún posti sama bloggið tvisvar, sbr síðasta/síðustu blogg :) hehe

Ég blogga alltaf þegar ég nenni ekki að læra. Sem er jú ekki nógu gott því að greinilega er ég ekki alveg nógu dugleg við það að læra núna upp á síðkastið því ég er búin að blogga svoldið "lítið" ;) hehe

Hver vill gera fyrir mig tímaritgerð í ensku á föstudaginn úr Sun Also Rises eða taka fyrir mig sögupróf? :-D
Sonna margir....oh....ég er svo heppin :) hehe

Kvíður svoldið fyrir söguprófinu. Gáfulegt að hanga bara á netinu í staðin fyrir að læra, jáh gáfur eru mín sterka hlið ;)

Æji vá þetta er tilgangslaust blogg, en fyrirsögnin er töff :)
Ég er farin að læra undir söguprófið eða tímaritgerðina. Stelpan skal standa sig!....
--{-@ *Kossar & Knús* @-}--


mánudagur, febrúar 07, 2005

Crazzzzy shit....

........ Oh my god! Þetta er ekkert smá spúkíííí! En samt geggjað töff, mæli með að þið kíkjið á þetta og ath með öll hin lögin. Blow Your Mind!!! :) hehe

Ætlaði bara að deila þessu með ykkur....var að taka mér brake frá lærdómnum ;)

--{-@ * Kossar & Knús * @-}--

Crazzzzy shit....

........ Oh my god! Þetta er ekkert smá spúkíííí! En samt geggjað töff, mæli með að þið kíkjið á þetta og ath með öll hin lögin. Blow Your Mind!!! :) hehe

Ætlaði bara að deila þessu með ykkur....var að taka mér brake frá lærdómnum ;)

--{-@ * Kossar & Knús * @-}--

föstudagur, febrúar 04, 2005

Lífið er ekki alltaf dans á rósum.......

........ jáh! svo mikið er víst. Lífið er svo sannarlega ekki alltaf sanngjarnt. Hví skildu sumir vera óheppnari en aðrir? ... Margir segja að Guð láti mann bara hafa það sem maður ráði við. Þessi litla stúlka er allaveg mikil hetja að mínu mati og foreldrar hennar ekkert síður. Þetta hlýtur að vera rosaleg erfitt, eins og sést á myndunum......

Jæja ætlaði ekkert að blogga, sá þetta bara netinu og vildi deila þessu með ykkur.
Ætla fara að læra og svo að fara að hafa mig til. Er að fara í Ædol partý hjá Guðbjörgu og Pizza a la Jói ;)
Eigið góða helgi.....

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

gleymdi einu

Ég gleymdi nú að segja frá því hérna áðan að ég ætla að reyna að gera tilraun til þess að baka bollur á helginni, það er nú bolludagur á mánudagur og ef ég þekki minn mann rétt þá vill hann fá einhverjar djúsi bollur ... ef allt klikkar þá er auðvitað kaffi hjá ömmu sem á afmæli á mánudaginn ;) þar verða bollur. Svo fer ég bara í heimsókn til Veru minnar og fæ bollur a la Dedda "mamma" :) :)


Fyrirskipun frá Helgu

Já, Helga systir var eitthvað farin að sakna mín á veraldarvefnum, svei mér þá ... lítið annað hægt að gera en að rita hérna nokkur vel valin orð :)

Það er nóg um að ske ... Árshátíðin hjá MÍ verður 11 febrúar og Gunnar Jónsson fyrrverandi fóstbróðir ætlar að sjá um veislustjórnun :D bara fyndið, finnst mér. Húsið á sléttunni ætlar að halda ball, ekkert nema gott um það að segja, þeir eru svo miklir meistarar, Biggi félagi minn Olgeirs sagði mér að þeir væru með fullt af nýju efni sem og Djonny glamúr!! skemmtilegt :) Stúdungur verður 12. febrúar, allt tengdafólkið er að fara, þannig við hjúin förum líka, ég og Gunnar minn :* Það þarf að fara að huga að fötum, hverju maður á að fara í, ég er nokkurnvegin komin með myndina af því í hausinn... en svo er það höfuðverkurinn, hvort maður eigi að láta farða sig og greiða fyrir bæði kvöldin ? pæling ...

Ég er hérna í Víkinni fögru að gera mig klára fyrir tveggja tíma vinnu og svo Idol / pitsupartý á Urðarveginum "mínum" ... fullt af fólki að koma, ég elska það að hafa mikið af fólki í kringum mig :) fullt af skemmtilegu og fallegu fólki, enda er ekkert nema svoleiðis fólk í kringum mig alla daga, ég er svo rosalega heppin :)

En ég elksa ykkur og hvet alla að lifa lífinu og skemmta sér :)

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Brostið hjarta....

.....ekki einu sinni láta ykkur detta það í hug að það tengist ástarmálum ;) En hjartað mitt er samt sem áður brostið eins og er.... Að tapa á heimavelli er svo sorglegt að ég vökna um augun, sérstaklega vegna þess að "við" (þá meina ég náttlega Arsenal) hefur ekki tapað á heimavelli í alls 18 lekjum (að mig minnir). Ekki það að Man.Utd er verðugur andstæðingur að tapa fyrir, segi það ekki. Een að tapa og vera 1 manni fleiri, það er skammarlegt. Sérstaklega af því að Man.Utd skoraði EFTIR að þeir urðu einum manni færri. Uss... ég var reið og það er ekki oft sem ég æsi mig yfir fótboltaleik.... Æji, hef svo mikla samúð með mínum mönnum. Verðum ekki Englandsmeistarar þetta árið, en öll von er ekki úti enn FA bikarinn og Meistaradeildin er eftir. En þegar botninn er komið er aðeins ein leið, upp. Við vinnum næst :)
.:: Always look at the bright site of life ::.

Jáh! það er munur að eiga peninga. En halló! er þetta ekki einum of. Að borga fyrir heila hæð bara til þess að fá frið. Segi þeim bara að koma á fæðingadeilina á sjúkrahúsinu. Það eru nú miklar líkur á því að þau fái að vera ein þar ;) hehe

Maður verður alltaf latari og latari að blogga, af hverju skildi það vera? .:: Pælum aðeins í því ::.

Jæja, það er víst komin Febrúar. Vissuð þið það? :op
Næsta vika verður svoldið skemmtileg, allavega finnst mér það. Því þá er bolludagur, sprengidagur og öskudagur (örugglega vitlaust röð hjá mér). Oh! hlakka til að troða í mig mömmu-bollum :-D nammmmm.... Fæ bara vatn í munninn við tilhugsunina. Reyndar verða þær örugglega eitthvað skrítnar í ár, því ég ætla að fara í kennslu og læra að baka bollur. Maður verður nú að kunna þetta. Mjög mikilvægt að mér finnst :)

Oh, well hef þetta ekki lengra í bili. Ætla að fara læra. Jam, hún lærir líka ;) hehe

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--