sunnudagur, febrúar 24, 2008

Eduardo da Silva Horrific Injury

Eduardo da Silva broken leg

Shit hvað þetta er brutal. Menn verða náttúrulega að passa sig. Díses...

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Pirrelsi

Ég get svo svarið það!
Það er ekki oft sem ég lýsi því yfir að ég sé pirruð, en guð hjálpi mér ... núna lýsi ég því hér með yfir ... ég er pirruð! Pirrelsið samanstandur af stærðfræði og ensku. Ég er ekki sú sterkasta í enskunni þó svo að ég sé alltaf að taka miklum framförum (já já ... komið bara með "ítölsku" brandarann á mig!!;)). Allavega þá er ég að gera skilaverkefni í stærðfræðiáfanganum í KHÍ og nota bene þá er kennslubókinn (doðrantur uppá 981 blaðsíðu) á ensku! Þannig ég er að svitna við það, brjóta heilann og pirrast yfir sjálfri mér að vera ekki klárari en ég er að skilja alla þessa ensku sem kemur mér í skilning um þau stærfræði dæmi og hugtök sem ég á að skilgreina. Eruð þið að skilja mig? Þannig ef svo skemmtilega vildi til að ég myndi hitta ykkur, vini mína, útá götu ... ekki þá spurja hvernig mér gengur í skólanum ... vegna þess að þá sjáið þið mig pirraða jafnvel reiða (þá aðallega úti sjálfa mig). Hver vill það?

Hey, annars er lífið bara gott sko.
Lífið gæti alltaf verið verra!!

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Aldrei að segja aldrei

Ef veður leyfir á morgun þá mun ég fara fljúgandi suður rétt eftir hádegi. Ég lendi í höfðuborginni rétt fyrir kl. 15, hef þá tvo tíma til þess að hafa mig til. Ég fer út að borða með megninu af mínu skemmtilega og frábæra samstarfsfólki í Grunnskólanum og síðan halda vestfirsku víkingarnir í Íslensku óperuna að horfa og hlusta á operuna La Triviata eftir Verdi. Ekki skemmir það fyrir neinum að bolvíkingurinn Sigrún Pálmadóttir fer með eitt aðalhlutverk verksins.

Já, einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að hlusta eða horfa á óperu!! Hvað gerir maður ekki til þess að vera menningalegur?!
Aldrei að segja aldrei.

Þar sem ég er nú að tala um það að vera menningaleg ... þá eru einungis tvær vikur í Jesus Christ Superstar, eigum við að ræða það eitthvað eða?!

laugardagur, febrúar 09, 2008

Þorrablót nr. 2

Það er djemm í kvöld. Þorrablót Grunnvíkinga í Hnífsdal, það klikkar ekki get ég sagt ykkur.
Ég var í skemmtinefnd í fyrra og sló svo eftirminnilega í gegn söng hluta úr laginu "ég er frjáls" fyrir Kristinn H. Gunnarsson alþingismann sem þá var ný búinn að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn svo má ekki gleyma því þegar ég söng dúet með Lindu P. en þá var ég í gervi Reymars Víkara ársins. Þetta var svo skemmtilegt!
Myndin sem fylgir með þessari færslu sýnir hvað maður getur skemmt sér alveg ótrúlega vel og bara gleymir sér í asna- og kjánalátum og þau eru oftar en ekki fest á filmu, love it!!
Fréttavefurinn BB.is styrkir þessa færslu ;)

föstudagur, febrúar 08, 2008

Pepsírækjur...

Kúriveður er það sem ég vil kalla þetta veður sem er búið að vera í dag. Í svona veðri á maður ekki að þurfa að gera neitt nema kúra undir sæng, helst með góða bók. En það er önnur saga. Er staðsett á Sjúkraskýlinu mínu að vaka yfir öldruðum sem sofa. Gott mál. Og það snjóar og snjóar úti. Sem fær mig til að hugsa hvort ég þurfi að labba heim í fyrramálið. Var ekki alveg 100% með það í huga þegar ég klæddist til vinnu áðan. Jú að sjálfsögðu klæði ég mig ávalt eftir veðri og þar af leiðandi er ég í hlýrri úlpu, snjóbuxum, með húfu og vetlinga eeen svo kemur gallinn; Ég er í Puma skónum mínum. Það skiptir engu máli hvernig veðrið er þá asnast ég alltaf í skóna (enda frábærir skór þar á ferð) sem eru ekki beint hæfir þessu veðri eða ætti ég að segja færð?!...
Svo ég bíð spennt til morguns...

Afsakanir. Ég er snillingur í þeim. Ætlaði í íþróttahúsið í hádeginu. En hætti við. Vegna veðurs. Nennti ekki að labba sjáið til. Haha. Talandi um kaldhæðni.

Mikið hlakkar mig til mánaðarmóta. Nei ekki af því að ég fæ útborgað þá. Heldur vegna þess að þá fer ég suður. Hlakka svo til. Versla - Mmmm can't wait! Spennt að fara í leikhús með stelpunum. Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Skemmti mér allavega mjög vel síðast þegar ég fór með Guðbjörgu á svona tja uppistand tel ég að það sé kallað. Síðan er stefnan að mála bæinn rauðann, hversu rauðann fer eftir ýmsu... ;)

mánudagur, febrúar 04, 2008

Good old times ...

Maður finnur alltaf einhvað skemmtilegt í gömlum skólabókum eða kössum ;)

ahhhh - ahhhh - ahhhh- ahhhh - ahhhh - ahhhh

Við böll viljum halda, já (böll viljum halda)
dans og djæf (dans og djæf)
kommon, kommon, kommon, kommon, kommon beibí já (kommon oh beibí)
Ólína má vera æf (má vera æf)

Við tökum stefnuna á Bjarnafjörð (förum til Bjarna)
í ferðalag (ferða - la - lag)
og við viljum hald´áfram að skemmt´okkur (hafa það gaman)
en það er víst ekki okkar fag (ekk´okkar fag)

Og skólameistarinn er ljóðelskur (kellan er ljóðelsk)
Ó - lí - na (Ó - lí - na)
Með stuðl´og höfuðstafi (stífa Lína)
eins og ljóð - lí - na (ljóð - ó - lína).

Það var svo skemmtilegt að vera í Menntaskóla og leyfa sér nánast allt :) hehe...

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Friends klikka ekki....

....or do they ;) LOL