föstudagur, mars 31, 2006

Gydju og gydjupabba afmæli ;)

Ég er svo heppin, besta vinkona mín og besti sem og eini pabbi minn eiga afmæli sama dag. Í dag, þann 1.apríl eiga þau blessunin, Vera Dögg Snorradóttir og Hafþór Gunnarsson afmæli!




Veru krúttið mitt .... Til hamingju með daginn elska. Hafðu það svo rosalega gott :) 9 ár í þrítugsaldurinn ... stelpan 21árs! En og aftur til hamingju krúsínu, rúsínu dollið mitt :*



Svo er það elsku pabbi minn sem er svo ungur og kátur karl :) hann er 40 og eitthvað ;) Elsku pabbi til hamingju með daginn. Love you :*

Vika, ekki svo langt =)

Megið gera eins mikið grín af mér eins og þið viljið..! (Er vön því, er lögð í einelti í skólanum. Sérstaklega uppeldisfræði ;) ...) Ég fíla Il Divo í tætlur! ræmur! og hana nú! :)
Get einfaldlega ekki hætt að hlusta á þá, meina what's not to like; Myndarlegir gaurar sem syngja á úglensku. Lögin eru bara jammí! Ég finn bara kynþokkan/sexí-heitin í gegnum hátalarana...! ;)


Annars er langt síðan stelpan hefur bloggað.......tja....
.........skulum bara kalla það rittregðu (hægðatregða do you get it! HAHA!)
En hey! Meina betra að blogga á viku fresti en aldrei! :-D ehe

Svo er það náttlega kosturinn að vera tveir með blogg, þá líður sjaldan daufir dagar í bloggheiminum.

Sáuð þið kastljósið á miðvikudaginn?? Omg hvað strákurinn var mikið doll! Mig langaði bara að fara í gegnum imbann og knúsann (fæ svo sjaldan að knúsa fólk, Hekla er náttlega ekki mennsk þó svo að hún haldi það í 99,9% tilvika ) =) Allir að fara á ruv.is og horfa á kauða :) hehe

Jæja haldiði ekki að stelpan hafi fréttir að færa alþýðunni; Það er búið að vera mikið að gerast í mínu lífi undan farna daga. Veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma þessu út úr mér (ekkert alvarlegt sko, gæti samt orðið pínu væmið =) hehe) En eins og flest allir sem lesa þetta blogg og þekkja eitthvað til okkar (mín og Guðbjargar) vita að ég er á föstu og kauði stakk mig af alla leið til Egilsstaða (sem btw er svipað dýrt og fljúga til kulusuk! =) HAHA!) til að elta einhverja tuðru;) (þá meina ég fótbolta svo það misskiljist ekki) hehe! Og er hann búinn að vera þar í allan vetur. Jáh, frekar leiðinlegt. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir þann sem manni þykir svona væntum;):*
Ætti kannski að koma að því sem ég er að reyna segja hérna, hvernig væri það? =) hehe..... Allavega þá standa málin þannig að stelpan ætlar að slíta naflastrenginn frá móður sinni, föður, hundi, vinum, ættingjum og BOLUNGARVÍK. Og leggja land undir fót!
Jám, mikið rétt. Ég, Vera Dögg Snorradóttir sem hef alla tíð (21.ár á morgun) búið í sama bæjarfélagi, sama húsi og meira að segja í sama herbergi er að fara að flytja til Egilsstaða...! Reyndar verður þetta bara rúmir 2.mánuðir (frá júní til byrjun ágúst), sumarfrí eins og sumir kalla það ;) hehe.... Er búin að fá vinnu á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og alles. Held að þetta sé með þeim stærstu skrefum sem ég hef tekið í lífinu, allavega finnst mér það. Er virkilega spennt og kvíðin í bland. Erfitt að fara svona langt í burtu frá öllu/öllum sem maður þekkir. En líka mjög spennandi að prófa eitthvað nýtt :-D Lífið er breytingum háð =)
Held að þetta sé í fyrsta skiptið í langan tíma sem ég hef eitthvað að blogga um. =)


Ákvað líka að koma þessu út úr mér í dag, því ef ég hefði sagt þetta á morgun hefði örugglega enginn trúað mér ;) hehe

Hef þetta ekki lengra í bili, góður biti til að tyggja á vona ég :)

fimmtudagur, mars 30, 2006

Eins og köttur með sinnep uppí ras******

Ég held að það hafi verið platað ofan í mig eins konar ofvirkniseitur í gær eða fyrrakvöld! Því þegar dóttir mín vakti mig um kl. hálf níu í gærmorgun þá var eins og ég hafi fengið einhverja vítamínssprautu því gærdagurinn var svaðalegur.
Ég setti held ég í 4 ef ekki fimm þvottavélar, henti í þurrkarann, hengdi upp þvott og braut saman ég meira að segja straujaði!! Ég gerði við buxur ... ég gekk frá öllu dótinu hennar Margrétar síðan hún var skírð og svona (og nota bene, það var ekkert eðlilegt magn af dóti!). Ég fór í gegnum fötin mín og flokkaði þau ; hvaða föt máttu "Fara" og hvaða föt máttu "vera". Ég setti í uppþvottavélina, og gekk frá úr henni aftur plús það þá tók ég til í eldhúsinu. Ég eldaði líka kvöldmatinn, kjúkling og með því ... inná milli allra þessara verka hugsaði ég um hana Margréti mína, spjallaði við hana, kom henni á fætur (þvo henni og gera hana krúttlega;)), gaf henni að drekka, skipti á henni og gerði öll þu verk sem maður þarf að gera fyrir ungabörn. Eftir kvöldmat var kaka og gotterí því Gugga fósturmóðir mín átti afmæli í gær svo auðvitað þurfti maður að hugsa um karlinn sinn þegar hann kom heim ...
Þannig ekki draga þá hugmynd út úr hausnum á mér að ég hafi verið dugleg. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að ég væri ofvirk ;) Ef ég hef einhverntíman sagt að það hljóti að vera auðvelt og kósý að vera heimavinnandi ... þá tek ég það allt til baka. Þó svo að það geti verið kósý, þá getur það verið erfitt. Tek að ofan fyrir kerlum eins og Ellu frænku, sem voru eða eru hemavinnandi t.d. með fjóra krakka ... Magnað ... any way ... nóg komið af Desperet Housewifes nöldri ;)

*Veturinn er eiginlega kominn aftur ... mér finnst það eiginlega hálf ömurlegt ... en eitt lítið ljós ; kannski kemst maður þá eitthvað á sleða eða skíði á páskunum.
*Tíminn styttist í það að ég geti farið að sýna mig í íþróttahúsinu og farið út að hlaupa og svona :D
*Ungfrú Reykjarvík er í kvöld ... ég mæli með því að þið kjósið og haldið með ungri snót sem er komin af mjög góðum ættum ;) *hintskyldmennimitthint* hana Ásdísi Svövu Hallgrímsdóttur.
*Í svörtum fötum og Jet black Joe munu heiðra Vestfirðinga í félagheimilinu Hnífsdal með stórdansleiki ef marka má DAGSKRÁ skíðavikunnar.

Jæja ... ég er farin. Verið góð við allt og alla, því þá gengur allt svo miklu betur ;)

mánudagur, mars 27, 2006

Á leið á botninn ?!

Einhverjar vangaveltur liggja í loftinu þess efnis að þessi unga snót, litla systir mín og lærisveinn, Helga Guðrún white suger sé á leið á botninn og stefni því hraðri leið í ræsið! Mikil ósköp ... ég geri allt hvað ég get til þess að halda henni á toppnum, með mér, í paradís! Elsku Helga hlustaðu !!

%--------------------------------------------------------------------------------------------%

Til þess að forðast allan misskilning þá er þetta blogg hér fyrir ofan grín á milli okkar systra. Við kannski leyfum ykkur að vera með í gríninu, seinna ... þegar við nennum að segja ykkur grínið ;) Mig langar að þakka stelpunum fyrir að leyfa mér að stela þessari mynd af síðunni þeirra og ég spyr ... hvenar fæ ég að pósa svona fyrir þær og fá góða ókeypis myndatöku ? ;)

Heimalingur ...


... jú, maður er bara heima þessa dagana ;) Þetta er svoldið magnað hvernig líf manns er búið að umturnast ... til hins betra vil ég meina þó svo að sumum "fríðindum" hafa verið kippt frá manni. Ég var að pæla í því í morgun þegar við mæðgur vorum að kúra uppí rúmi og ég alltaf dottandi en vaknaði við umlið í Margréti og þegar hún kleyp svo skemmtilega í nefið á mér eða varirnar, hvað lífið væri búið að breytast og hvað ég væri heppin! Eignaðist 100% stelpu.
Svoldið magnað að svona lítið kríli geti vafið mann um fingur sér ... því þegar það tjáir sig þá þarf maður að stökkva til að ath með það og komast að því hvað er að hrjá litla krílið. Að svona lítið kríli stjórni allt í einu lífi manns ... lífi sem maður gat stokkið til fyrir nokkrum mánuðum og gert hvað sem manni datt í hug án þess að hugsa um eitt eða neitt.

Þetta er nú meira bullið í mér hérna fyrir ofan. Kannski pæla margir að ég sé rétt að komast að því núna hverju ég mátti búast við þegar ég eignaðist barn og ég sjái eftir því ... en svarið er nei, ég reyni að hafa það sem mottó að sjá ekki eftir neinu! og það að hafa eignast eina fallegustu dömu í heimi sé ég sko ekki eftir ;) Ætli maður sé ekki að kyngja þeim stóra bita að maður sé komin með svo rosalegt hlutverk að það er annar einstaklingur sem treystir alveg 110% á mann! Það er eins gott að maður klikki ekki ;)

Ég gæti nú blaðrað um þetta í allan dag ... en ég nenni því ekki ;) og þið nennið ekkert að lesa það ... en ég var nú að lesa heimasíðuna hjá honum Baldri Smára og þar var hann að tjá sig um það að gömul bolvísk hljómsveit að nafni KAN með Herbergti Guðmundssyni innanborðs væri mjög líklega að fara að spila hérna í Bolungarvíkinni um pákskana, það yrði nú stuð! Ég, vonandi, þanngað ;)

allavega ... ég er á lífi ... ég er heima ... þannig ég bið að heilsa ykkur öllum og hafið það gott. Ég reyni að fara að láta mér detta í hug einhverjar góðar pælingar ;)

föstudagur, mars 24, 2006

Useless blogg.....

Er stödd í íslensku í augnablikinu. Er ekki að nenna að læra, eigum að vera að gera krossgátur. Finnst krossgátur ekkert skemmtilegar. Kannski af því að ég get ekkert í þeim?
Held að koma internetsins í MÍ hafi dregið úr mér þann litla námsþrótt sem í mér bjó (jáh mamma svona er þetta bara, þýðir ekkert að hneykslast).... eða kannski bara þreytan sem virðist ásækja mig. Var að vinna extra vakt á FSÍ gær (jáh, ég hugsa í $-merkjum....viðurkenni það þó...) og vaknaði frekar seint í morgun, 7:40 á staðartíma! Sem þýddi það að ég fékk heilar 10 mín að gera allt sem gera þyrfti. Er nebblega mjög sljó á morgnanna svo það tekur mig dágóðan tíma að koma mér af stað á morgnanna, oftast nær. En ekki í morgun, ég var eins og elding og var komin út í bíl 10 mín í 8..... Met?.....er ekki frá því!.. Mætti svo galvösk í uppeldisfræði bara nokkrum mín of seint (neih mamma ég keyrði ekki eins og vitleysingur var á 90)....

Í tilefni þess að ég hugsa í $-merkjum lét ég meta síðuna....hvort það sé eitthvað að marka þetta veit ég ei.... bara gaman að svona vitleysu :)
Blessaði linkurinn virkar ekki :(
En það er $22.586,15 virði. Þetta mun vera heilar 1.663.244 íslenskar krónur ef ég (mbl.is) hef reiknað þetta rétt... Gott/slæmt? ég bara veit það ekki ;)

Hún á afmæli í dag...!! :-D

Jáh, þessi unga snót. Hún Guðrún Halldóra a.k.a Gunna Dóra heldur upp á sinn fæðingardag í dag....afmæli ;).... (hún er komin einu skrefinu nær í þriðja-tuginn....obbobbojoboj!! ;) ...)
Allir að verða svo "gamlir" í kringum mann :-o ....... ;) HEHE
Langar okkur að óska henni innilega til hamingju með daginn! Hafðu það super gott í vinnunni í dag sæta! :* :-D
Ég knúsa þig og kyssi vonandi seinna í dag/í kvöld ;)

____________________________________________________________
HAHAHA varð að bæta þessu við :) Stal þessu frá Ingu Láru áðan. Finnst þetta ekkert smá fyndið/skondið og furðulegt :-D

Árið 1981:
1. Karl Bretaprins kvæntist.
2. Liverpool urðu Evrópumeistarar í fótbolta.
3. Ástralir töpuðu "the Ashes tournament".
4. Páfinn lést.
Árið 2005:
1. Karl Bretaprins kvænti sig.
2. Liverpool urðu Evrópumeistarar í fótbolta.
3. Ástralir töpuðu "the Ashes tournament".
4. Páfinn lést.

Og svona upp á framtíðina að gera, ef að Karl Bretaprins ætlar að kvænast aftur,GETUR ÞÁ EINHVER Í GUÐANNA BÆNUM, VARAÐ PÁFANN VIÐ!!!

fimmtudagur, mars 23, 2006

Aldrei fór ég suður ...

... þetta lýst mér bara vel á, ég er farin að hlakka til hátíðarinnar ;)

miðvikudagur, mars 22, 2006

Eitt lítið blogg.....

......bara af því að ég tel það betri kostinn en að læra *Skamm Vera! Skamm! Skamm!* ;)

Það er nú svoldið síðan maður bloggaði, svona alvöru blogg :) Enda mikið búið að gerast á þessu bloggheimili ;)
Síðasti fimmtudagur var magnaður því þá fékk ég loksins að sjá litlu prinsessuna sem var þá orðin viku gömul! Jáh, ég fékk náttlega THE flens á "besta" tíma og lá bara í rúma viku. Frekar fúlt :o/ Held að það hafi verið spennufall;) því kvöldið áður kom erfinginn þeirra Guðbjargar og Gunnars :op hehe.... En hún Margrét litla er svo mikið æði! Það er hægt að sitja og dást að henni endalaust! Hún er skvo fullkomin! Það er bara þannig! :-D Enda er hún frænka mín ;) *montmont*


Smá svona usless information; Var að lesa moggann í vinnunni í gærkvöldi. Maður verður náttlega að reyna fylgjast með því sem er að gerast allstaðar :) Þá rak ég augun í svona smá litla hliðar grein. Og þar komast ég að nokkru sem mér finnst....tja.....fyndið..........?.........
Konur í Afríku velja sér maka eftir því hvort karlmaðurinn eigi klósett eða hafi efni á því að fjárfesta í einu slíku! Jáh, vægast sagt ást við fyrsta flush!


Síðasta helgi var viðburðarík, vægast sagt. Byrjaði allt á föstudagskveldin þegar maður skundaði glaður í bragði í 51.árs afmæli Bjarna og Rúnars :) Heljarinnar fjör þar og mikið sungið =)
Síðan á laugardeginum var heilsan svona lala (hvort það var bollan hjá strákunum eða heilsufar mitt yfir höfuð fær bara að liggja milli hluta ;) ...) og svo var köku afmæli hjá honum Bjarti (henanr Mæju frænku). Matarlistin var nú ekki mikil á þessum bænum, en það voru sko nóg af kræsingum til að velja úr :) Síðan fór ég bara heim að sofa, litli mallinn minn þoldi ekki meir :op
Sunnudagurinn rann síðan upp, spennan magnaðist;) Maður vaknaði ferskur kl 10 og skellti sér í sturtu. Síðan var skundað upp í Kirkju þvi það var verið að skíra prinsibyssuna hana Margréti =) Eftir skírn var farið á Shell og fengið sér haaaaamborgaraaaa með krökkunum ;) Svo var það bara skírnaveilsan klukkan tvö og það skorti sko ekki kræsingarnar! Mjög gott allt saman :-D hehe.... Ég bíð bara eftir því að mér verði boðið í afganga ;) *hinthint* hehe


Smá Silví nótt innskot (tekið af mbl.is);
Evróvisjónkeppnin nálgast nú óðfluga og eflaust eru margir orðnir spenntir fyrir því að sjá atriði Silvíu Nóttar á sviðinu í Aþenu. Kynnar keppninnar í ár eru grikkirnir Saki Rouvas og Maria Menounos og það kom í þeirra hlutverk að draga upp úr hatti í hvaða röð löndin koma fram á undanúrslitakvöldinu fimmtudaginn 18. maí. Svo fór að Ísland var dregið síðast en samkvæmt Evróvisjónspekúlöntum á það lag sem flutt er síðast mikla möguleika á að komast áfram.

Undanúrslitaröðin er sem hér segir:1. Armenía, 2. Búlgaría, 3. Slóvenía, 4. Andorra, 5. Hvíta-Rússland, 6. Albanía, 7. Belgía, 8. Írland, 9. Kýpur, 10. Mónakó, 11. Makedonía, 12. Pólland, 13. Rússland, 14. Tyrkland, 15. Úkraína, 16. Finnland, 17. Holland, 18. Litháen, 19. Portúgal, 20. Svíþjóð, 21. Eistland, 22. Bosnía & Hersegovína, 23. Ísland.Nýtt myndband með framlagi Íslands

"Til hamingju Ísland" sem Silvía Nótt flytur, verður frumsýnt í Kastljósinu, föstudaginn 24. mars.

_____________

Skulum láta þetta nægja í bili, orðið alltof langt blogg! :op

--{-@ Veran out @-}--
E.S: Langar að auglýs eftir staðfestingu að frk.Reykjavík sé á lífi. Það sást síðast til hennar á árshátíð laugardaginn 18.mars. Hafði hún samband við undirritaðann rétt áður en skemmtun hófst og hefur ekki heyrst til hennar síðar. Nánari upplýsingar um frk.Reykjavík fást hjá Ríkislögreglunni. Allar ábendingar vel þegnar......
;)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Gallabuxur ...

... shit ... ég var búin að gleyma hvað það er ded þæginlegt að vera í gallabuxum !!! hell yeah :D

Lítið um að ske ...

... svei mér þá ... það er lítið að ske á þessum bænum, á þessari síðu. Vera er samt augljóslega búin að vera dugleg! Bæta inn linkum, uppfæra gamla linka og setja nýjan banner, þú ert svo dugleg elska ;)

Ég skelti mér í afmælið hjá þeim elskum Rúnari og Bjarna á föstudaginn, skildi 8 daga gamalt barn mitt eftir heima!! öss ... haldið þið að það sé ábyrgð á manni ;) en það var í lagi. Afmælið var gott og skemmtilegt, allavega þessa tvo og hálfan tíma sem ég var þarna. En ég fékk nú sögurnar af ölvun og öðru skemmtilegu daginn eftir, það fer ekkert fram hjá mér, allavega það er fátt sem fer framhjá mér ;)

Ég og Gunnar drifum í því að skíra á helginni, skelltum okkur í það á sunnudaginn. Stelpan fékk nafnið Margrét og tekur hún nafninu með stakri príði ;) Þetta var flott athöfn og á eftir var heljarinnar veisla og mikið um kökur og gómsæti, frystirinn á heimilinu er fullur af kökum sem urðu afgangs :þ nammi namm ...

Það er ótrúlegt ... ég er bara hérna heima á daginn að hugsa um hana Margréti mína og það sem mér finnst alveg ótrúlegt og ég var bara að komast að þessu núna ... ég hef ekki dottið "í" neinar pælingar lengi lengi ... kannski maður þroskist frá því þegar maður verður mamma ? maður spyr sig ...

föstudagur, mars 17, 2006

Hann á afmæli í dag!! :-D

Jáh haldiði ekki að kauði eigi afmæli í dag! Maður gleymir að sjálfsögðu ekki svona merkum dögum ;) hehe


Innilega til hamingju með daginn Bjarni okkar :*
Kyssum þig og knúsum í kvöld :-D
og af því að maður er byrjaður á þessu á annað borð má maður ekki gleyma hinum helmingnum af honum Bjarna;) hehe
Rúnar Geir, hann átt "lítið" afmæli núna í vikunni og viljum við óska honum innilega til hamingju með daginn um daginn ;) hehe

miðvikudagur, mars 15, 2006

Barnaland.is ;)

Nýjasta gydjan er komin með sína eigin heimasíðu ;) en ekki hvað ?? Þeir sem vilja fylgjst með henni og skoða þessa prinsessu mega gjöra svo vel og skoða síðuna HENNAR

-guðbjörg móðir-

Litla fjölskyldan komin heim :D

Ó já ó já ... nýjasti víkarinn er komin heim til sín í Víkina fögru og henni líkar það BARA vel :) Það er mikil gleði hjá okkur nýbökuðum foreldrum stolt, mont, gleði og ég veit ekki hvað og hvað. Það hefur gengið svo vel með þessa litlu prinsessu að það hálfa væri nóg!! Ótrúlegt alveg. Það voru allir sem skoðuðu hana og hugsuðu um hana innan veggja spítalans svo ánægðir með hana, "Flott stelpa, Topp eintak" Þessi orð skrifaði barnalæknirinn sem skoðaði hana í skýrsluna hennar ;) Hvorki ég né Gunnar göngum á jörðinni, við svífum held ég ... bara útaf monti!

Um það hvernig var að koma henni í heiminn ; ekkert mál ... þannig séð ;) En það gekk feiki vel, fæðingin tók um 5 og 1/2 tíma sem er mjög gott miðað við það að stelpan er mitt fyrsta barn. Ég var komin inneftir kl. 18:00 og var þá búin að vera með "alvöru" hríðir heima í tvo tíma stelpan var svo komin í heimin kl. 21:45.
Það sem flestir pæla í er sársaukinn en hann er ekkert svo svakalegur, en ekkert þæginlegur heldur ;) viðurkenni það að ég hélt í eitt skipti að ég myndi látast þarna á staðnum ... en það leið hjá.

Það er barnalandssíða í vinnslu ... Þar verður hægt að fylgjast með þessari elsku ... flottustu gydjunni ;) hehe.

Komið nóg af þessari umræðu held ég ... í bili ;) haha. Hafið það sem allra best :)

föstudagur, mars 10, 2006

Myndir af litlu gullfallegu prinsessunni :-D

Hún er svo mikið krútt!!! =)
Helga Guðrún móðursystir;) var svo elskuleg að senda mér myndir af litla gullmolanum:) af því að ég varð svo "heppin" að veikjast svo ég fæ ekkert að knúsa og kyssa mæðgurnar strax. En þær verða skvo "kæfðar" þegar ég verð orðin heilsuhraust það er nú bara þannig ;) hehe

fimmtudagur, mars 09, 2006

Lítil prinsessa komin í heiminn!! :)

Fæddist lítil yndisleg prinsessa 09.03.06 :) Klukkan rúmlega 21:45 :) Var hún 16.merkur (3995gr) og 55.cm :-D


Innilega til hamingju elsku Guðbjörg og Gunnar! :*




Var að bíða eftir tölunum, annars væri ég löngu búin að blogga ;) hehe

miðvikudagur, mars 08, 2006

Biðin endalausa.......

Jáh, ég fer bara að hallast að því að storkurinn hafi vilst á leið. Getur ekki annað verið :) Hann hefur örugglega litið vitlaust á kortið sitt og situr nú á skýji (eins og þessi þarna fyrir ofan) og er bara totally lost! Eða þá að hann hafi verið svo þreyttur og lagt sig, og sé bara sofandi ENN ÞÁ! Svona svipað dæmi og í sögunni um Hérann og Skjaldbökuna! =) hehe
-----------------------------

En hérna afhverju skildi Storkurinn vera tákn um barnsburð eða barns komu?? Veit það einhver? Mér er bara spurn :op hehe
---------------------------

En annars er ég bara sallí-róleg sko :) hehe.... Meina það er ekkert að því að kíkja á símann sinn á annarri hverri sekúndu og ath hvort það sé ekki allti lagi með hann. Er það nokkuð ;) Held líka að Guðbjörg fari og fá síma-nálgunarbann á mig :op ehemm.....
Vona samt hennar vegna að barnið fari að líta dagsins ljós, eins og hún sagði hér fyrir neðan er hún alls ekki sú þolinmóðasta í bransanum ;) hehe
-------------------------

Vá, það voru 80 veikindi tilkynnt í skólann í dag! Ekkert smá mikið... Ég er greinilega svo fílhraust að ég fæ ekkert þessa flensu ( 7-9-13 *BANK**BANK**BANK* ), allir fjölskyldumeðlimir á Traðarlandi 8 hafa verið sick nema ég, svo maður verður að halda í vonina. Síðan er annar hver maður sem maður talar við er kvefaður :op hehe... Vona bara að ég sleppi, það er leiðinlegt að vera veik....
--------------------------

Góð myndsaga ;)

--------------------------


Nenni ekki að blogga meira, þetta var aðalega gert fyrir hana Ingu Láru keiludrottningu;) sem er alltaf að tuða um það að ég bloggi lítið :-D HAHA
Eigið gott miðvikudagskvöld fólk! :)

mánudagur, mars 06, 2006

Það er lítið að frétta af þessum bænum, ég þarf að takast á við minn helsta ókost þessa dagana og það er óþolinmæði og hræðslan við það að "hanga" og gera lítið sem ekkert. En þegar ég pæli í því þá hef ég alveg nóg að gera ... þannig ég þarf bara að takast á við annan ókostinn (sem er nú stundum kostur!) óþolinmæðina. Á þessum inngangsorðum eigið þið að átta ykkur á því að barnið er ekki enn komið, ekki það að ég get eitthvað farið að bíða, manneskja sem missti næstum 1/3 úr meðgöngunni ;)

Ég fór að spá í bæjarstjóramálum hérna um daginn ... ég hef alltaf sagt að eftir menntó færi ég í það að verða bæjarstjóri ... þarf ég ekki bara að drífa í því? Flokksbinda mig og bjóða mig fram, Gunnar minn heittelskaði gerði nú lítið úr þessum draumi mínum og sagði að það myndi engin kjósa mig. Nú jæja ... takk fyrir að hafa trú á mér;) En minn tími mun koma. LOL ;)

ööö ... ég hef nú ekkert að segja, bara að láta vita að við gydjunar erum á lífi ... Vera meira að segja líka, hún á að vera að læra undir uppeldisfræðipróf!! ;) Duglegir þessir skólakrakkar... allavega sumir ... Helga liggur hérna við hliðina á mér að vinna í þýskuverkefni ... hún er búin að afreka það að skrifa nafnið sitt á skilaverkefni á þessum rúmum 10mín ;) ég er stolt af henni stelpunni :D Veru líka ...

-guðbjörg-

laugardagur, mars 04, 2006

Söngkeppni M.Í.


Já ... maður þarf nú að láta sjá sig þar! engin spurning. Ég hlakka til ... ég hef heyrt af fullt af skemmtilegum atriðum sem ég iða í skinninu til þess að heyra og sjá :D I love it ;)

Ég veit ekki hvort eitthvert atriðið eigi eftir að slá atriði atriðana við síðan í fyrra! Þegar Sigurbjörg steig í fótspor Ruslönu og flutti lagið hennar frá eurovision með stakri prýði og við, dansararnir sem vorum yfirnáttúrulega asnaleg, slógum svo rækilega í gegn með fimar, flottar, samhæfðar hreyfingar og vissum alveg hvað við vorum að gera :D

Lengi lifi Ruslana !!!! :D

-guðbjörg-

föstudagur, mars 03, 2006

3.mars !

Já dömur mínar og herrar í dag er 3.mars sem þýðir að í dag er ég komin akkúrat 40vikur sem þýðir "full meðganga". Dagurinn er rétt að byrja og ekkert bólar á krakkanum, ennþá allavega. Ég er samt nokkuð viss um að við þurfum eitthvað að bíða eftir honum blessuðum, það er mín tilfinning ... samt ekki lengi, ég nenni því ekki. En ... allt fer þetta eftir því hvenær henti barninu að koma útí þennan klikkaða heim ;) Samt bumban er svo hörð núna, sérstaklega þegar ég stend að ég er alveg viss um það að ef einhver krakki myndir ganga á mig þá myndiviðkomandi rotast .... prófa þetta á Önnu systur í dag ;)
Ég er farin að hlakka svo til!! Það er svo margt gleðilegt sem mun fylgja þessu barni plús það hvað það eru margir sem ætla að leggja land undir fót og skella sér hingað vestur til þess að berja það augum :D svo ekki sé talað um það þegar kerlan hún mamma lætur sjá sig á klakanum ásamt honum Clemens.

Þetta er sagt á ljosmodir.is :
Vika 40
Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!

Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 35 sm.
Þegar ég las þetta þá fór ég að spá ... það sem konur leggja á sig til þess að fjölga mannkyninu! koma kannski 3,5 kílóa krakka sem er kannski 35sm að lengd útum sitt heilaga, það er ekkert lítið lesendur góðir ... en ég hef engar áhyggjur, ég er jaxl ;) haha
Svo er ég alveg hætt að kvíða fyrir spítaladvölinni. Það er allt komið á hreint með venjuleganfatnað sem og nærfatnað! :) þannig að ég er góð ....
Nóg komið af þessu ... ég ætla að fara út að hlaupa, skokka upp og niður stigan hérna heima og eitthvað fleira klikkað ;) heyrumst ....
-guðbjörg-

fimmtudagur, mars 02, 2006

Jói Fel...


Jáh, þið eruð ef til vill að velta því fyrir ykkur afhverju Jói Fel fær að njóta þann heiður;) að vera fyrirsögnin á færslunni og eitt stykki mynd af honum líka! Tja, það er voða einfalt :) Kauði kom vestur í tilefni á Sólrisuvikunni og eldaði fyrir nemendur í hádeiginu :-D Váh! þetta var ekkert smá gott...fæ skvo vatn í munninn bara við það að hugsa um matinn :op .... Það var kúskus-salad, kjúkling-salad, brauð sem hann bakaði í Gamla Bakaríinu, Lambakjöt í sveppasósu, kartöflur og svo fiskur í rosalega góðri sósu....Mmmmm þetta var allt rosaleg gott :-D Hef held ég barasta aldrei séð eins mikið af fólki í mötó :op hehe
--------

Annars er lítið að frétta af þessum bænum. Sólrisuvikan er brátt að enda komin og hefur maður skvo verið duglegur að nýta sér það sem er í boði, buddan aðalega fengið að finna fyrir því! :) hehe
--------

Við systkynin erum að njóta síðustu "frelsis" daganna so to speak;) Ma og Pa komu til landsins í gær og ætla mjög líklega að keyra vestur á morgun. Verð nú að viðurkenna það að ég hlakka til að fá þau heim, ekki það að sambúðin hjá okkur hafi gengið eitthvað illa. Langt í frá :) 1/2 mánuðirnn er skvo búinn að vera fljótur að líða. En það er alltaf voða gott að hafa gömlu hjónin hjá sér =) hehe
--------

Svo er barasta allt að gerast í skólanum, ekki það að ég viti eitthvað meira um málið en þið. Veit bara það sem kemur í fréttunum. En mér þykir virkilega leiðinlegt að Guðbjartur og Mummi séu að hætta :o/ Þeir eru með þeim fáu einstaklingum í skólanum sem eru heilbrigðir og skemmtilegir....
Annars er þetta allt saman virkilega leiðinlegt mál og ég verð bara að viðurkenna það að ég er eiginlega búin að týna því um hvað málið snýst í raun og veru. Hef heyrt að þetta sé búið að vera í gangi í mörg ár...... ég er náttlega soddan ljóska, tek ekki eftir neinu :op
En vonandi fer þessu að ljúka/lagast....
---------

Síðan er verið að velta því fyrir sér í skólanum hvernig má/á að halda 16.ára böll. Stella rétti okkur blað í dag sem hljóðar svo:

Skólaböll Menntaskólans á Ísafirði
Hverjir fá að sækja skólaböll Menntaskólans á Ísafirði?
* Nemendur MÍ + einn boðgestur (á framhaldsskólaaldri) á hvern nemanda (nemendur MÍ bera ábyrgð á sínum gestum)
  • Gestalisti útbúinn fyrir hvert skólaball.
  • Skólareglur gilda á skólaböllum.
  • Dyraverðir yfir tvítugt - bæði kyn.
  • Öflug gæsla
  • Leitað í töskum og á öllum þeim sem koma á ballið.
  • Ölvun ógildir miðann.
  • Afgirt svæði þar sem ballgestir geta fengið sér frískt loft. Þar verður gæsla.
  • Ef ballgestur fer út af ballinu (þ.e út fyrir afgirta svæði) fær hann ekki að koma inn aftur.
  • Kennari eða annar starfsmaður skóla einnig við innganginn, merkir inn á gestalistann jafnóðum og gestir koma á ballið.
  • Kennarar og annað starfsfólk MÍ sér um ákveðinn hluta af gæslu á skólaböllum - vel upplýst um eigið hlutverk á skólaböllum.....hvað má og hvað má ekki!!!
  • Eftir hvert skólaball verður útbúin lista yfir þá sem haga sér illa á ballinu og verður viðkomandi einstaklingum meinaður aðgangur að næsta skólaballi á eftir.
  • Ef ballgestur brýtur fyrirfram settar reglur fer ákveðið ferli í gang með inngripi skólayfirvalda og foreldra, þ.e nemendur yngri en 18.ára - hvað með hina??)
  • Hringt í foreldra nemenda yngri en 18.ára ef nemandi brýtur þær reglur sem gilda á skólaböllum.
  • Skólaball stendur frá kl 22:00-01:00! (Hleypt inn til 23).
  • Mikilvægt að setja fastar reglur um á hvaða vikudag skólaböll verða sett!
  • Fimtudagur hentar e.t.v best!
  • Sólrisuball (sem einnig er skólaball) stendur frá kl 00:00-03:00
  • (Hleypt inn frá kl 00:00-01:00)

Sólrisudansleikur Menntaskólans á Ísafirði verður prófraun á þennan ramma sem verið er að reyna að setja upp vegna skólaballa.
Sólrisunefnd vinnur við gæslu á Sólrisudansleik MÍ.

Unnið af Stellu Hjaltadóttur forvarnar- og félagsmálafulltrúa MÍ
í samráði við Sólrisunefnd og NMÍ í febrúar 2006

Verð bara að segja eins og er að ég er bara virkilega fegin að vera orðin "gömul" og ekki ný byrjuð í menntó, held að þetta væri frekar ömurlegt. (Samt er ýmislegt sniðugt þarna, viðurkenni það)..... Þetta er náttlega mat mitt og þarf ekki endurspegla mat þjóðarinnar ;)

---------

Jæja ætla ljúka þessari færslu, er orðin alltof löng :op
Ég bíð spennt eftir því hvort erfinginn þeirra Guðbjargar og Gunnars kemur á settum tíma. 03.03.06 er nokkuð töff ;)