laugardagur, september 29, 2007

Skrýtin

Ef svo skemmtilega vildi til að þið elskulegir vinir mínir mynduð hitta mig ... ekki láta ykkur bregða ef ég virka mikið skrýtnari en venjulega, ég held ég sé búin eða allavega vel á veg komin að lesa yfir mig!!

fimmtudagur, september 27, 2007

Tungumálarugl.....

Íslensk stúlka situr inn í kennslustund. Í landi langt frá heimalandi sínu, Frakklandi. Nánar tiltekið Nice. Kennarinn er að skrifa málfræði á töfluna og er að útskýra fyrir nemendunum jafn óðum. Að sjálfsögðu fer öll kennslan fram á frönsku. Í kennslustofunni eru nemendur hvaðan af úr heiminum. Hliðinna á íslensku stelpunni situr stúlka frá Hollandi. Þær eru orðnar ágætar vinkonur. Tala alltaf saman á ensku. Íslenska stelpan er djúpt hugsi og segir svo við þá Hollensku; "Hvað á hann eiginlega við"... Hollenska stelpan lítur á hana og skellir upp úr. Íslenska stelpan horfir smá stund á hana og fattar svo hvað hafði gerst....

Jáh ég hugsa greinilega enn þá á íslensku - LOL!

Ég er töff

Mig langar bara að benda ykkur á hvað ég er töff ... allavega að mínu mati.

Klikkið HÉR

miðvikudagur, september 26, 2007

Tæknivæðing


Ég hringdi í Gunnar í dag, sem er svo sem ekkert merkilegt. Símtalið var samt svolítið skemmtilegt:
Ég: hæ, herðu ... ég var að spá, á ég að kaupa myndavél? Það er góð útsala í BT. Á ég ekki að láta það bara gossa?
Gunnar: Nei
Ég: (WTF) af hverju ekki?
Gunnar: Af því bara ... ég er keypti eina áðan. ætlaði að kaupa sjónvarp, en .... (blablabla)
Ég: Vá í alvöru ... (svakalega ánægð).
....(blablabla)....
Gunnar: Vilt þú ekki bara kaupa þér upptökuvél?
Ég: Jú!!

Ég er sem sagt búin að fá mér myndbandsupptökuvél ... Gamall draumur loksins orðinn að veruleika! jeij ...

mánudagur, september 24, 2007

Bolungarvík

Það kviknaði í íþróttahúsinu hérna í Bolungarvík í gær:

http://bb.is/Pages/26?NewsID=105944

Með fullri virðingu fyrir öllum þeim hugmyndum, framkvæmdum og pengingum sem er verið að binda við framkvæmdir á félagsheimilinu okkar, Víkurbæ, þá finnst mér að það ætti að setja það á hold að nota alla peningana í að byggja upp íþróttahúsið okkar, Árbæ.
Það er mikið meira líf og fjör í íþróttahúsinu en í félagsheimilinu, það er bara þannig. Kannski yrðu félagsheimilið notað frekar ef það yrði aðeins shænað til (það er samt ekki nauðsynlegt að stækka það!!) en við vitum vel að ef íþróttahúsið okkar fengi smá ögn af lagfæringu og "uppfærslu" þá yrði það notað enn frekar!

Þetta var það sem ég vildi sagt hafa á þessum ágæta en jafnframt kalda mánudegi til mæðu!

föstudagur, september 21, 2007

Sól - Strendur - Monaco og nýtt heimili.....

Tími kominn á annað blogg. Hef ætlað að koma með færslu alla vikuna, en þar sem ég hef fuuulllt annað að gera fær bloggið að sitja á hakanum :)

Á laugardaginn fór Anna herbergisfélaginn minn heim. Var skrítið að vakna á laugardeginum og sjá rúmið hennar tómt. Hún skrifaði mér kveðjubréf því hún fór svo snemma. Sakna hennar, æðisleg stelpa. Svo á sunnudaginn flutti ég, sakna host-fjölskyldunar minnar. Hún var æðisleg. Svo núna er ég flutt á heimavistina sem er reyndar hostel með fleiri bakapokaferðalöngum en EF-nemendum. hehe. En það er samt allti lagi, maður kynnist svo rosalega mikið af fólki hérna. Versta er að það fólk sem maður er að kynnast fer eftir nokkra daga. En það eru svo miklu fleiri kostir en gallar, hérna er þráðlaust internet svo ég kemst á netið hvenar sem er. Hérna er allt frekar ódýrt, elduð máltið kostar 6.50€ og pizza 5.50€. Síðan er bjórinn, gosið og vatnið á 1€ sem er mjög ódýrt. Getur aðsjálfsögðu fengið það aðeins ódýrara í búð en samt ekki það mikill munur. Síðan hefur maður aðstöðu til að elda ef manni hugnast það. Sem ég stór efa að ég muni nokkrum tíma gera. En aldrei að segja aldrei :) hehe
Hostelið er reyndar svoldið langt frá bænum u.þ.b 20.mín með strætó. En þetta er einn fallegasti staður sem ég hef séð. Hostelið er upp á hæð og var klaustur hérna í gamla daga. Mæli sko með því kem með linkinn á það þegar ég man hann ;)


Skólinn gengur ágætlega og erum við aðalega að læra málfræði. Sem mér finnst ekki nógu skemmtilegt. Langar að læra að tala meira. En maður þarf víst að kunna málfræðina til að geta talað rétt :) hehe... Skondið. Ég er búin að læra helling nýtt, hluti sem ekki voru kenndir í Frönskunni í MÍ sem ég veit eiginlega ekki afhverju. Virkilega skrítið. En annars er skilningurinn miklu betri en hann var. En fólk talar svo rosalega hratt að maður nær varla öðru hvoru orði. Síðan er maður ekkert að láta reyna á frönskuna mikið. Á hostelinu tala allir ensku, þegar nemendurnir hittast fyrir utan skóla tölum við ensku. Þannig að eini staðurinn sem maður er að tala frönsku það er í skólanum og maður er þar hámark 4klst á dag :op

Annars er lífið æðislegt hérna. Ég er gjörsamlega yfir mig ástfangin af Nice :) Á þessum stað er svo stutt í allt! Og það er búið að vera sól allan tímann, búið að koma einn dagur þar sem var mikið um ský, annars alltaf heiðskýrt. Trés bien! :)


Á síðusta laugardag fór ég með nokkrum krökkum úr skólanum til Monaco. Monaco er virkilega fallegur bær. OMG bílarnir, eigum við eitthvað að ræða hvað þeir eru flottir á því þarna? Svo bátarnir jeremías! Þeir flottustu sem ég hef séð :) Að sjálfsögðu fórum við að skoða höllina hans Alberts prins, sem var upp á hæð og við btw löbbuðum upp hana! hehe... Skoðuðum kirkjuna þar sem Grace Kelly gifti sig og var jörðuð. Hún átti dánarafmæli 14.sept.(1982) Síðan var að sjálfsögðu farið í spilavítina Monte Carlo og ein stelpa vann 100€ :) hehe... Síðan var bara farið á ströndina, slakað á og svo borðuðum við í Monaco. Mæli með Monaco ;)

Næsta laugardag ætlum við að fara til Antibes og kannski til Cannes. Og svo á sunnudaginn ætlum við að fara til Villa France. Maður verður að vera duglegur að skoða sig um. Tíminn er svo fljótur að líða hérna :) hehe

Hef þetta ekki lengra í bili, blogg ef til vill með styttra milli bili núna og kem með einhverjar skemmtilegar sögur. Er svo tóm í augnablikinu.

Kossar&Knús frá Nice ;*

Anna (Belgíu), Christian (England) et Moi

E.s setti inn myndir hérna http://picasaweb.google.com/verasnorra/
af því að 123.is virkar svo illa hérna hjá mér. Enjoy!

fimmtudagur, september 20, 2007

Margrét

Munið þið eftir dóttur minni...? Það er nú ekkert svo rosalega langt síðan hún kom í heiminn, en...


...hún er byrjuð á LEIKSKÓLA


mánudagur, september 17, 2007

Tími

Þessi blessaði tími, hann er sko alveg!! þið vitið.

Ég hugsa til þess með sælusvip þegar ég fer í loftið í flugvél á föstudaginn og flýg suður til Reykjarvíkur og verð þar framá sunnudag. Ekkert internet, sem þýðir aðeins eitt, frí frá lærdómi!!! Það er BARA ljúft, allavega eins og planið blasir við mér núna.
Það verður tekið gott djamm í höfuðborginn á lau. með Gunnsa mínum og mörgu öðru fólki sem ég þekki lítið sem ekkert, kannski ég kannist við nokkra?!

Best að halda á að vinna niður heimalærdóms-, skyduumræðu-,ritgerðar- og verkefnabunkann! Inná milli tek ég nokkur vel valin grip á gítarinn ... NOT!

sunnudagur, september 16, 2007

Say what?!

Bolungarvík er bara komin á kortið, það er alveg komið á hreint.
Ég hélt, í alvöru, að ég væri búin að lesa yfir mig þegar ég las þessa fyrirsöng á Vísisvefnum.

fimmtudagur, september 13, 2007

Alltaf að græða

Já veðrið er sko gott að því leitinu til að þegar ég fór út í morgun þá var allt morandi af gosflöskum í garðinum mínum.
Þegar ég kom heim úr vinnu áðan þá tók ég mig til og setti þær allar í poka og setti inní bílskúr.
Segið svo að maður sé ekki alltaf að græða :)

mánudagur, september 10, 2007

Ber

Þegar ég koma heim úr vinnunni áðan þá blöstu við mér þessi þvílíku ósköp af berjum, aðalbláberjum. Við erum að tala um 13-14 lítra af þessu s****!
Það eina sem mér datt í hug þegar ég stakk uppí mig einni lúku af berjum; "hvernig anskotan á ég að gera við þetta allt?"Ég er að verða ekta húsmóðir, ég er að fara að sulta og mun eiga aðalbláber í frysti sem ég get boðið gestum uppá (ef ég tými því) með sykri og rjóma! Það verður gott að sækja mig heim ;)

Bonjour...!

Jæja loksins komst maður á netið... þetta er met hjá mér, að hafa verið internetslaus í heila viku. Og ég lifiði það af! Jáh allt getur gerst! :)

Er ekki alveg að trúa því að ég hafi verið hér í heila viku! Það þýðir að ég á aðeins eftir 5.vikur! Þannig núna þarf að bretta upp ermarnar og fara að skipuleggja svo maður komist yfir allt það sem maður ætlar að gera. Ó já það er svo margt sem ég ætla að gera :op

Þessi vika hefur sko verið fljót að líða. En skulum fara hratt yfir sögu og byrja á byrjuninni.

Ég kom til Nice á sunnudagskvöldið um 20 á staðartíma. Þar beið enginn eftir mér frá skólanum. Þarna kom fyrsta menningarsjokkið. Ég talaði ekki stakkt orð í Frönsku og enskan kom öll vitlaus út úr mér vegna stress. Endaði þannig að ég tók leigubíl á Rue Venier 5 - þar býr fjölskyldan mín.

Yndælis maður keyrði mig. Hann hafði mikinn áhuga á því afhverju manneskja frá ÍSLANDI væri að koma til Nice að læra frönsku. Hann sagði að ég ætti bara að eyða tímanum á ströndinni ekki í skólanum. Miklu betra. Ég brosti bara til hans.

Svo þegar við vorum komin að íbúðarhúsinu hringdi ég bjöllunni og vissi ekkert hvað ég átti að segja við frönsku bablinu sem kom á móti mér... Ég endaði á því að geta sagt "Hello, my name is Vera, a EF-student" og þá var mér hleypt inn. Ég gekk inn í stórt andyri og vissi ekki hvort ég ætti að fara upp eða bara bíða. Var eins og hrædd kanína! Svo ég rölti rólega af stað, heyri einhvern koma niður tröppurnar. Kemur ekki þessi yndælis kona með þetta þvílíka bros á vör. Kyssir mig á sitthvora kinnina. Hún heitir Isabelle. Sonur hennar. Florian tekur mína 26kg (Ójá! Hún var svo þung) tösku upp lyftuna og ég labba með konunni upp stigann. Upp á 4 hæð.

Þar kemur babb í bátinn. Isabelle var ekki með lykla af íbúðinni. Hún fór niður til nágrannans sem reyndi að brjóta niður hurðina. Endaði með því að þurfti að kalla á slökkvuliðið. Því konan var með gasið á - hafði verið að elda þegar ég hringdi. Þeir þurftu að fara í íbúðina fyrir ofan og síga niður á svalirnar. Svakalegt ævintýri á meðan stóða ég þarna og skildi ekki stakkt orð sem var sagt. Konan leit til mín annaðslagið, hrissti höfuðið og hló :)

Síðan var mér sýnt herbergið mitt sem ég myndi deila með annari stelpu. Herbergið er frekar stórt og inn af því er klósett með sturtu. Og klósettið er bleikt sem mér fannst nokkuð fyndið. Mitt rúm er með bláu handklæðinu ofan á, nær glugganum :) Hér eru myndir;


Síðan seinna um kvöldið um 22. Kom herbergisfélaginn minn hún Anna frá Belgíu. Virkilega fín stelpa. Við náum alveg ótrúlega vel saman. Sem er mjöög gott. Hefði verið erfitt að deila herbergi með einhverjum sem manni líkaði ekki. Erum búin að brasa mikið saman. Búin að fara út á lífið nokkur kvöld. Á föstudaginn komum við ekki heim fyrr en kl 6. Anna var gjörsamlega á rassgatinu og mundi varla helminginn af því sem gerðist. Laugardaginn sváfum við til 14 og fórum svo á ströndina. Alltaf sól :) hehe





Ég og Anna herbergisfélaginn minn.


Skólinn er fínn. Fyrstu dagarnir voru frekar erfiðir þar sem ég skildi voða lítið og gat sagt enn þá minna. Held líka að þetta hafi verið stress. Fór alltaf í baklás þegar yrt var á mig. En núna er þetta allt að koma. Manni er eiginlega alveg sama þó maður sé að segja eitthvað vitlaust því allir í bekknum kunna lítið og eru hérna til að læra. Maður lærir af mistökunum :) Tímarnir eru fínir, litlir bekkir. Svo fer maður bara á ströndina fyrir og eftir tíma. Búið að vera sól allan tímann síðan ég kom. Pínu ský í gær en þau voru farin seinni partinn. Svo maður er bara í því að worka tanið (haha...einmitt....ég fæ ekkert tan) :)

Ætla ekkert að hafa þetta lengra. orðið frekar langt. Hér eru nokkrar myndir síðan á föstudaginn. Svo gaman að skoða myndir;







fimmtudagur, september 06, 2007

Lucaino Pavarotti

http://www.youtube.com/watch?v=TvLtEHONp3Y

Þetta var flottur karl, stórlax!

þriðjudagur, september 04, 2007

Allt og ekkert


Vera er farin af landi brott og komin í hitt landið, Frakkland... hún er góð hún Vera! svei mér þá, ég er strax farin að sakna hennar. En hey, tíminn flýgur áfram.

Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert að segja! Ég er svo uppfull af fyrirlestrum sem ég hef verið að hlusta á í sambandi við námið mitt frá K.H.Í. svo er það námsefnið sem ég er að kenna í grunnskólanum. Vegna þessa þá kem ég litlu öðru inní hausinn á mér.
En það sem er helst að frétta af mér er að við, litla fjölskyldan mín, erum al flutt í nýja húsið okkar að Ljósalandi 13 og okkur líkar vel. Við erum komin með netið en eigum ekki sjónvarp, það kemur seinna. Ég sakna þess ekkert. Allt er orðið vel kósí. Ég er í því að þræla Gunnari mínum út þegar hann er heima til þess að setja upp ljós og gardínur ;) ennn leiðinlegt.

*Hvað er þetta með þessa símaauglýsingu!? Mér finnst hún ekkert spes. Hún er ekki fyndin að mínu mati og hún særir mig ekkert vegna trúar minnar (ætti hún að gera það?).
*Strákarnir í meistaraflokk BÍ/Bolungarvík eru ð gera það gott og vona ég fyrir þeirra hönd að allt gangi upp. Koma svo!!!
*Smá pæling: af hverju voru Vestfjarðargöngin ekki gerð tvölföld alla leið á sínum tíma? ég er mikið búin að vera velta þessu fyrir mér. Var það leti, sparnaður, var það ekki hægt ... hvað var það sem réði því að þau gátu ekki verið tvölföld alla leið?!
*Önnur pínu pæling: ég veit ekkert um þessa rennibraut sem er verið að gera klára hérna í Víkinni, en mætti hún ekki vera brattari? Úr því að það var verið að gera þetta á annaðborð, af hverju að gera þetta ekki grand? hvað veit ég ... þetta er bara pæling.

Aji, ég nenni þessu ekki. Ég ætla að halda áfram með verkefnið mitt í Nám og kennsla: Inngangur, mjög skemmtileg.

Ég lofa að vera skemmtilegri næst ...