föstudagur, maí 30, 2008

Næturvakt...

....felur í sér mikið sjónvarpsgláp og bloggsíðu flakk. Og í mínu tilfelli þar sem ég er á 2 - 3 næturvöktum í röð fer þetta út í rugl. Sem einkennist af því að ég er fer að skoða síður hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Jáh ýmislegt sem maður gerir til að drepa tíman.

En ykkur til mikillar gleði sem eruð sofandi á þessum tíma þá er sólin löööngu komin upp. Hún fyllir mann með mikilli von þegar hún teygir anga sína inn um gluggann. Von um að þetta verði góður dagur. Sólríkur dagur eins og síðast liðnu dagar eru búnir að vera. Just love it!

Eurovision kom sá og....tja... veit ekki...Eeen það var teiti hjá Gunnu og Rúnari. Þar vantaði ekki fjörið, áfengisneysluna, rabbabaratínslun, áfengisneysluna, körfuboltann, áfengisneysluna, rólurnar, var ég búin að minnast á áfengisneysluna? :)
Tekið voru nokkrar myndir, misjafnlega góðar og ótrúlegt EN satt tók ég fæstar. Hendi þeim inn á myndasíðuna fljótlega. Gleymi því bara alltaf. En þær eru komnar inn á Facebook fyrir þá sem nota svoleiðis. Jáh Gunna þú verður bara að vera svoldið meira "inn" ;)

Sjómannadagshelgin er á næsta leiti. Þessi helgi mun einkennast af rölti niður á bryggju, messu á sunnudaginn (klikka sko ekki á sjómanndagsmessunni) og svo má ekki gleyma vinnu, því jú þetta er vinnu helgin mín.

Síðan mun maður vinna fjóra vaktir í næstu viku. Svo er förinni haldið í borg óttans á laugardaginn þar næsta. Ég vil kalla þessa reisu mína sumarfrí#1, því dvöl mín mun standa yfir í næstum því viku. Hlakka mikið til, tónleikarnir með James Blunt og svo að hitta alla vitleysingana sem ég sakna svo ósköp mikið! ;)

Það styttist...

föstudagur, maí 16, 2008

fimmtudagur, maí 15, 2008

Eurovision 2008 Denmark - Simon Mathew - All night long

Fíla lagið frá frændum okkar Dönum í ræmur! Sakar ekki að gaurinn er algjört augnakonfekt en lagið er bara svo up beat og skemmtilegt :)

ISIS GEE - FOR LIFE

Styttist í Eurovision. Gaman Gaman - er enginn euronörd en hef gaman af þessari keppni :)
Finnst framlag Póllands mjög gott!
En vá hvað hún er með hvítar tennur, gat ekki hætt að horfa á þær...haha

þriðjudagur, maí 13, 2008

Allir blogga um próf!!

Þannig ég ætla líka að gera það. Ég fékk þann heiður að fara snemma heim úr vinnunni í dag, eða bara um leið og ég var búin að kenna, í þeim tilgangi að fara heim að læra. Ég er búin að hlusta á einn fyrirlestur til upprifjunar og lesa aðeins.

Ég er með vatnsbrúsa mér við hlið til þess að sýnast holl og góð og einnig til þess að koma í veg fyrir munnþurrkinn sem ofnæmislyfin sem ég er á valda. Síðan má ekki gleyma læranamminu (namminu sem hjálpar manni að læra og þar af leiðandi sest á lærin ;)) Ég er með Nóakropp í skál vegna þess að sykur gefur skammvinna orku svo er Nóa kropp líka svo gott, það segir allavega hann Gilli kropp (húmor frá pabba ...) síðan til þess að vega aðeins upp á móti óhollustunni,sykrinum og samviskunni blandaði ég smá cheeriosi samanvið!!

Góður ;)

laugardagur, maí 10, 2008

Coldplay

Coldplay er hljómsveit sem mig langar að sjá á sviði ... ég var svo vitlaus hérna í denn að kíkja ekki á þessa pilta þegar þeir voru hérna á klakanum og létu ljós sitt skína í Laugadalshöllinni. Góður Guðbjörg Góður ... er þá ekki málið að kíkja á þá bara í útlandinu?!

Sjáið þessa frétt.

föstudagur, maí 09, 2008

miðvikudagur, maí 07, 2008