miðvikudagur, maí 31, 2006

Smá info um mig ...

... ég hef logið að þeim sem mér þykir væntum, en ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segist aldrei hafa logið þannig að þeim að lygin hafi sært þau, gert þau reið eða leið! Því oftar en ekki þá leiðrétti ég lygina, ég lýg stundum i gríni... en eins og ég segi þá held ég að ég hafi aldrei logið neinu vondu að neinum. Eitt það versta sem ég veit eru ljótar og slæmar lygar og það að geta ekki komið hreint fram og sagt það sem er satt og rétt. Helvíti er það erfitt að fá kalda gusu af lygum uppí opið smettið á sér (þegar fólk hefur tækifæri til þess að segja sannleikan) og fá svo sannleikan annarsstaðar frá (á einhver það skilið?).
Ef ég hef einhverntíman sært einhvern/hverja af ykkur lesendur góðir með lygum ... þá biðst ég afsökunar hér og nú, ég er jafnvel tilbúin að biðjast afsökunar face to face.

... ég reyni alltaf að vera eins hreinskilin og ég get! Það var meira að segja eitt af áramótaheitunum mínum ein áramótin að vera eins hreinskilin og ég get. Ég held að ég hafi alveg staðið við það. Ég hef meira að segja verið svo hreinskiln stundum að ég held að ég hafi móðgað fólk, sært það pínu og gert það reitt, ég biðst afsökunar þar sem við á. Ég reyni alltaf að segja sannleikan við alla, þó svo að sannleikurinn sé sár eða þá að fólk vilji ekki heyra sannleikan (reyndar þá hef ég ekki lent í þeim aðstæðum,en ef til þess kæmi einhvern daginn,þá hugsa ég að ég myndi reyna að láta það gossa) ... en ég viðurkenni það að ég hef ekki alltaf sagt allan sannleikann en það var einmitt mitt áramótaheit þessi áramótin að skafa ekki utanaf sannleikanum. Ég vildi að sumir gætu verið eins hreinskilnir og ég og sagt sannleikann.

... ég hef dæmt fólk sem ég þekki lítið sem ekkert. Ég er ekki vön því og geri sem minnst af því, því ekki vil ég að fólk dæmi mig. En þegar einhver gerir eitthvað á minn hlut (e-ð sem særir mig, gerir mig reiða og svo framvegis) eða vina minna og ættingja er ég fljót að dæma fólk! Þetta er slæmur ókostur, ég veit það og ég viðurkenni það fúslega. Stundum þá hef ég ekki einu sinni list á því að tala við fólk eða kynnast þeim sem ég hef dæmt og því miður (en einn ókosturinn við mig) læt ég það stundum finna fyrir því að mér lýst lítið á það. Er það bannað?

... Einu sinni hleypti ég ekki ókunnugu fólki sem mér leyst ekki á mjög álagt mér, hafði lítinn sem engan áhuga á því að kynnast því. Ég er þannig enn,ég hleypi fólki ekki auðveldlega að mér, allavega þá hefur mér verið sagt það og ég er farin að sjá það sjálf. Þetta er eitthvað ósjálfrátt að mér líkar ekki við alla. Oft tala ég ekki við fólk sem vinir mínir eða einhverjir sem ég þekki því stundum lýst mér ekki á það eða þá að ég sé feimin (já ég get orðið feimin, en ekki oft!),þannig ekki taka það alveg of alvarlega ef ég tala ekki við þig ;), ath hvernig landið liggur áður en þú ferð að halda að mér lýtist ekkert á þig.

Vá ... ég veit ekkert hvort það sé eitthvað til í þessu babli hjá mér en ég veit að ef þetta væri á bloggi hjá einhverjum öðrum, þá væri ég löngu hætt að lesa ;) En ég las þetta allt saman yfir núna áðan og fór að pæla : er ég slæm manneskja? ég dæmi fólk, ég vill ekki kynnast hinum og þessum því ég loka á þá og svo framvegis. kannski næsta áramótaheit ætti að vera að hætta þessu bulli sem ég tala um hér að ofan. Það sem spilar kannski inní þessi skrif mín er það að ég er ekki alveg með sjálfri mér núna og hef ekki verið síðustu daga, þó það sjáist lítið á mér að mér líði eitthvað öðruvísi eða hagi mér eitthvað öðruvísi, ég er svo góð að setja upp grímu, grímu sem allir vilja sjá mann með. En elsku fólk, ég er ekki veik, þunglynd eða neitt svoleiðis, ekkert alvarlegt að mér. Það sem plagar mig hvað mest er ástarsorg, reiði og sárindi ... mér finnst þess vegna ég eigi rétt á því að skrifa svona hluti. Þannig eins og þið sjáið og lesið þá er ekkert að mér sem grær ekki með tímanum. Ég skal segja ykkur einn góðan punkt : "Sá er sterkur sem er sterkastur einn!" Ég er sterk ... þannig það hlýtur að vera að ég sé sterkust ein, plús Margrét.

Allavega ... ég vona að engin taki þessi skrif mín of alvarlega og sendi mig á geðveikrarhæli eða eitthvað. Eflaust hugsa margir hvað ég er að pæla með því að skrifa þetta og setja á netið ástæðan er sú að mig langar það, ef einhver er á móti því þá go a head láttu það koma. og plís ekki vorkenna mér ... vorkennið frekar þeim sem eru ekki í náðinni hjá mér ;) hehe ...
Hafið það sem best allir saman! ég þarf svo að leyfa ykkur að sjá ljósmynd sem ég er ástfangin af þessa dagana :D

mánudagur, maí 29, 2006

Krútta!!

Elsku krúttið mitt og ástkær systir á afmæli í dag! Helga Guðrún er loksins orðin 18ára gella. Þegar við munum taka á honum stóra okkar á sjómannadagsballinu þá þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af því að finna nýja foreldra fyrir þig til þess að hafa auga með þér.

Til hamingju með daginn krútta mín, I love you honey sugerpillow! :*

kveðja Palli ..... Djók, þín systir Guðbjörg.

P.S. Vera elskar þig lika! ;)


sunnudagur, maí 28, 2006

klúður Guðbjörg, klúður !!

Shit hvað mar getur verið mikill auli!! Ég fékk sms fyrr í kvöld frá Ásthildi vinkonu Helgu Guðrúnar þess efnis hvort ég gæti höndlað það auðvelda verkefni að hald krakkanum (Helgu) heima á milli klukkan níu og hálf tíu í kvöld!! Ekkert mál, ég get sko alveg haldið henni heima. Þar sem ég las smsið kannski ekki alveg nógu vel þá kúðraðist þetta aðeins. Þar sem Helga á ekki afmæli fyrr en á morgun þá las ég þetta sem þannig að ég ætti að halda henni heima á morgun,ekki í kvöld, ég meina ... er það ekki bara alveg eðlilegt ;) ?

Glæsilegt! ég klúðra öllu óvæntu nema ég skipuleggi það sjálf!

Góðir hálsar.....

.......og aðrir líkamspartar!
HAHA! Þetta verður aldrei leiðinlegur djókur ;)

Fannst tími til komin að fara að blogga, vika síðan síðast. Og sérstaklega af því að ég skellti nýjum banner inn í gærkvöldi. Tóku þið eftir honum? Flottur? Er nebblega ekki viss sjálf...
En þetta áorkaði stelpan á meðan gaurinn lék sér í CM (eða einhverjum öðrum fótboltaleik) í gærkvöldi ;)

Hugurinn var svoldið fyrir vestan, hefði svo viljað geta knúsað og kysst hana Bertu mína til hamingju með áfangan :* Svo stolt af þér skvís að orð fá því ei líst! OG líka stolt af Stebbu minni ;) Og bara öllum sem voru að útskrifast, jáh, svei mér þá!
Held í þá von að ég muni fá að njóta þessara gleði á áramótum/janúar! Maður á alltaf að vona =)

Annars er bara allt gott að frétta af mér. Ferðin hjá okkur systkynum gekk svona glimrandi vel og skemmtum við okkur konunglega. Bróðir minn komst betur að því hversu skrítna systur hann á! ;) Ég, að sjálfsögðu, byrjaði á því að keyra. Við tókum þá ákvörðun að stoppa ekki í Hólmavík, heldur taka okkur góða pásu í Staðarskála. Fá okkur að borða haaaamborgara og taka bensín. Allt í góðu með það. Nema það, þegar við vorum búin að keyra þó nokkurn spöl frá Hólmavík fann stelpan fyrir pissu-tilfinningu.

En maður ítti henni bara til hliðar, meina ég ætlaði nú ekki að fara að pissa út í Guðs grænni náttúrunni. Svo langt síðan að ég kann það örugglega ekki lengur ;) Allavega, ég ákvað að gleyma þessari tilfinningu bara, enda var hún ekkert svaðaleg. Ætlaði bara að halda í mér til Staðarskála. Neih ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu langt það væri, ég er yfirleitt sofandi í svona ferðalögum! =)

Jæja svo jæja, ferðin hélt áfram. Ég hef sett það í vana minn að gera svona brrr hljóð áður en við förum yfir......aji svona rimla-brú....man ómögulega hvað það heitir í alvöru. Allavega þarna fékk bróðir minn fyrsta hintið að ég væri ekki með öllum mjalla.

Svo sagði ég honum hvað okkur fannst fyndið að kalla "brú" í hvert skipti sem við fórum yfir eina í fótboltaferðalögum. Sem sagt af því að við stoppuðum alltaf á Brú til að pissa og svon.
Mér fannst þetta fyndið þegar ég hugsaði þetta, en ekki þegar ég var búin að segja þetta upphátt. Það kemur frekar oft fyrir mig, hlutirni hljóma miklu betur upp í klikkaða kollinum mínum en þegar ég læt þá út úr mér :op

Svo þegar við vorum búin að keyra í dágóðan tíma, og ekki gleyma því að mig vantaði að pissa!, þá kemur svon frekar laaangur vegur, eða jáh segjum það bara, áður en maður kemur að Brú. Þá missti ég mig gjörsamlega, pissu-tilfinningin var að taka yfirhöndina! Hvað gat ég gert? Það voru hvergi hólar/grjót eða eitthvað til að skýla sér til að geta kastað vatni! Þarna byrjaði ég að svitna, skildi pissublaðran springa? Það var alltaf sagt við mann þegar maður var yngri að ef maður héldi of lengi í sér þá myndi hún springa! jáh sumir hlutir sitja einfaldlega í manni þó maður eldist og eigi að vera vitrari! (svipað og þegar ég var lítil og sagði einu sinni við Bertu að ef hún labbaði aftur á bak myndi mamma hennar deyja! Hvar ég fékk þá flugu í höfuði má Guð vita. Hversu grimmt barn getur maður verið :o/ En í dag hlæjum við bara að þessari vitleysu:op ...)

Ég sá mér leik á borði, ég varð einfaldlega að dreifa huganum. Hætta að hugsa um þessa pissublöðru og tilfinningu. Þar með missti bróðir minn allt álit á mér. Ég varð gjörsamlega vitfirrt af pissutilfinningu og ofvirk í þokkabót. Svo loksins þegar við komum í Staðarskála var ég varla búin að stoppa bílinn áður en ég var farin út úr honum og hljóp niður á klósett. Var nú næstum því farin inn á karlaklósettið. Snéri við í dyrunum þegar ég sá einhvern mann vera að pissa í pissuskál. Fannst eitthvað bogið við það ;) hehe...

En hérna af því að það er svo langt síðan ég fór í Staðarskála, voru kvennaklósettin ekki einhverntíma innst á ganginum. Eða er það bara vitleysa í mér??

En þessi ferð var bara skemmtileg út í eitt. Mamma sagði mig vera ökuníðing, sem ég samþyki nú ekki. Keyrði bara eftir aðstæðum :)
Ég hélt samt á tímabili eftir að við vorum búin að keyra frá Mývatni (minnir að það heitir það, landafræði er svo langt frá því að vera mitt fag!) að vegirnir væru endalausir til Egilsstaða, þetta ætlaði aldrei að taka enda! Svo var einn jeppi sem kastaði í rúðuna á Erró (bíllinn minn ;)) og það kom sprunga, greyið litli bíllinn minn :o/ Ljóti jeppi! segi nú ekki annað...!

Vá ég gæti bloggað endalaust, held samt að ég stoppi núna. Orðið ansi langt blogg :op Vil bara óska þér lesandi góður, ef þú ert komin á leiðarenda, til hamingju með að hafa lesið alla þessa vitleysu í mér :)
Kær kveðja frá Egilsstöðum!
Sakna ykkra allra fyrir vestan :*

laugardagur, maí 27, 2006

Ekkert...

... akkúrat, ég hef ekkert að segja.
Ég er ennþá á fótum, ekkert djamm hérna megin ó sei sei nei, það er verið að undirbúa fyrir útskriftarveisluna hans Hjartar bróður míns sem útskrifast á morgun sem stálsmiður! Svo er Berta mín, Stebba nafna, Kristín og Valdís sem og fullt fullt af öðrum krökkum sem ég kannast við og þekki að fara að útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði.
Til hamingju með áfangann krakkar mínir :*
Ég ætla að hafa mína eins árs gömlu stúdent húfu á hausnum á morgun, engin spurning. Þegar ég tók þetta hvíta af húfunni þá rann síðastliðið ár eins og elding fram í hausnum á mér á ljóshraða ... frá því ég útskrifaðist þann 27.maí 2005 til dagsins í dag hefur eitt og annað skeð ; Fjölskyldan "reif" niður eitt hús og byggði nýtt, ég upplifði sorg og gleði með vinum mínum,ég var laus og liðug allt sumarið fram á vetur og varð þá komin á fast, ég varð ófrísk og eignaðist fallega stelpu (ef það hefur farið framhjá einhverjum), ég varð einhleyp á ný fyrir stuttu og núna ég skemmti mér og hef gaman af öllu og öllum í kringum mig (bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég að stikla á ansi stóru ;)).
Það er margt sem maður upplifir og lærir á þessum fjórum árum sem maður er í menntaskóla en ég held að árið sem liðið er síðan ég setti upp hvíta kollinn hafi fært mér góða vitneskju og reynslu sem örugglega væri metið uppá fimm annir í menntó ;) eða hvað veit maður ?

Vera mín Dögg, sambloggari með meiru, er komin í faðm ástarinnar í lífu hennar, hans Ásgeirs! Mikið lifandi skelfing ósköp er gaman að vera hún Vera ;) Vera lagði uppí langferð ásamt sínum eldri bóður, Einari, austur á Egilsstaði í gær og komu þau heil á höldnu til byggða um kvöldmatarleitið (allavega fékk ég skilaboð þess efnis kl 18:58). Vera lifir, enn sem komir er, góðu lífi á Egilsstöðum og er hún ekki farin að kvarta undan aðstöðu þar á bæ ;)

Nú það er eins gott að fara að tjá ykkur lesendum nær og fjær að ég er að fara af landi brott! Þann 14.júní þá er ég farin ... en ég kem aftur, sei sei já ... ég kem alltaf aftur! Passið ykkur á að sakna mín ekki of mikið! ;) og sparið ykkur í glensi og gríni þar til ég get komið og skemmt mér með ykkur!

Aji shiturinn titturinn mellan og hó*** ... klukkan er orðin ansi margt og ég á eftir að slá lokahönd á dressið fyrir morgundaginn! EF þið sjáið einhverja gellu, sem gæti hugsast að væri ég .... tjékkið hana þá át ;)

mánudagur, maí 22, 2006

Margrét

Ég hef ekkert að segja þessa dagana þannig ég læt það duga að setja inn mynd af manneskjunni sem heldur mér á floti þessa dagana, dóttirin Margrét.

sunnudagur, maí 21, 2006

Hard rock hallelujah......!!!!

Lordi er sko málið!! :-D Minnz var sko virkilega sátt með úrslitin. Gaman að svona öðruvísi lag skildi vinna. Mér finnst þetta æðislegt lag, hlusta bara non stop á það (er að verða eins og Hjörtur hennar Bertu ef marka má orð hennar ;) hehe) Er það svo ekki bara Finnland á næsta ári?? =) hehe

Annars var kvöldið í gær skemmtilegt. Grilluðum í SNJÓKOMU! Passaði ekki alveg en það var svona skemmtilega öðruvísi ;) Síðan var bara horft á Eurovision og svo var farið í BUZZZ!! :-D Djö... hvað það var skemmtilegt. Stelpan vann fyrstu umferð og það var orðrómur um að svindl væri að ræða, en ég neita því alfarið. Heppni í giski og ekkert annað! eða kannski er ég bara svona klár eftir allt saman ;) En svo hallaði undir fæti þegar við fóru í nútímatónlist, ekki mín hlið. Karitas og Gunna Dóra voru sterkastar þar.
Svo fórum við í nýja BUZZZ leikinn og þá kom Guðbjörg-spacewomen sterk inn!!! ;) hehe
Þetta var sumsé barasta hið ljúfasta kveld :)


Núna sit ég, kemur á óvart, í lazy-boy og að horfa á Imbann. Er að horfa á Skjá1 á þátt sem heitir stafræn fegurð. OMG! Allt sem kemur í blöðum er gjörsamlega fake. Fyrirsætan/sú sem gerir heimildamyndina er bara virkilega flott. En vá það sem er gert til að breyta henni. Þetta verður ekki sama manneskjan. Ekki skrítið að fólk finnist það ófullkomið! Og þetta er bara gert í tölvu, bara klikk og manneskjan breytist..... magnað og frekar creapy :o/

Jæja besta að ljúka þessari færslu! :) 3.dagar í að stelpan leggur land undir fót, þetta líður svei mér hratt! :-D

fimmtudagur, maí 18, 2006

Skildi Silvía komast áfram??

Jæja núna styttist í undanúrslit eurovision og "okkar" kona Silvía Nótt/Silvia Night mun stíga þar á stokk í lokinn. Verð að segja fyrir mitt leiti þá er ég pínu spennt, gaman að vita hvernig henni muni ganga. Verð samt illa svikin ef Rússland og Finnland komast ekki áfram, finnst það vera góð lög. En ég er náttlega bara peð á plánetunni jörð ;) hehe

Annars sit ég nú bara hérna í Lazy-boy poll róleg og nota bene EIN!
Jáh, -h-eldra settið;) skundaði suður í dag, eru bara í þessum töluðum orðum einhverstaðar á þvælingi á þjóðvegum landsins. Afhverju? Tja það er nú bara þannig að þau eru að fara að fjárfesta sér í nýjum bíl, veldi á þessu fólki;) hehe...

Held að tilfiningar mínar séu bara í rúsíbana þessa daganna. Það er gjörsamlega ALLT að breytast! Why God why??!!!! (sagt svona eins og Joey í friends;) ...)
Ég á sko eftir að sakna toyotunar, jáh margar góðar minningar sem þessi bíll hefur átt þátt í. Gleymi aldrei þegar mamma og pabbi komu vestur á honum. Hvað ég var stolt þegar ég settist upp í hann. Við áttum jeppa! Svo geðveikt! :-D
4runnerinn var sá bíll sem tók þá ábyrgð á sig að hafa mig í æfingarakstri (ekkert smá hugrekki ;) ..) , ók í fyrsta skiptið ALEIN í honum daginn sem ég fékk bílprófið :) Allir rúntanir með stelpunum, með kassettutækið í botni ;) hehe... Svo má náttlega ekki gleyma því þegar við fórum út á sand (Ingjaldssand) síðasta sumar í afmæli til Bertu minnar. Ég og Gunna Dóra skemmtum okkur konunglega! Sváfum meira að segja í bílinum og það fór sko ekki illa um okkur! Jáh, Toyotan hefur gert góða hluti í þessari fjölskyldu. Henni verður sárt saknað, allavega af minni hálfu :-D

miðvikudagur, maí 17, 2006

Minningar


Ég skal koma með væmna játningu. Ég elska myndir ... sko ljósmyndir, já og líka upptökur af fjölskyldu og vinum. Ég get skoðað myndir af mér og mínum alveg endalaust. Ástæðan fyrir því er sú að um leið og ég skoða myndirnar þá rifjast upp minningarnar sem tengjast myndunum. Af hverju var þessi mynd tekin? Við hvaða aðstæður? Hverjir voru viðstaddir og þar eftir götunum.

Mér finnst ég svo heppin að hafa alltaf verið dugleg að taka myndir allt frá því að ég eignaðist mína fyrstu myndavél. Ég hef fest á filmu svo margt sem mér þykir vænt um og gaman að skoða núna og verður gaman að skoða í framtíðinni. Minningarnar vermir hjarta manns :)

Myndir gera það að verkum að maður heldur í minningarnar um þá sem standa manni nærst. Það er mín skoðun ... myndir láta mann ekki gleyma! Sama hvernig allt fer þá á maður minningarnar


Myndin sem ég læt fylgja með þessu bloggi er af okkur Helgu Guðrúnu, ég er í kringum átta ára aldurinn og Helga í kringum fimm ára. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum. Við vorum vanar því að geta leikið okkur endalaust í einhverjum leikjum, svona hlutverkaleikjum og svoleiðis .... eitt það skemmtilegasta var samt sem áður að klæða sig upp. Ég man nú ekki hvað við vorum að leika þarna, mér sýnist samt að ég eigi að vera einhverskonar fín frú og Helga pabbinn eða einhver gaur ;) Sjáið samt hvernig við höldumst í hendur ... svona handaband slitnar aldrei !!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Life is like a box of chocolates.......

...........You never know what you're gonna get!

Hver kannast ekki við þessa skemmtilega setningu? Ef svo leiðinlega skildi vera að þið þekktuð hana ekki þá er þetta úr þeirri snilldar mynd sem ber nafni Forest Gump (og ef þið hafið aldrei séð þessa mynd langar mig bara að spyrja ykkur; hvað er eiginlega að??) =) hehe
Mér finnst þetta svo skemmtileg setning því hún er sönn, ef þið spáið í því. Maður veit í raun ekkert hvað lífið ber í skauti sér. Það getur gjörsamlega allt gerst. Meina fyrir ári hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi fara til Egilsstaða til að vinna að sumri til og hvað þá búa með strák/um;) hehe.. Mér hefði aldrei dottið í hug að besta vinkona mín yrði orðin mamma og ætti æðislegustu stelpu í heimi :-D Að ég myndi eiga minn eigin bíl!!
Mikið svakalega getur tíminn verið fljótur að líða og allt að breytast. Ég á barasta bágt með að trúa því að eftir 8.daga fer ég frá víkinni minni fögru. Jújú það er alltaf gott að breyta til, lífið er til að lifa því :) Stór partur af mér hlakkar virkilega til en það er annar lítill sem er kvíðinn. Það verður skrítið að vera svona langt í burtu frá allt og öllu sem maður þekkir. Skrítið að fá ekki að knúsa mömmu þegar mig langar, leika við Heklu og knúsast í henni, stríða pabba =) í heila 3.mánuði!! Aumingja Ásgeir, hann fær þeirra skammt og sinn. Ég mun knúsa hann til óbóta ;) (veit samt ekki hvort ég fái hann til að sækja spítu ;) hehe )


Mig langar líka að nota tækifærið af því að ég fékk mig loksins til að blogga að óska henni Bertu minni innilega til hamingju með að hafa náð öllum prófunum sínum!! Hún mun því setja upp hvíta kollu þann 27.maí!! Er svo stolt af þér stelpa!! Vissi alveg að þú gætir þetta!! :-D

Hef annars ekkert annað að segja nema að mér þykir rosalega vænt um vini mína þið getið allt sem þið ætlið ykkur :*:* :-D ;)

mánudagur, maí 15, 2006

Ég er ...

... komin heim.

Hef lítið sem ekkert að segja nema það að Reykjarvík rokkar samt sem áður rokkar Bolungarvík meira :)

sunnudagur, maí 14, 2006

Mæðradagurinn



Ég óska öllum mæðrum á öllu Íslandi til hamingju með daginn :)

Ég er búin að óska mömmu minni til hamingju með daginn og ég vona að Vera sé búin að óska sinni móður til hamingju með daginn. Dóttir mín óskaði mér til hamingju með daginn með því að vakna brosandi og vera kát og glöð í allan dag. Það er ekkert lítið sem ég er heppin.

Allar mæður eru hetjur og mestu snillingar í heimi!

föstudagur, maí 12, 2006

Spreð smeð ....

Það eru gydjunar góðu, flottu og fallegu sem blogga á þessu ágæta föstudagskvöldi.
Það er satt og rétt að við erum staddar í Reykjarvíkinni, ef það hefur farið framhjá einhverjum ... það er einnig satt að við erum nokkrum þúsundköllunum fátækari!! Gulla fór með rétt mál á spjallinu hér til hægri að hún hafi hitt okkur stöllur í Kringlunni ... þegar við hittumst þá vorum við stöllur bara rétt næstum því að ljúka verslunarleiðangrinum sem í heildina tók, tja ... nokkra tíma 1,2,3,4,5 sirka!! Þessir fimm tímar voru þó nokkuð fljótir að líða. Við "heimsóktum" flestar búðirnar í kringlunni, núna hafði ég (Guðbjörg) afsökun til þess að fara í allar litlu krakka búðirnar, en ég fór nú samt sem áður ekki í þær! við kíktum inní flest alla mátunarklefa Kringlunnar og hver spjörin á fætur annarri var mátuð, tekin í sátt og keypt!
Núna erum við saddar, fátækar í nýjum fötum, sætari then EVER!!! :-D
Síðan fórum við stöllur út að borða; Ruby Tusday varð fyrir valinu því það var hel.... löng röð á Stylanum. En við fórum sko saddar út :) Svo var bara skundað heim til Ellýjar og erum við bara búnar að hafa það virkilega kósý, við gellurnar 3 :-D

Önnur okkar kemur heim í fyrramálið og mun sjá um það að hella öli og öðrum góðum drykkjum ofaní ykkur krakkana sem munið skella ykkur á Sixties ball. Hinn gydjan ...jah hún verður lengur í höfuðborginni.

Kær kveðja,
Vera og Guðbjörg.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Ég fékk sms í morgun að athugun á flugi væri kl. 09:30 og svo hálftíma síðar fékk ég annað sms þess efnis að mæting væri í flug kl. 10:30 :D ví ví ...
Á meðan þessi hálftími milli smsa leið þá datt ég alveg inní Önnu Margrétar fíling, ég fór að óska þess að ég væri gædd yfirnáttúrulegum kröftum. Anna er alltaf í því að óska sér að hún gæti flogið og æft sig í því að klifra upp og niður veggi og verið eins klár og Spiderman! Minn yfirnáttúrulegi kraftur átti að felast í því að ég gæti blásið þokunni sem seinkaði fluginu mínu í burtu. Ég þurfti bara að hugsa þetta og búmm þokan er farin ... allavega nægilega mikið til þess að það verði flogið ;)

Það er leiðtoganámskeið sem sjálfstæðiskonur halda á Ísafirði á laugardaginn, það væri held ég spennandi jafnvel gaman að fara á það, þið getið lesið um námskeiðið á BB.is . Ætli ég sitji ekki hjá á þessu námskeiði ... verð bara í höfuðborginni. Mér finnst að sem flestar kvennsur og görlur (görlur = stelpur) ættu að reyna að leggja leið sína á þetta námskeið, sama hvort þið séuð x-D fan. ég er aðauglýsa þetta námskeið og ég held að ég sé ekki x-D fan, eða ég veit ekkert um það ;) á eftir að pæla betur í því.

Allavega ... Best að fara að vekja barnið og drösla henni í föt og næra hana ... ég kannski næri mig fyrst ;)

þriðjudagur, maí 09, 2006

The day and way

Best að henda einhverju hérna inn þar sem dagurinn var tekinn snemma á þessu heimili ;)

Reykjarvík á morgun, shit hvað ég hlakka til að fara og skipta aðeins um umhverfi. Síðast fór ég suður í september 2005 og fékk þá alveg 10000% jákvætt svar um tilveru litlu Margrétar minnar inní mér, þá fór ég í sónar í fyrsta skiptið og hafði hana múttu með mér í því öllu saman. Talandi um Margréti mína ... Stelpan er tveggja mánaða í dag! Ekki reyna að segja mér að tíminn líði hægt!

Dagurinn í dag fer í það að pakka og svona dúttlerí :) Ég er eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum,án gríns ég hlakka svo til að fara suður!! Ekki skemmir það að Vera verður líka fyrir sunnan, eins og hún hefu tekið fram þá kemur hún heim á laugardaginn ... en ég hef ekki sigmund um það hvenær ég ætla að koma mér heim aftur, kannski ég eigi það almennilegan kærasta sem nennir að ná í okkur stelpurnar sínar suður;) hver veit?! En eitt veit ég fyrir víst að að verður mikið um heimsóknir hjá okkur stöllum þar sem við eigum allt morandi í ættingjum þarna á suðurlandinu. Ekki misskilja mig ... ég er ekki að íja að því að það sé slæmt að eiga allt morandi í ættingjum ;)
Ég er ekki alveg inní tískunni, þeirri tísku að vera að pæla í prófum og öðru slíku, ég er slök. Ég er komin í þann pakka að spá í veðrinu, spá hvort einhver nenni að leika við mig, sjá um matargjöf og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrir ári þurfti ég bara að pæla í því að ná að útskrifast ... tímarnir breytast.

Ég er búin að tala aðeins við hana Sigurbjörgu sem stödd er í Sviss ... ég mæli eindregið með því að fólk kíki á síðuna hennar og Evu ... magnað að lesa skrif þeirra stúlkna. Sigurbjörg fór fyrst til Þýskaland að kíkja á Evu og svo hélt hún til Sviss. Það sem þessa stelpur lenda ekki í og gera ekki ... magnað!!

Ég hef engar pælingar eða neitt uppá að bjóða nema eitt tilgangslaust blogg, að mínu mati að minnsta kosti. Þannig ég kveð, að sinni allavega ...

mánudagur, maí 08, 2006

Allt að gerast....! :-D

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Aha! Stelpan var í íslenskuprófi í morgun og krossar hún fingurnar að ná að minnsta kosti 4,5
Get ekki sagt að þetta hafi verið ósanngjarnt próf, en maður hefði átt að gefa sér meiri tíma til að læra. Ég er þó með ágæta afsökun ef afsökun er hægt að kalla. Ég var að vinna á helginni, svo í mínum augum er það "lögleg" afsökun. Ekki eins og ég hafi verið að slugsa heima hjá mér;)

Annars hefur mér bara gengið vel hingað til í prófunum. Búin að ná sálfræðinni, var hrædd við Frönskuna - frekar erfitt próf. En stelpan stóð sig og náði!! Hel yeah :-D

Svo núna er bara beðið eftir útkomunni úr íslenskuprófinu....

En hey! Móðir mín var benda mér á ódýrt flug á flugfelag.is og haldiði ekki að stelpan hafi fengið flugfar fram og til baka á 2000 kr :-D Svo stelpan er að fara til rvk á miðvikudaginn og kemur heim á laugardaginn. Ágætt að kíkja suður og hitta allt fólkið þar :) Svo er sambloggarinn minn líka að fara og krúsídúllan hennar hún Margrét. Við verðum sko aðal gellurnar í kringlunni, það er nú bara þannig :-D

Jæja ætla að skunda og ná í mútter, fara svo í göngutúr ;)

föstudagur, maí 05, 2006

Je ne comprende francais.....


Jæja núna er að duga eða drepast.....
Verann at 08:09!

miðvikudagur, maí 03, 2006

Vúhú!! eitt búið tvö eftir!! =)

Mér er létt um 1/3 :-D hehe
Sálfræðiprófið var ekkert svo erfitt, held að ég hafi alveg örugglega náð 4,5 ;)


Díses hvað þetta er dýrt batterí að eiga bíl :-o
Kjallinn í bílabúð Benna sagði við mig í Janúar að hann ætlaði að gera fyrir mig góðan díl (á góðri íslensku ;) ...) á sumardekkjum+álfelgum og hringdi Einzi í hann í síðustu viku. Fengum ágætis díl að mínu mati, en fátæki námsmaðurinn ég hef náttlega ekki efni á einhverjum álfelgum. Hver þarf svo sem solleiðis blingbling! :op Ég verð bara groovie á "ömmu"-bíl ;) hehe...
En okei víst að ég hef ekki efni á þessu blingbling-dóti fékk ég nú sumardekkin, jáh öll fjögur, á 20.000 íslenskar krónur. Sem er að mínu mati vel sloppið.
Miða við það að við (og þegar ég segi "við" meina ég náttlega pabbi ;) hehe) hringdum á ísó og ætluðum að fá að vita hvað sumardekk kosta þar, þú veist minna vesen að fara bara á ísó. En jájá það yrði sirka eitthverjar 36.000 kr dæmi (finnst ólíklegt að ég hafi misskilið pabba :op ehe). Sem sagt það þyrfti að panta dekkinn og blablabla.... Mér er alveg sama, þetta er alltof mikill peningur. (Hafiði tekið bensín nýlega?? :-o :op ehe) Síðan sagði Ísó-kjallinn við pabba að 5.000 kr dekk væru bara drasl! Til hvers er þá verið að framleiða þau? Eða bjóða upp á þau? pff :o/ Og ef ég hef ekki farið aftur í reikningi eru 20/4 = 5...er ég þá bara að fá eitthvað drasl?? Tja mér er bara spurn.....

Okei, eins og flest allir vita er sjónvarpið og ég EITT ;) Ég elska góða þætti! Er virkilega stolt af því!
Prison Break er einn af þeim þáttum sem mér finnst viiiirkilega góðir! Ekki bara út af því að Michael Scofield (Wentworth Miller) sé skuggalega töff og með eitt það kynþokkafyllsta augnráð sem ég hef á ævi minni séð. Heldur eru þættirnir bara tær snilld!
Þegar þættinum lauk í gær runnu á mig tvær grímur. Ég fann að ég svitnaði í lófunum og var byrjuð að ofanda. Ég ætlaði og vildi ekki trúa því að eitthvað svona slæmt myndi koma fyrir litlu saklausu mig. Því þegar þættinum lauk gerði ég mér grein fyrir því að ÞAÐ ER EKKI STÖÐ 2 Í ÚTGARÐI!!!! (fyrir þá sem ekki fatta, verður það heimili mitt næstu 2 og 1/2 mánuð)
Hvað geri ég? Það eru heilir 8 þættir eftir!!! Ég næ 3 áður en ég fer :o/



Jæja ætla að enda þetta áður en ég brest í grát;)

E.S
Hér er myndband frá kveðjuhófi Sigurbjargar, vona að það virki. Megið láta mig vita hvort það virkar eða ekki? (e.s þetta er illa tekið I know;) ...)

Vöknuð

Ótrúlegt en satt þá er ég vöknuð og komin á ról ;) haha ... við mæðgur tökum daginn alltaf heldur seint, við fáum okkur að sofa út svona yfirleitt. Gunnar gerði heiðarlega tilraun til þess að vekja mig kl. 11 í morgun (ótrúlegt en satt þá var ég komin áfætur klædd og alles klar sem og Margrét), þannig þið sjáið að við mæðgur njótum þess að sofa ;)

Það var verið að kynna nýtt framboð í sveitastjórnakosningunum hérna í Víkinni það ber nafnið Afl, mér lýst persónulega fínt á þetta framboð og þá sem sitja í þeim flokki. Þessi flokkur ætlar að hafa áhrif á bæjarmálin án þess að flokkspólitík komi þar nærri. Það kom frétt um þetta framboð á bb.is.
Bara svo þð sé hreinu þá er ég ekki með neinn kosningaáróður... nei nei ... ég er óflokksbundin og veit ekkert við hvaða flokk ég set x-ið við þann 27.maí !!

Ég fer stundum á flakk um bloggheiminn. Á mörgum síðum sem ég les þá eru stelpurnar ófrískar sem eru að blogga. Ég fæ alltaf nettan fiðring :) þetta var og er svo gaman, maður er ný búin að upplifa það að hafa ört stækkandi líf inní sér og svo búbúbam ... a litle baby komið í hendurnar á manni ;) þetta er svo æðislegt, yndislegt og frábært, ég fer í væmniskast á að tala og hugsa um þetta!!!
Myndin hér til hliðar er af mér, helvíti tussuleg finnst mér! Þetta er síðasta bumbumyndinn sem pabbi tók af mér við góðar undirtektir, eða þannig! Þetta er tekið rúmum klukkutíma áður en ég og Gunnar fórum inneftir á sjúkrahúsið, um fjórum tímum og þrem korterum eftir þessa mynd þá var ég orðin mamma með litla stelpu í fanginu ;)
Frábært þetta líf

jæja ... nú þarf maður að fara að skipuleggja það sem eftir er dagsins, reyna að komast í ræktina! svei mér þá !!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Ekkert elsku mamma neitt ....

Stelpan er búin að fjárfesta í líkamsræktarkorti til eins mánaðar og núna á að taka á því ;) maí til heilsu og þols ... er einhver með ? :D
Það er verið að hvetja mann til þess að taka takkaskóna uppúr kassanum og mæta á æfingar. Það er naumast ;) aldrei að vita hvað maður gerir þegar formið er orðið betra, ég get varla gengið upp stiga án þess að blána í framan. Kannski smá ýkjur ;)

Sigurbjörg er farin, ég grét ekkert svakalega mikið, ég náði að halda andlitinu í smá tíma! Djöfull hvað ég hata það að kveðja fólk, þó svo að ég eigi eftir að hitta það aftur eftir lengri að styttri tíma. En ég er búin að heyra frá stelpunni, henni Sigurbjörgu, og hún er komin í faðm Evu ... Díses hvað það hlýtur að vera skemmtilegt hjá þeim klikkhausunum, þeim á örugglega eftir að líða eins og "krakklausri hóraínsmellu" í einhvern af þeim dögum sem Sigurbjörg stoppar í Þýskalandi.
Kveðjuteitið hennar Sigurbjargar var alveg toutelle!!! össs .... Ég held að ég, Guðrún og Einar Jón höfum skemmt okkur all hressilega í þeim bíltúr sem við tókum hana Sigurbjörgu, með bundið fyrir augun þannig hún vissi ekkert hvert við værum að fara og hvar við vorum. Ég skemmti mér samt mjög vel þegar ég setti mosa í hendina á henni Sigurbjörgu og sagði henni að halda á þessu. Krakkinn truflaðist þegar hún fékk það ógeð í hendurnar, hún hélt að ég væri að láta hana halda á könguló!! Ég minni enn og aftur á myndirnar úr þessu teiti, ný myndasíða í gangi hjá stelpunni hún er hér

Annars er allt fínt og flott að frétta, ég er að fara að sofa þannig ég bið ykkur vel að lifa. Góða nótt

mánudagur, maí 01, 2006

Til hamingju með daginn verkamenn :-D


Það er víst 1.maí í dag! jedúddamía hvað tíminn er fljótur að líða :-o :-p

Lokaprófin eru að fara að byrja :o/ OMG!
Fyrsta mitt er á miðvikudaginn og það er sálfræði - og áherslulistinn er ekki kominn á netið! Þessir kennarar....tss.....

Annars ákvað ég bara að nota daginn í dag og byrja að læra undir íslenskuprófið og glugga aðeins í frönskuna. Þoli ekki hvað mér kvíður alltaf fyrir prófum - sem er í lagi að vissu leiti því að knýr mig til að læra. En þetta er samt óþægilegt að hafa svona kvíðahnút. + það er vöðvabólgan byrjuð að láta vita af sér og ég er barasta ný byrjuð að læra......sjæsenn! :o(

Helgin var góð, enda merkisdagar þar á ferð;) - Berta stóð upp úr á föstudagskvöldinu í mínum augum, skemmti mér konunglega með henni :) hehe...... elska þig skvís :*

Svo til gamans má geta, af því að það er kominn maí, þá eru aðeins sirka 24.dagar þar til ég fer. Alltof stutt! En samt ekki;)

jæja maður ætti víst að halda áfram að læra, ekki veitir af :op hehe

- þetta var, á góðri íslensku, tilgangslaust blogg; vildi bara láta vita að ég sé á lífi ;)
Ein góð mynd í lokinn af okkur gydjunum: