sunnudagur, maí 21, 2006

Hard rock hallelujah......!!!!

Lordi er sko málið!! :-D Minnz var sko virkilega sátt með úrslitin. Gaman að svona öðruvísi lag skildi vinna. Mér finnst þetta æðislegt lag, hlusta bara non stop á það (er að verða eins og Hjörtur hennar Bertu ef marka má orð hennar ;) hehe) Er það svo ekki bara Finnland á næsta ári?? =) hehe

Annars var kvöldið í gær skemmtilegt. Grilluðum í SNJÓKOMU! Passaði ekki alveg en það var svona skemmtilega öðruvísi ;) Síðan var bara horft á Eurovision og svo var farið í BUZZZ!! :-D Djö... hvað það var skemmtilegt. Stelpan vann fyrstu umferð og það var orðrómur um að svindl væri að ræða, en ég neita því alfarið. Heppni í giski og ekkert annað! eða kannski er ég bara svona klár eftir allt saman ;) En svo hallaði undir fæti þegar við fóru í nútímatónlist, ekki mín hlið. Karitas og Gunna Dóra voru sterkastar þar.
Svo fórum við í nýja BUZZZ leikinn og þá kom Guðbjörg-spacewomen sterk inn!!! ;) hehe
Þetta var sumsé barasta hið ljúfasta kveld :)


Núna sit ég, kemur á óvart, í lazy-boy og að horfa á Imbann. Er að horfa á Skjá1 á þátt sem heitir stafræn fegurð. OMG! Allt sem kemur í blöðum er gjörsamlega fake. Fyrirsætan/sú sem gerir heimildamyndina er bara virkilega flott. En vá það sem er gert til að breyta henni. Þetta verður ekki sama manneskjan. Ekki skrítið að fólk finnist það ófullkomið! Og þetta er bara gert í tölvu, bara klikk og manneskjan breytist..... magnað og frekar creapy :o/

Jæja besta að ljúka þessari færslu! :) 3.dagar í að stelpan leggur land undir fót, þetta líður svei mér hratt! :-D

Engin ummæli: