miðvikudagur, maí 17, 2006

Minningar


Ég skal koma með væmna játningu. Ég elska myndir ... sko ljósmyndir, já og líka upptökur af fjölskyldu og vinum. Ég get skoðað myndir af mér og mínum alveg endalaust. Ástæðan fyrir því er sú að um leið og ég skoða myndirnar þá rifjast upp minningarnar sem tengjast myndunum. Af hverju var þessi mynd tekin? Við hvaða aðstæður? Hverjir voru viðstaddir og þar eftir götunum.

Mér finnst ég svo heppin að hafa alltaf verið dugleg að taka myndir allt frá því að ég eignaðist mína fyrstu myndavél. Ég hef fest á filmu svo margt sem mér þykir vænt um og gaman að skoða núna og verður gaman að skoða í framtíðinni. Minningarnar vermir hjarta manns :)

Myndir gera það að verkum að maður heldur í minningarnar um þá sem standa manni nærst. Það er mín skoðun ... myndir láta mann ekki gleyma! Sama hvernig allt fer þá á maður minningarnar


Myndin sem ég læt fylgja með þessu bloggi er af okkur Helgu Guðrúnu, ég er í kringum átta ára aldurinn og Helga í kringum fimm ára. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum. Við vorum vanar því að geta leikið okkur endalaust í einhverjum leikjum, svona hlutverkaleikjum og svoleiðis .... eitt það skemmtilegasta var samt sem áður að klæða sig upp. Ég man nú ekki hvað við vorum að leika þarna, mér sýnist samt að ég eigi að vera einhverskonar fín frú og Helga pabbinn eða einhver gaur ;) Sjáið samt hvernig við höldumst í hendur ... svona handaband slitnar aldrei !!

Engin ummæli: