mánudagur, maí 08, 2006

Allt að gerast....! :-D

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Aha! Stelpan var í íslenskuprófi í morgun og krossar hún fingurnar að ná að minnsta kosti 4,5
Get ekki sagt að þetta hafi verið ósanngjarnt próf, en maður hefði átt að gefa sér meiri tíma til að læra. Ég er þó með ágæta afsökun ef afsökun er hægt að kalla. Ég var að vinna á helginni, svo í mínum augum er það "lögleg" afsökun. Ekki eins og ég hafi verið að slugsa heima hjá mér;)

Annars hefur mér bara gengið vel hingað til í prófunum. Búin að ná sálfræðinni, var hrædd við Frönskuna - frekar erfitt próf. En stelpan stóð sig og náði!! Hel yeah :-D

Svo núna er bara beðið eftir útkomunni úr íslenskuprófinu....

En hey! Móðir mín var benda mér á ódýrt flug á flugfelag.is og haldiði ekki að stelpan hafi fengið flugfar fram og til baka á 2000 kr :-D Svo stelpan er að fara til rvk á miðvikudaginn og kemur heim á laugardaginn. Ágætt að kíkja suður og hitta allt fólkið þar :) Svo er sambloggarinn minn líka að fara og krúsídúllan hennar hún Margrét. Við verðum sko aðal gellurnar í kringlunni, það er nú bara þannig :-D

Jæja ætla að skunda og ná í mútter, fara svo í göngutúr ;)

Engin ummæli: