miðvikudagur, maí 31, 2006

Smá info um mig ...

... ég hef logið að þeim sem mér þykir væntum, en ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segist aldrei hafa logið þannig að þeim að lygin hafi sært þau, gert þau reið eða leið! Því oftar en ekki þá leiðrétti ég lygina, ég lýg stundum i gríni... en eins og ég segi þá held ég að ég hafi aldrei logið neinu vondu að neinum. Eitt það versta sem ég veit eru ljótar og slæmar lygar og það að geta ekki komið hreint fram og sagt það sem er satt og rétt. Helvíti er það erfitt að fá kalda gusu af lygum uppí opið smettið á sér (þegar fólk hefur tækifæri til þess að segja sannleikan) og fá svo sannleikan annarsstaðar frá (á einhver það skilið?).
Ef ég hef einhverntíman sært einhvern/hverja af ykkur lesendur góðir með lygum ... þá biðst ég afsökunar hér og nú, ég er jafnvel tilbúin að biðjast afsökunar face to face.

... ég reyni alltaf að vera eins hreinskilin og ég get! Það var meira að segja eitt af áramótaheitunum mínum ein áramótin að vera eins hreinskilin og ég get. Ég held að ég hafi alveg staðið við það. Ég hef meira að segja verið svo hreinskiln stundum að ég held að ég hafi móðgað fólk, sært það pínu og gert það reitt, ég biðst afsökunar þar sem við á. Ég reyni alltaf að segja sannleikan við alla, þó svo að sannleikurinn sé sár eða þá að fólk vilji ekki heyra sannleikan (reyndar þá hef ég ekki lent í þeim aðstæðum,en ef til þess kæmi einhvern daginn,þá hugsa ég að ég myndi reyna að láta það gossa) ... en ég viðurkenni það að ég hef ekki alltaf sagt allan sannleikann en það var einmitt mitt áramótaheit þessi áramótin að skafa ekki utanaf sannleikanum. Ég vildi að sumir gætu verið eins hreinskilnir og ég og sagt sannleikann.

... ég hef dæmt fólk sem ég þekki lítið sem ekkert. Ég er ekki vön því og geri sem minnst af því, því ekki vil ég að fólk dæmi mig. En þegar einhver gerir eitthvað á minn hlut (e-ð sem særir mig, gerir mig reiða og svo framvegis) eða vina minna og ættingja er ég fljót að dæma fólk! Þetta er slæmur ókostur, ég veit það og ég viðurkenni það fúslega. Stundum þá hef ég ekki einu sinni list á því að tala við fólk eða kynnast þeim sem ég hef dæmt og því miður (en einn ókosturinn við mig) læt ég það stundum finna fyrir því að mér lýst lítið á það. Er það bannað?

... Einu sinni hleypti ég ekki ókunnugu fólki sem mér leyst ekki á mjög álagt mér, hafði lítinn sem engan áhuga á því að kynnast því. Ég er þannig enn,ég hleypi fólki ekki auðveldlega að mér, allavega þá hefur mér verið sagt það og ég er farin að sjá það sjálf. Þetta er eitthvað ósjálfrátt að mér líkar ekki við alla. Oft tala ég ekki við fólk sem vinir mínir eða einhverjir sem ég þekki því stundum lýst mér ekki á það eða þá að ég sé feimin (já ég get orðið feimin, en ekki oft!),þannig ekki taka það alveg of alvarlega ef ég tala ekki við þig ;), ath hvernig landið liggur áður en þú ferð að halda að mér lýtist ekkert á þig.

Vá ... ég veit ekkert hvort það sé eitthvað til í þessu babli hjá mér en ég veit að ef þetta væri á bloggi hjá einhverjum öðrum, þá væri ég löngu hætt að lesa ;) En ég las þetta allt saman yfir núna áðan og fór að pæla : er ég slæm manneskja? ég dæmi fólk, ég vill ekki kynnast hinum og þessum því ég loka á þá og svo framvegis. kannski næsta áramótaheit ætti að vera að hætta þessu bulli sem ég tala um hér að ofan. Það sem spilar kannski inní þessi skrif mín er það að ég er ekki alveg með sjálfri mér núna og hef ekki verið síðustu daga, þó það sjáist lítið á mér að mér líði eitthvað öðruvísi eða hagi mér eitthvað öðruvísi, ég er svo góð að setja upp grímu, grímu sem allir vilja sjá mann með. En elsku fólk, ég er ekki veik, þunglynd eða neitt svoleiðis, ekkert alvarlegt að mér. Það sem plagar mig hvað mest er ástarsorg, reiði og sárindi ... mér finnst þess vegna ég eigi rétt á því að skrifa svona hluti. Þannig eins og þið sjáið og lesið þá er ekkert að mér sem grær ekki með tímanum. Ég skal segja ykkur einn góðan punkt : "Sá er sterkur sem er sterkastur einn!" Ég er sterk ... þannig það hlýtur að vera að ég sé sterkust ein, plús Margrét.

Allavega ... ég vona að engin taki þessi skrif mín of alvarlega og sendi mig á geðveikrarhæli eða eitthvað. Eflaust hugsa margir hvað ég er að pæla með því að skrifa þetta og setja á netið ástæðan er sú að mig langar það, ef einhver er á móti því þá go a head láttu það koma. og plís ekki vorkenna mér ... vorkennið frekar þeim sem eru ekki í náðinni hjá mér ;) hehe ...
Hafið það sem best allir saman! ég þarf svo að leyfa ykkur að sjá ljósmynd sem ég er ástfangin af þessa dagana :D

Engin ummæli: