laugardagur, maí 27, 2006

Ekkert...

... akkúrat, ég hef ekkert að segja.
Ég er ennþá á fótum, ekkert djamm hérna megin ó sei sei nei, það er verið að undirbúa fyrir útskriftarveisluna hans Hjartar bróður míns sem útskrifast á morgun sem stálsmiður! Svo er Berta mín, Stebba nafna, Kristín og Valdís sem og fullt fullt af öðrum krökkum sem ég kannast við og þekki að fara að útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði.
Til hamingju með áfangann krakkar mínir :*
Ég ætla að hafa mína eins árs gömlu stúdent húfu á hausnum á morgun, engin spurning. Þegar ég tók þetta hvíta af húfunni þá rann síðastliðið ár eins og elding fram í hausnum á mér á ljóshraða ... frá því ég útskrifaðist þann 27.maí 2005 til dagsins í dag hefur eitt og annað skeð ; Fjölskyldan "reif" niður eitt hús og byggði nýtt, ég upplifði sorg og gleði með vinum mínum,ég var laus og liðug allt sumarið fram á vetur og varð þá komin á fast, ég varð ófrísk og eignaðist fallega stelpu (ef það hefur farið framhjá einhverjum), ég varð einhleyp á ný fyrir stuttu og núna ég skemmti mér og hef gaman af öllu og öllum í kringum mig (bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég að stikla á ansi stóru ;)).
Það er margt sem maður upplifir og lærir á þessum fjórum árum sem maður er í menntaskóla en ég held að árið sem liðið er síðan ég setti upp hvíta kollinn hafi fært mér góða vitneskju og reynslu sem örugglega væri metið uppá fimm annir í menntó ;) eða hvað veit maður ?

Vera mín Dögg, sambloggari með meiru, er komin í faðm ástarinnar í lífu hennar, hans Ásgeirs! Mikið lifandi skelfing ósköp er gaman að vera hún Vera ;) Vera lagði uppí langferð ásamt sínum eldri bóður, Einari, austur á Egilsstaði í gær og komu þau heil á höldnu til byggða um kvöldmatarleitið (allavega fékk ég skilaboð þess efnis kl 18:58). Vera lifir, enn sem komir er, góðu lífi á Egilsstöðum og er hún ekki farin að kvarta undan aðstöðu þar á bæ ;)

Nú það er eins gott að fara að tjá ykkur lesendum nær og fjær að ég er að fara af landi brott! Þann 14.júní þá er ég farin ... en ég kem aftur, sei sei já ... ég kem alltaf aftur! Passið ykkur á að sakna mín ekki of mikið! ;) og sparið ykkur í glensi og gríni þar til ég get komið og skemmt mér með ykkur!

Aji shiturinn titturinn mellan og hó*** ... klukkan er orðin ansi margt og ég á eftir að slá lokahönd á dressið fyrir morgundaginn! EF þið sjáið einhverja gellu, sem gæti hugsast að væri ég .... tjékkið hana þá át ;)

Engin ummæli: