þriðjudagur, maí 09, 2006

The day and way

Best að henda einhverju hérna inn þar sem dagurinn var tekinn snemma á þessu heimili ;)

Reykjarvík á morgun, shit hvað ég hlakka til að fara og skipta aðeins um umhverfi. Síðast fór ég suður í september 2005 og fékk þá alveg 10000% jákvætt svar um tilveru litlu Margrétar minnar inní mér, þá fór ég í sónar í fyrsta skiptið og hafði hana múttu með mér í því öllu saman. Talandi um Margréti mína ... Stelpan er tveggja mánaða í dag! Ekki reyna að segja mér að tíminn líði hægt!

Dagurinn í dag fer í það að pakka og svona dúttlerí :) Ég er eins og lítill krakki að bíða eftir jólunum,án gríns ég hlakka svo til að fara suður!! Ekki skemmir það að Vera verður líka fyrir sunnan, eins og hún hefu tekið fram þá kemur hún heim á laugardaginn ... en ég hef ekki sigmund um það hvenær ég ætla að koma mér heim aftur, kannski ég eigi það almennilegan kærasta sem nennir að ná í okkur stelpurnar sínar suður;) hver veit?! En eitt veit ég fyrir víst að að verður mikið um heimsóknir hjá okkur stöllum þar sem við eigum allt morandi í ættingjum þarna á suðurlandinu. Ekki misskilja mig ... ég er ekki að íja að því að það sé slæmt að eiga allt morandi í ættingjum ;)
Ég er ekki alveg inní tískunni, þeirri tísku að vera að pæla í prófum og öðru slíku, ég er slök. Ég er komin í þann pakka að spá í veðrinu, spá hvort einhver nenni að leika við mig, sjá um matargjöf og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrir ári þurfti ég bara að pæla í því að ná að útskrifast ... tímarnir breytast.

Ég er búin að tala aðeins við hana Sigurbjörgu sem stödd er í Sviss ... ég mæli eindregið með því að fólk kíki á síðuna hennar og Evu ... magnað að lesa skrif þeirra stúlkna. Sigurbjörg fór fyrst til Þýskaland að kíkja á Evu og svo hélt hún til Sviss. Það sem þessa stelpur lenda ekki í og gera ekki ... magnað!!

Ég hef engar pælingar eða neitt uppá að bjóða nema eitt tilgangslaust blogg, að mínu mati að minnsta kosti. Þannig ég kveð, að sinni allavega ...

Engin ummæli: