miðvikudagur, maí 03, 2006

Vöknuð

Ótrúlegt en satt þá er ég vöknuð og komin á ról ;) haha ... við mæðgur tökum daginn alltaf heldur seint, við fáum okkur að sofa út svona yfirleitt. Gunnar gerði heiðarlega tilraun til þess að vekja mig kl. 11 í morgun (ótrúlegt en satt þá var ég komin áfætur klædd og alles klar sem og Margrét), þannig þið sjáið að við mæðgur njótum þess að sofa ;)

Það var verið að kynna nýtt framboð í sveitastjórnakosningunum hérna í Víkinni það ber nafnið Afl, mér lýst persónulega fínt á þetta framboð og þá sem sitja í þeim flokki. Þessi flokkur ætlar að hafa áhrif á bæjarmálin án þess að flokkspólitík komi þar nærri. Það kom frétt um þetta framboð á bb.is.
Bara svo þð sé hreinu þá er ég ekki með neinn kosningaáróður... nei nei ... ég er óflokksbundin og veit ekkert við hvaða flokk ég set x-ið við þann 27.maí !!

Ég fer stundum á flakk um bloggheiminn. Á mörgum síðum sem ég les þá eru stelpurnar ófrískar sem eru að blogga. Ég fæ alltaf nettan fiðring :) þetta var og er svo gaman, maður er ný búin að upplifa það að hafa ört stækkandi líf inní sér og svo búbúbam ... a litle baby komið í hendurnar á manni ;) þetta er svo æðislegt, yndislegt og frábært, ég fer í væmniskast á að tala og hugsa um þetta!!!
Myndin hér til hliðar er af mér, helvíti tussuleg finnst mér! Þetta er síðasta bumbumyndinn sem pabbi tók af mér við góðar undirtektir, eða þannig! Þetta er tekið rúmum klukkutíma áður en ég og Gunnar fórum inneftir á sjúkrahúsið, um fjórum tímum og þrem korterum eftir þessa mynd þá var ég orðin mamma með litla stelpu í fanginu ;)
Frábært þetta líf

jæja ... nú þarf maður að fara að skipuleggja það sem eftir er dagsins, reyna að komast í ræktina! svei mér þá !!

Engin ummæli: