fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Fallin með 4,9 =o)

Góðan og blessaðan daginn allir saman

Þessi dagur er búinn að vera pínu skrítinn, mér finnst það allavega. Hann er samt ekkert búin að vera skrítinn á slæmann hátt. ó neineinei!

Fór í NÁT103 próf í dag og gekk það ágætlega. Segjum bara að mér gekk vel þangað til annað kemur í ljós ;) Síðan í gær fékk ég sms, var ekkert smá glöð. Fæ svo sjaldan sms En allavega þá var ég að fá einkun úr Líkamsbeitingu og haldið ekki að ég hafi fengið 9, þetta gat ég.

Vitið þið hvað? vitið þið það? ég fór í plokkun í dag, jeeei Ekkert smá ánægð. Það er alltaf gaman að gera eitthvað fyrir sjálfan sig þó svo að það sé bara svona oggupoggupínuponsu hlutur eins og að fara í plokkun. En aðalástæðan fyrir því að ég fór í plokkun er sú að pabbi á afmæli á sunnudaginn, meiri segja stór afmæli, og það er svaka veisla á laugardeiginu
Amma og Afi (foreldrar mömmu) komu í dag Mér finnst svo gaman að hitta þau. Það eru að verða komin tvö-þrjú ár síðan þau komu síðast hingað vestur. Þannig að það var eiginlega tími til komin að þau kæmu

Mér finnst Guðgjörg nú bara hörku "göngutúra manneskja" (ef það er þá orð ). Þú ert ekkert smá dugleg eskan!


Hmmm... ég hef eiginlega ekkert meira að segja svo ég mun hætta að kvelja ykkur í bili
Hilsen......

Engin ummæli: