laugardagur, nóvember 22, 2003

jedúdamía!

Skvo Guðbjörg, ég er hérna daginn inn og daginn út;) að vinna í þessari síðu og svo kemur þú bara hérna eins og einhver stormur og ruglar öllu! Ég er oft marga daga að laga allar skemmdirnar sem stormurinn Guðbjörg skildi eftir ;) Þetta bara gengur ekki :)

Líkt og Guðbjörg, var ég að vinna í Víkurbæ að þrífa í gær, rosa stuð :) Vantaði samt tónlistina, því þegar það er tónlist þá er allt svo miklu skemmtilegra. En þetta var samt ágætt, manni veitir ekki af því að læra að þrífa :)
Síðan þegar ég var komin heim gafst mér bara tími til að skipta um föt því að ég fór á Stuttmyndakeppnina með Gunnu Dóru, Közu og Hemma. Ég verð nú bara að segja alveg eins og er þá voru þarna nokkrar góðar myndir, hló allavegana. En svo er aftur á móti spurningin hvort ég var að hlæja að myndunum eða sætisfélaga mínum á hægri hönd (Gulla). Síðan eftir keppnina fórum við á rúntinn. Var nú talað, já seisei :) *Aumingja Hemmi*
Svo var kíkt á sjallan og diskó/ball *Notabene eftir að ég var búin að fara í sturtu kl 00:30 :)* Verð nú að viðurkenna það að það var ekkert svakalega gaman, en hún Sigurbjörg gat létt þetta aðeins;) langaði samt að hún tæki sprett en það gerði hún ekki, kannski næst;)

Í dag hef ég bara áorkað það að fara í vinnu frá 13:00-18:00, það skeði nú ekkert þar á bæ frekar en fyrri daginn ;)
Síðan kom ég heim og sofnaði, var vakin til að færa honum litla bróður mínum mat í vinnunni *hann er svo duglegur þessi eska;)* Horfði á Scorpion King, er núna í tölvunni en er samt sem áður að hallast að því að fara bara að sofa :) Er svo voðalega þreytt......

Jæja lömbin mín, ég kveð þá að sinni...
Hilsen......

Engin ummæli: