mánudagur, desember 22, 2003

Jólarúmfötin reddí.... :)

Góða kvöldið góðir hálsar (og aðrir líkamspartar....tíhí)....

Ég á bágt með að trúa því að ég sé enn þá vakandi. Afhverju er það þannig þegar maður fær loksins að sofa út að maður vakir laaaaangt fram á nótt?? Ég fatta þetta ekki.. En lítið hægt að gera í því :)

Guðbjörg og Berta voru hjá mér í smá svona kaffi. Ég meiri segja lagaði súkkulaði. Er svo myndarleg ;) .... Þetta var ágætt, langt síðan ég hef hitt stelpurnar. En þær þurftu að vera komnar heim fyrir tólf því annars myndu þær breytast í grasker og ekki yrðu karlar þeirra ánægðir með það ;) tíhí

Var í fríi í dag, þvílíkt og annað eins :) Ég pakkaði inn jólapökkum, reyndar ekki pökkum frá mér eða jú skvo okkur öllum í fjölskydlunni til systkynabarna pabba. Var orðin rosa flink að skreyta pakkana undir lokin. Var nebblega komin í svo góða þjálfun ;)
Síðan var skellt með pakkana á pósthúsð, farið að versla í matin. Haldiðið ekki að ég hafi "búið" mat. Var rosa flott hjá mér. Hafði Tortillas í matinn. Höddi og Ewa komu meira að segja í mat. (voru svo lúin eftir að hafa verið að beita) :)

En já lömbin mín núna er þreytan að koma í ljós og vil ég því bara enda þessa færslu með þeim stuttu orðum:
Góða nótt :)

Engin ummæli: