mánudagur, desember 15, 2003

Ég þoli ekki mánudaga.......!

Skvo ef til vill hafið þið hugsað þegar þið lásuð fyrirsögnina: "hva! voðalega er hún svartsýn eða ekki jólaskapi". Sko ykkur að segja þá gengur allt á aftur fótunum hjá mér. Þetta byrjaði allt í gær og fór versnandi í morgun þegar ég vaknaði með FRUNSU, ég hef ekki fengið frunsu síðan í 8.bekk og þá var bekkjarmyndataka (gat verið!). Síðan það sem eftir var að deiginum gerði ég ekkert rétt, að mínu mati allavega. Sem sagt ég þoli ekki mánudaga.
Ég ætla skvo að vera góð við mig og fara í bað eftir matinn. Laaaaaangt bað :D á það svo skilið.

Já ég er víst ekki búin að blogga síðan ég veit ekki hvenær. Á sem sagt eftir að monta mig pínu ;) Fékk nebblega úr prófunum á föstudaginn og gat þar með reiknað út meðaleinkunina mín og haldið ekki að telpan hafi verið með 8,3 í meðaleinkun :D Ekkert smá ánægð....

Svo á laugardaginn síðasta var ég í afmæli hjá Guðbjörgu (sem hún talar um hér fyrir neðan) . Það var rosa gaman, bara stóða ekki vel á hjá mér. en maður lætur það ekki á sig fá :) Það var glápt á gamlar árshátíðir jedúddamí..... maður er orðin svo gamall ;)

Ég held bara að ég sé komin í aðeins betra skap en ég var í áðan :D Svo gott að losa um "reiðina".

Vitið þið hvað mér finnst skemmtilegast við jólin? fyrir utan náttlega allt umstangið, matinn og allt það.... Að fá að sjá og hitta gömlu skólafélaganna :) Það eru nokkrir komnir í jólafrí núna og svo á eftir að bætast við enn þá meira :)

Jæja ég hef þetta ekkert lengra í bili........
Hilsen....

Engin ummæli: