þriðjudagur, desember 23, 2003

Þetta geta sumir notfært sér um jólin ;) hehe.... Takk Helga Björg systir ;) maður verður að hugsa um kaloríurnar, ekki satt?? :D

Smá mælikvarði þegar kemur að matarinntekt á komandi hátíð.......


Kaloríu-reglur fyrir jólin

1.) Ef þú borðar eitthvað og enginn sér það, hefur það engar hitaeiningar.

2.) Ef þú drekkur ,,diet" gos með súkkulaði, núllast kaloríurnar burt.

3.) Ef þú ert að borða með öðrum, teljast eingöngu þær hitaeiningar sem þú borðar umfram hina.

4.) Matur sem er góður fyrir heilsuna telst ekki með s.s. ristað brauð með kakó, brandý, rauðvín og ostakökur (allt þetta er notað til lækninga (á lystarleysi).

5.) Ef þú umgengst feitt fólk virðist þú grannur, spurning er hvort þú sért ekki bara í röngum félagsskap ef þú ,,ert" feit/ur.

6.) Það sem þú borðar í bíó eða þegar þú horfir a sjónvarp eða video telst hluti af skemmtanapakkanum og telst því ekki með ss. popp og kók og súkkulaði.

7.) Ef þú borðar kökur eða kex, skaltu brjóta eða skera þær, þá leka hitaeiningarnar út.

8.) Það sem þú sleikir af eldhúsáhöldum og óhreinum diskum telst ekki með því það er hluti af matarundirbúningnum.

9.) Hitaeiningar eru í lit matarins, borðaðu grænt. Það er ekki þér að kenna að marsipan er oft litað grænt og ath. brúnt er blandaður litur, ekki náttúrulitur svo allt brúnt telst ekki með ss. súkkulaði, nema það sé hvítt.

10.) Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloría er hitaeining.


HENGIST Á ÍSKÁPINN!






Engin ummæli: