fimmtudagur, desember 04, 2003

Það er betra að eiga einhvern til þess að sakna í stað þess að geta ekki saknað neins!!!

Hoi

Já góðir landsmenn, þá er það smá pása frá þýskunni.. það ku vera þýskupróf á morgun, mikil ósköp já. Ég var í uppeldisfræðiprófi í morgun og ég var svo sniðug að ég kunni Fröbel og Maríu M. og Selman alveg 150% utan af ... en komu þau ikkað á prófinu?? nei nei nei nei nei ... :( ohh... en samt þetta próf reddaðist alveg hjá mér ;) ekkert mál :D
Svo er það þýskan á morgun, æðislegt og vinna alla helgina!! þá meina ég ALLA helgina, á föstudag, laugardag og sunnudag en það er náttla ekkert mál... money honey ;) hehe...

Já... þegar jólin nálgast meir og meir þá verð ég alltaf spenntari og spenntar... common!! Mar á bara afmæli einu sinna á ári, manni má hlakka til ;) en ég sakna allra líka svo mikið á jólunum... það er alveg merkilegt mamma sagði samt við mig um daginn sem mamma hennar sagði henni, sum sé amma mín, mamma mömmu sagði þetta við mömmu. svona hljóðar sá gullmoli : það er betra ad eiga einhvern ad og geta saknad vidkomandi en að eiga ekki neinn ad. Amma mín er svo klár :=)
Hey svo var mamma að tilkynna mér það bara rétt í þessu að hún og Clemens (kærastinn hennar tíhí) ætluðu að skreppa til Danmerkur svona yfir helgina, það er einhver 8tíma akstur!! ekkert smá töff... það tekur hana 6tíma að fara til London og ekkert mál að fara til Frakklands og eitthvað... þetta skutlerí er eins og við erum að skutlast til RVK og Akureyri og ikkað álíka.. magnað ;)

já... hey ég á stórasystur sem ég er í vandræðum með að finna jólagjöf handa henni, verið óhrædd við að tjá ykkur, hún les aldrei þetta blogg hvort sem er... held ég... Just so you know, þá er ég ekki að pæla í jólagjöf handa þér Helga Björg (ef þú skoðar þessa síðu ikkað;)) þetta er handa henni Ellý.... endilega tjáið ykkur, ég ætlaði að fara suður og gefa henni mig í jólagjöf (heimsókn sko) en það gengur ekki alveg upp.... bara að fá hugmyndir kannski hunsa ég allar ykkar hugmyndir sem þið komið með EÐA að þið verðið heppin að ég noti hugmynd/IR frá ykkur ;)

En já... þýskan er byrjuð að öskra á mig.. lærðu mig lærðu mig!!! auðvitað á þýsku kjánar, en ég kann ekkert í þýsku, þannig að... ég skil hana ekki ;)

DOEI

Engin ummæli: