laugardagur, desember 13, 2003

ég er Guðbjörg

Já... ykkur getur ekki dottið það í hug hvað ég var alveg ÓGEÐSLEGA, ÓTRÚLEGA dugleg í gær!!! Ég bakaði 3 tertr, já herrar mínir og frúr ekki meira né minna en 3 tertur!!! :) afmælið er í kvöld!! :D Ég hlakka smá til, en samt veit ég ekkert hvernig þetta fúnkerar... ég hef ekki haldið uppá afmælið mitt síðan í 6 eða 7 bekk!!! þannig ég man ekkert hvernig þetta á að vera... je minn, það verða allavega kökur og þeir sem koma borða þær og svo bara ikkað, spjall eða ikkað ég veit það ekki, kemur allt í ljós. Ég fór að kaupa inn í gær í Bónus og var svo heppin að rekast á hana Valdísi og auðvitað gat hún eitthvað hjálpað mér þessi elska, takk fyrir hjálpina :* hehe.... En jamm ég vona að þetta afmæliskaffiboð sem ekki er kennt við bakkus (því mig langar ekki að hafa bakkus með í þessu boði, því miður) verði ágætt... hope the best

En já... aðal fréttin ég er að gleyma henni!!! Ég fór á prófsýninguna í skólanum í gær og hvað haldið þið??!!! Auðvitað náði ég öllu :D:D:D ég var sko í 10 himni í gær sko, váá... æðislegt. ég fékk 8.05 í náttúrufræði, 7 í íslensku, uppeldisfræði og þýsku og svo 6 í stærðfræði og ég er sátt við það því ég hef aldrei verið mjög gáfuð í stærðfræði!! en þannig að meðaleinkunnin mín fyrir þessa önn er 7.01, ég er sátt ;) hehe... mjög svo... komin í alveg 100% jólafrí fram til 5.janúar. Ég á bara eftir að fá útúr sálfræðiprófinu, sko fjarnáminu, það gekk náttla mjög vel hjá mér ;)

en já... je minn... þarf maður ekki að fara að taka terturnar úr frysti og ikkað?? ég held það... best að fara að drífa sig...

Chio

P.S.
Hún Sigurbjörg a.k.a Dibba er að fara til Húsavíkur í dag :( I am going to miss her ... :( je minn... hún er ekki að fara í einhverja heimsókn sko, nei nei hún er að fara að flytja sko!! Dibba mín, ég og Vera verðum duglegar að blogga um lífið hérna í stórborginni ;)

Engin ummæli: