fimmtudagur, maí 06, 2004

síðasti skóladagurinn... búinn!!

úfff... það er allt svo sorglegt í dag :( eða svona nokkurnveginn .. allir krakkarnir í 4.bekk mættu fín og flott í skólan í morgun, allavega flestir ;) og voru að fara í kaffi með kennurunum og kveðja þá, púhú :( ég hata það að kveðja. En allavega ég verð í þessum sporum á næsta ári, akkurat eftir ár :) En eg var að gera mér grein fyrir því hvað ég á eftir að sakna allra krakkanna!! :( þið vitið það verður enginn Óttar, engin Inga Lára eða Ásta, ekki Svala, engin Gulla og enginn Haukur heldur ohh... það verður enginn :( og svo það versta engin VERA :´( ljóti skóli... bara það að það vanti suma krakkana, þó mar viti ekkert hvað þeir heita þá á mar eftir að sakna þess að hafa þá ekki í kringum mann. en jæja, maður er að verða fullorðin og ætli þetta sé ekki eitt af fyrstu skrefunum að verða fullorðinn, að ljúka menntó??
Ég kannski tek ekkert eftir því að þau öll verða farin því það verður svo mikið að gera hjá mér... aji ég er svo vitlaus, aðvitað á ég eftir að sakna þeirra... allra... 4.bekkur ... I miss you

Nóg komið af þessu... ég get eila ekki beðið þar til á morgun :) DIMISSION :)

Sumarið bíður.. ég er komin með vinnu... eða eila vinnUR... það á ekki að slá slöku við ;) Þannig líf og fjör.. 90dagar þar til ég og árgangurinn minn í MÍ tryllum lýðinn á Benedorm :) yeah

En já... fegurðarblundur og svo vinna
Doei

Engin ummæli: