mánudagur, maí 17, 2004

jú jú ... mikið rétt

Eitt bévítans próf eftir!!! ohh hvað það verður ljúft að vera búúiinnn... ég er farin að þrá það að þurfa ekki að fara inní skólann :) svo er það bara saga á morgun :-/ alveg er ég viss um að frú Brynhildur komi með eitt ljótasta og erfiðasta próf sem uppi hefur verið, aji ég nenni ekki að spá í því!

Það rætist bara mjög vel úr helginni hjá mér, fyrir utan það að ég vann í um 20tíma (samtals) á Shell, Gunnar var og er fyrir sunnan og ég þurfti að læra undir próf... þetta var fínasta fín helgi, föstudagskveldið stendur mjög mikið uppúr :) eða svona já óljóst/ljóst stendur það uppúr :) Það er allt skemmtilega í góðra vina hópi svei mér þá. Svo til að toppa föstudagskvöldið var fjölgun í fjölskyldunni, yngsti bróðir hennar mömmu eignaðist lítinn eða reyndar 16marka og 54cm strák sem mun bera nafnið Úlfur Þórarinsson og hann er BARA FLOTTASTUR sko...!!
Laugardagurinn var þreyttur ;) en samt hress ... vann í 10tíma víí og horfði á júróvision með Bertu og Birgittu á Shell PARTÝ ;) Ég ætla ekkert að tjá mig um þessa keppni, mér fannst hún nokkuð slök sko :-/ mín skoðun, mín skoðun.. lagið sem vann var eina almennilega lagið þarna í keppninni, eða svona miðað við öll þessi rólegu homma lög. Það var eins og allir sendu inn karlmenn, homma, sem sungu róleg lög og svo með kerlingar sem dansara sem litu út eins og ég veit ekki hvað!! eða voru allavega klæddar eins og ég veit ekki hvað, þessi lýsing mín á kannski ekki alveg við umm öll atriðin, en flest ;) Svo eftir vinnu var tekin bein skökk lína uppí bústað til Birnu í skóginum :)
Sunnudagurinn var ómerkilegur ... ekkert gaman af honum, vinna, borða, "læra", tv, sofa!!

Eftir akkúrat viku... sum sé mánudaginn 24.maí skunda ég Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir í nýju vinnuna mína... á sjúkraskýlið hér í Bolungarvík. Ég og Vera verðum kannski team í sumar og hjúkrum gamla fólkinu í sameiningu :þ

Það verður ekkert úr Reykjarvíkur ferð minni sem var á planinu... ég ætla að vera súper best dóttir og vera hérna heima og hjálpa fólkinu að fara yfir draslið og dóttir sem er hérna í húsinu sem nær yfir held ég alveg alla ævi mína, sum sé drasl yfir rúm 17ár sem þarf að flokka...!! mikið fjör og mikið "gaman" eða þannig...

Gunnar var að hringja í mig og haldiði ekki að strákurinn komi heim á morgun, vonandi með meirapróf!! hann fer í prófið á morgun... svo duglegur þessi elska :*

jæja... nóg af blaðri.. best að fara að læra... Bastilludagurinn 14júlí... Napóleon keisari 1804... ;) SAGA HERE I COME

Engin ummæli: