þriðjudagur, janúar 20, 2004

Núna sko er að snjó ekta snjóflóða snjó!!! bara svo þið vitið það!! það er búið að snjóa og snjóa og núna bætist við blautur snjór og það gerir snjóflóða snjó... ég vil ekki hræða ykkur lömbin mín, bara fræða ykkur eða eikkað ;)

Já, árshátíð Menntaskólans á Ísafirði er 13.febrúar og þá þarf maður að vera svoldið aðlagandi :D og ég fór í Jón og Gunnu í dag og þar eru fullt af flottum kjólum!!! ég get svo svarið fyrir það, að kaupa kona eins og ég fékk áfall!! ;) úfff... en ég fékk að taka tvo kjóla með mér heim og er held ég barasta búin að velja THE DRESS ;) það er vonandi að ég verði lítið sem ekkert fráhryndandi... en það er nægur tími til þess að vinna í því.

Harðfisksalan hjá mér skot gengur alveg :) ég á eftir að selja einn steinbítspoka, þeim sem finnst steinbítur góður og vilja styrkja gott málefni sum sé 3.bekk Menntaskólans á Ísafriði sem er að fjárafla ferð til útlanda í sumar má láta mig vita...
Ég er bara góð auglýsingakona :) Gunnar ætlar að koma með mér út :D jei jei... samt var ég tvístígandu um að leyfa stráknum að koma með ;) hehehe.... ekkert sko illa meint!! Bara svo það sé á hreinu. En hann kemur með og ég er farin að hlakka meira og meira til...
En tilhlökkunin svalast smá með því að fara til Mömmu og Clemma (Clemens) ;) í Hollandið :) vúbídúúú....!!!

Ég var að fá H&M listann sendan í pósti í dag og Vááá... ég er eila bara fegin því að vera fara suður... kaupa kaupa kaupa flott föt mar, pils og svona fyrir sumarið.

en jæja...
Chio

Engin ummæli: