miðvikudagur, ágúst 03, 2005

ótrúlegt!

Svo ég vitni nú í vin minn hann Óttar : "shiturinn, titturinn, mellan og hóran!!" Vá... ég er búin að vera að vinna í því núna síðastliðnar vikur að komast í gegnum fyrstu tvær seríurnar af The O.C. og OMG, hvar var ég ?? Þetta eru bara góðir þættir. Það eru þau Óttar og Gunna Dóra sem fá plús í kladdan fyrir að hafa látið mig sjá ljósið ;) Ef það hefði ekki verið fyrir umræðuna á milli þeirra (sem ég btw hlustaði á, (skemmtilegra að hlusta á þau en Agnesi!) svo skil ég núna alla þá umræðu sem fram fór ;)) um þessa þætti í REK103, þá hefði ég ekki hugmynd um hverju ég væri að missa af. Takk krakkar ;) :*

Ég er búin að sjá alveg fram á það að það verður heldur einmannaleg helgi hjá mér núna! Það eru allir að fara eitthvað eða eru nú þegar farnir. Sigurbjörg ... farin, Mæsa ... farin, Eva ... að fara, Vera ... að fara!! Halló, fólk hvað um mig? Ekki það að ég reddi mér ekki ... svo er ég líka alveg sjálfri mér næg, er bara búin að hanga svo mikið síðustu vikur að ég er komin með nóg af því ! Ég ætla allavega ekki að nota þessa helgi í svefn, búin að sofa nóg! Jæja, ég á nú samt fleiri vini sem gaman væri að sjá framaní ... Ball og svona á laugardaginn !! koma svo .. hver er inn?

skemmtið ykkur krakkar mínir!
krakkinn kveður ...

Engin ummæli: