mánudagur, ágúst 01, 2005

01.08.05 --> Frí dagur Verslunarmanna =)

Og eflaust margir sem hafa lagt land undir fót í tilefni þess :)
Ég er reyndar ekki ein af þeim, er búin að vera á næturvöktum alla helgina.....Heppin!... tell me somthing I don't know =) hehe

Efa samt að maður hefði farið eitthvað ef ég hefði ekki verið að vinna :op Allavega langt síðan ég hef farið einhvert á verslunarmannahelgi. Held meira að segja að síðast þegar ég fór eitthvert þá ku það vera Kántrý árið 2000 eða 2001.....man það ekki alveg...ellin skiljiði ;) hehe........

Á bágt með að trúa því að það sé kominn ágúst! Hvað er málið með sumarið að líða svona hratt? :-o Ég bara spyr!

Annars hlakka mér obboðslega til næsta fimmtudag því þá mun stelpan labba upp í flugvél og flögra til borg óttans! $-D Víííí... Hlakka til að fara í Blá Lónið með Ingu Láru, nuddið verður örugglega æði :-D þ.e.a.s ef stelpan hafi nokkuð gleymt því að panta tíma, maður veit aldrei hvort 4.daga fylliríshelgarspenningur hafi tekið völdin á heilabúi stúlkunar ;) hehe.... Síðan hlakkar mig rosalega til að hitta Þórdísi frænku :-D Svo langt síðan ég hef séð hana! Við ætlum skvo að bralla ýmislegt saman =) hehe....

Síðan hef ég þær gleðifréttir (Karitas ekki deyja úr spennu/ánægju ;) hehe...) að ég mun komast á Sálarballið 26.ágúst!! Búin að redda vinnunni, þetta getur stelpan :-D hehe

Læt þetta nægja í bili, var að fá þjóðhátíðarlög beint í æð frá Ingu Láru eyja-pæju :-D

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

Engin ummæli: