þriðjudagur, ágúst 30, 2005

eitt og annað ...

Sko ég vil nú byrja þessa færslu á að óska vini mínum, kunningja og félaga Sigurði H. Höskuldssyni til hamingju með útnefninguna Knattspyrnumaður U.M.F.B. !! Sko strákinn ... Ég hafði það ofarlega í huga í byrjun sumars að hann myndi hreppa titilinn drukknasti leikmaðurinn, en það fór fyrir lítið þegar Rúnar Geir gerði sér lítið fyrir og tók það af stráknum! ... öss ... !! Hér til hliðar er mynd af þeim félögum, Sigurði og Rúnari (einnig Sigurbjörgu gellu) í óða önn við það að keppast um titilinn drukknasti leikmaðurinn ... en ef mig minnir rétt þá er þetta kvöldið sem Rúnar Geir sat skjálfandi hjá okkur (vegna bjórþorsta) og þambaði þó nokkra kaffibolla. Góður Rúnar, Góður !! Annars bara enn og aftur til hamingju strákar ....

Ég var að pæla í einu í vinnunni í dag ... þegar ég var búin að hlusta á 4 lög í röð á Bylgjunni sem fjölluðu um ástina, ástarsorg eða eitthvað þannig shit ... þá kom pælingin : Hvað eru mörg lög af öllum þeim lögum sem til eru í heiminum fjalla um ástina og allt það sem viðkemur henni ?! ÁStarsorg, ástarjátningar, ástarblossi ... ástar þetta og ástar hitt !!! þetta er pæling .

Ég hef oft verið illa svikin ... en í gær !! úff .. þá var ég sko alvarlega illa svikin. Við erum einni seríu á eftir útlandinu í sambadi við The O.C. .... og ég er búin að sjá helv. fyrstu 2 seríurnar!! ÉG vill þriðju seríu og það strax, því önnur sería OMG !! hún er rosaleg og endar rosalega ... úff ...

Lifið heil lömbin mín .. ég er farin að pæla meira ....
kv.
Björg Guðanna ... :)

Engin ummæli: