fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Stolt af mínum mönnum =)


Get ekki sagt annað :-D 4- 1 á móti Fullham..... viðurkenni það alveg að ég hafði efasemdir í fyrri hálfleik sérstaklega eftir síðasta leik, á móti Chelsea! En strákarnir stóðu sig vel :-D hehe... Rann upp fyrir mér í gær að Bergkamp kjallinn er orðinn svoldið seinn, aldurinn ef til vill að ná honum. En maðurinn hefur góðan leikskilning hann má eiga það :)

Núna er ég stödd í skólanum. Í nýju tölvunum! Og Jesús! Þvílíkur munur frá þeim gömlu! Maður er ekki hálftíma að komast á netið og hún er svo hraðvirk, ég er einfaldlega í skýjunum! ;) hehe
Síðan er ég eiginlega orðin alveg 100% viss hvernig tölvu ég ætla að fjárfesta í, tilkynni ykkur það þegar þar að kemur ;) hehe

Svo á ég bágt með að trúa því að það sé fimmtudagur, því það þýðir að á morgun er föstudagur (Rökhugsunin að drepa mig ;) ...) og það þýðir bara eitt! SÁLARBALL!! :-D :-D :-D Jeeeiiii
Hlakka svo rosalega til! Er eiginlega búin að hlakka til í meira en mánuð :op hehe

Síðan er Einar "litli" bróðir minn kominn til landsins, búinn að krúsa um Evrópu ;) Hlakka til að fá hann heim (aðalega útaf namminu ;) hehe...). Gæti verið að hann kæmi heim fyrir Sálarball, sem yrði gaman...En maður veit aldrei hvað honum dettur í hug ;)

Dagurinn í dag í skólanum er búinn að einkennast svoldið mikið af hangsi, maður fer inní stofu fær námsáætlunina og fer svo út. Og ég á eftir að hanga hérna til 16:00!!! :-o Svakalegt!!
Svo skrítið að vera í skólanum og hafa engann hérna hjá mér þ.e.a.s flesta krakkana á mínum aldri! Öss! Hræðilegt að vera orðin svona "gamall" ;) hehe

Svo líður að því að Frk.Guðrún Halldóra Halldórsdóttir spánargella muni koma HEIM! :-D Hlakka til! Þá hefst írþóttarhúsarátakið okkar! ;) hehe

En núna nenni ég ekki að blaðra meira......næsti tími fer að byrja og ku það vera Uppeldisfræði!
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--

- Vera -

Engin ummæli: