miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Enn eitt skólaárið hafið....


.....jedúda mía!
Sumarið er gjörsamlega búið núna! Skólinn er byrjaður! Það var skólasetning nún áðan, klukkan 10. Hef aldrei farið á skólasetningu áður allavega ekki svo ég muni, kannski fór ég í 1sta bekk. Er ekki viss :o/ Svo átti töfluafhendingin að hefjast klukkan 11 og það ekki mínútu fyrr! Skólasetningin var s.s búin klukkan 10:30 og þá þurfti maður að bíða til 11.....var ekki alveg að skilja afhverju þetta var ekki bara strax eftir skólasetninguna, en júh það er svo margt skrítið í þessum skóla. Afhverju ætti þetta svo sem að vera einhvað öðruvísi? :) hehe
Stundatafla mín er lala, hún er samt ekkert það slæma að ég sjá tilganginn að fara í töflubreytingar, hanga í skólanum í fleirri klst þ.e.a.s..... Samt "gaman" að segja frá því að ég er oftast til c.a 16 í skólanum! Jáh, mér til mikillar "gleði"......öss!.... :op
Mín fög þessa önnina eru; Landafræði103, Franska103, Uppeldisfræði 103, Íslenska 403, Saga 203, Félagsfræði 303 og svo er ég að vonast til að Enska503 verði kenndi í kvöldskóla! :)
Og ég þurfti líka bara að kaupa mér eina bók! Stelpan dugleg ;) Reyndar voru bækurnar fyrir frönskuna ekki til, þar eru 3 aðrar sem ég þarf að versla :op hehe
Síðan frétti ég það í dag að mötuneytið var að hækka úr 300kr upp í 500kr, ég sem ætlaði að vera svo dugleg og fara bara í mötuneytið í vetur. Held nú ekki! :) hehe
En til gamans má geta að það er búið að uppfæra tölvurna í skólanum, helvíti flottar tölvur ef ég á að segja alveg eins og er. HP-tölvur! Mikið verður gaman að vera í tölvunum í vetur, þ.e.a.s ef þær verða einhverntíma lausar :)

En aðal tilhlökkunarefnið þessa vikuna er föstudagurinn, nánar tiltekið föstudagskvöldið. Því þá mun þessi unga snót og sambloggari hennar skunda á ball með Sálinni og ætlum við skvo að dansa okkur spjörunum úr, samt ekki bókstaflega! ;) Jii, hvað ég hlakka til!!! :-D
Er meira að segja að fara í mjólkurbúðina með henni Karitas á eftir! ;)

En já ætla ekkert að vera að hafa þetta neitt lengra, enda ekkert meira að segja frá í bili....
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--


- Vera -

Engin ummæli: