þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Smokkur, hvað er það?!?

... ég verð að viðurkenna það að ég er eilítill aðdáandi Strákanna á Stöð 2, that is just me!!

Allavega núna í kvöld þá sátum við þrjár heimasæturnar í makindum okkar að horfa á þá.
Þar var Sveppi með sína daglegu tilraun, þar ætlaði hann að ath hvort hann gæti blásið upp smokk með hárblásara, allt gott og blessað. Anna Margrét, sú yngsta af okkur, er ekki alveg komin á þann aldur að vita hvað smokkur er, þannig auðvitað spurði hún okkur eldri systurnar : ,,Smokkur, hvað er það?" Ég og Helga áttum nú erfitt með að halda andlitinu og ég verð að viðurkenna það að hjartað mitt missti úr nokkrum slögum! Við litum vandræðilega hvor á aðra svo gat ég loksins stamað :,,Ég veit það ekki." (En bara svo það fari ekki framhjá neinum, þá veit ég vel hvað smokkur er !!) Ætlaði nú ekki að fara að fræða 7 ára systur mína um getnaðarvarnir því þá um leið þyrfti ég að fræða hana um kynlíf!! Ég er ekki alveg í feeling fyrir svoleiðis fræðslu eins og er.
En mín kona, Anna Margrét, var fljót að átta sig á því hvað smokkur væri þegar tilraunin byrjaði ... ,,Jaaaá ... þetta er bara svona blaðra!!" *Snilld* :)
Segið svo að krakkar læri ekki neitt af því að horfa á Strákana !! ;)

En hey ... það vill svo skemmtilega til að ég sé að það er missed call á símanum hjá mér, sá sem er skráður fyrir því númeri er enginn annar en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður með meiru. noh ... hvað vill hann mér? gæti líka verið rangt númer .... aji það er flottara að hugsa að hann þurfi á hjálp minni að halda eða eikkað :)

Engin ummæli: