fimmtudagur, janúar 05, 2006

Nú árið er liðið..........

Jæja er ekki tími til kominn að koma með fyrsta bloggið mitt á nýju ári :-D

Jiii hvað árið 2005 leið hratt, get ekki sagt annað :) En þetta var líka eitt af þeim mögnuðustu árum sem ég hef upplifað og skeði margt æðislegt á árinu :-D Sérstaklega stendur eitt upp úr og er það að ég kynntist Geira (svona öðruvísi ;) hehe...) :* Svo er kauði bara að fara að útskrifast á laugardaginn, allt að ske :) Vonandi að ári mun ég standa í sömu sporum og hann :-D víííí
Jáh, svo er skólin bara að byrja á morgun..!! Hvað er málið mað það...!! :op hehe

Ég er í "heilum" 15 einingum, ætlaði nú að vera í 21 eeen neeei það passar ekkert inn í þessa bévítans stundatöflu :o/ Ætla samt að ath hvort ég geti ekki troði mér í Ensku 503 í P-áfanga :op En ég sé samt nokkra góða punkta í stundatöflunni, alltaf að líta á björtu hliðarnar..!! ;) Ég er aldrei lengur en til 15:05 í skólanum (var alltaf til 16:10 nema tvisvar í viku ;)...) og á föstudögum er ég bara til hálf eitt :-D Magnað!!

Áramótin voru fín þrátt fyrir það að ég var að vinna á gamlárskvöld, það var reyndar bara virkilega notalegt. Fengum rosalega góðan mat....mmmmm....... Heitt súkkulaði, smákökur, snakka, osta og vínber :-D
Big Band Benna Sig. stóð fyrir sínu og skemmti ég mér mjög vel. Efa að ég sé ein um það :-D

Annars er ég bara nokkuð spennt fyrir árin 2006, held að það verði bara rosalega gott. Allavega segir stjörnuspáin mín það ;) Svo er bestastabesta vinkona mín og kærastinn hennar að fara eignast lítinn erfingja hvað gæti verið magnaðara en það...!! :-D

Nenni ekki að blogga meira, ætla fara út að labba með Heklu í "góða" veðrið :)

*-* Hilsen Pilsen *-*

Engin ummæli: