mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt ár :D

Vá ... árið 2005 er búið !!! og árið 2006 gengið í garð, je dúdda mía! Elsku fólk, takk fyrir æðislegt ár, 2005! :*
Big band Benna Sig. klikkaði ekki ... svaka gaman og svaka stuð á balli. Ég held samt að það hafi aldrei verið komið jafn mikið við mig og einmitt þetta ball! Allir að koma við kúlunum. Það er bara skemmtilegt ;) fyndið, flestir sem komu til mín að "þukla" töluðu um "hann". Hvað segir hann og svo framvegis... Áramótin voru sum sé alveg toutelle :D

Hér koma nokkrir punktar frá árinu 2005 :
v Flutti inná Ísafjörð!
v Var á fullu í skólanum og reyndi að halda rétt á spöðunum í formannshlutverkinu.
v Hætti með Gunnari.
v Flutti heim í Víkina mína fögru.
v Fór í road trip norður á Akureyri á Söngkeppni framhaldsskólanna og leigði eitt stykki sumarbústað með góðum kvennsum ;)
v Útskrifaðist sem stúdent frá M.Í. Takk fyrir, takk fyrir.
v Djammaði …. Djammaði og já djammaði
v Fór til Reykjarvíkur, í einhver skipti, plús einhver road trip til þess aðallega að djamma og leika mér.
v Lagðist undir hnífinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísó.
v Fór til mömmu og Clemens í Hollandið góða.
v Komst að því að ég væri ei kona einsömul ;)
v Flutti í nýtt hús með fjölskyldunni, sem btw er GEÐVEIKT flott og gott :D
v Byrjaði aftur með Gunnari.
v Eignaðist lítinn fallegan frænda.
v Vann í fiski…

Ég er ef til vill að gleyma einhverju spes, en ég man allt frá þessu storma sama ári. Ég komst allavega alveg 100% að því að það sem drepur mann ekki það styrkir mann! Ég fékk að upplifa og vera vitni af svo mörgu sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, sem ég vil meina sé sterkari, aðeins þroskaðri og reyndari :) Árið 2006 leggst vel í mig, þó ég verði að viðurkenna að það sé smávegis kvíði sem sem fylgir, en spennan er meiri og hamingjan sem fylgir spennunni er enn meiri. Þetta verður árið mitt, ég er alveg viss um það, árið sem ég verð mamma. hahahaha ... magnað!

Ég vona að þið hafið haft það alveg rosalega gott elsku félagar, vinir, kunningjar, fjölskylda og aðrir lesendur. megi árið 2006 vera okkur öllum bjart og hamingjuríkt, skemmtilegt og frábært. lengi lifi væmnin ;)

_-Guðbjörg-_

Engin ummæli: