þriðjudagur, janúar 31, 2006

Jah ... ég bara spyr !!

Er gott veður eða hvað ?! Það virðist vera þetta þvílíka vor veður úti akkúrat núna ... össs .... hvern fjandan er ég þá að gera hérna inni og það í el computer ? kjána rass hún Guðbjörg.

ég fékk símtal í hádeginu, frá einni af ljósmæðrunum á Ísafirði. Hún tilkynnti mér það þar sem ég væri nánast komin 36 vikur á leið (Vanaleg meðganga er c.a. 40vikur!!! en þar sem ég er fyrirbyrja :D nýtt orð þá er reiknað með c.a. 40-42 vikum) þá væri komin tími á sónar. Ja hérna hér ... við erum að tala um að kannski eftir c.a. 30 daga ... þa er ég orðin mamma :-O ó mæ !!!
Ég fékk sendingu frá Ellu frænku minni í gær, ég tek hana mér til fyrirmyndar í barneignum sem og öðru ;) allavega í sendingunni voru barnaföt og annað svona krúttlegt. jesús minn, að nokkur krakki passi í sum fötin,þau eru svo pínu lítil. Greyið ég ef barnið verður pínu ponsu (sem flest lítil börn eru!!), ég á ekki eftir að þora að koma við barnið mitt við hræðslu um að kremja það eða eitthvað. Manneskjan ég, með þessa þekktu barnafóbíu mína að fara að unga einu stykki út, það verður eitthvað, þið eruð heppin að fá að fylgjast með því bíói ;) Allavega þá tekur við skemmtilegur tími hjá mér núna, þvo fötin, strauja og flokka!!! sher schön ja ja ...

En hvað er ég að gera hérna ?! Ég er farin út

-guðbjörg-

Engin ummæli: