fimmtudagur, janúar 26, 2006

I have a theory.......

.......and my theory is this; ef ég hefði fæðst dökkhærð/rauðhærð/brúnhærð væri ég þá sama manneskjan og ég er í dag?
Meina maður lifir alltaf undir vissum fordómum, meina ég er ljóshærð og hef alltaf verið. Er ekki að kvarta undan því að vera ljóshærð. Heldur er það líka pínu skjöldur, meina þegar ég geri eða segja eitthvað heimskulegt ( sem gerist náttlega sama sem aldrei, meina common ég náttlega bara brain ;)....híhí ) þá segi ég bara "common ég er ljóska" eða eitthvað í þá áttina. (Þið fattið ;)) Skildi það hafa mótað mig á mínum yngri árum að ég sé ljóshærð. Skildi ég hafa gert öðruvísi væntingar til sjálfs míns ef ég hefði t.d verið dökkhærð?.......mér er spurn....... hefur ekki allta áhrif á mann? Bara mis mikið?


Annars út í eitthvað allt annað; Það sést greinilega að móðirin-to-be;) á þessari síður hefur minnkaði við sig vinnunan og hefur lítið að gera. Hún bloggar upp á hvern einasta dag! Sem er náttlega bara magnað :-D Vildi bara svona benda á það ef þið hefðuð ekki tekið eftir því =) hehe


Jáh, gaman að segja frá því að ég var á námskeiði á þriðjudaginn síðasta á hótelinu. Þetta var námskeið um umönnun einstaklinga með heilabilun. Var þetta virkilega skemmtilegt námskeið og fyrirlesarinn var svo hress kjella að annað var ekki hægt en að læra eitthvað :) Lærði ég ýmislegt sem gagnast mér í vinnu minni, að sjálfsögðu því þetta var á vegum hennar.
Síðan lærði ég nokkuð sem stendur upp úr í huga mér. Eins og margur er kunnugt þá er heilanum skipt í marga parta og heita þeir allir ýmsum skemmtilegum nöfnum. Enn þar er nokkuð sem heitir framheili (er í Kotrikal hlutanum). Nafnið gefur nokkuð til kynna hvar hann sé staðsettur, getum bara sagt að hann sé ennis meginn.
Allavega... Þar er nokkuð sem Daninn kýs stundum að kalla "Emma Geð", s.s framheilinn sér um það að stoppa okkur af og segja "bíddubíddu, hvað ert þú að fara að gera" fær okkur til hugsa áður en við framkvæmum o.s.fr.v.
Svo við útskýrum nú afhverju daninn kallar þetta "Emma Geð" þá er ástæðan sú að til eru fullt af bókum sem fjalla um það hvernig fólk á að hegða sér. Eins konar kurteisisbók, þið fattið vonandi ;)
En svo við förum nú út í þann part sem mér þótti svo skemmtilegur; þá er það nebblega þannig að þegar fólk neytir áfengis þá lamast "Emma Geð" og þess vegna er fólk t.d oft á tíðum ruddalegt undir áhrifum áfengis. Þetta þótti mér merkilegt, ekki það að ég sé eitthvað ókurteis undir áhrifum áfengis. En það útskýrir bara samt margt :op


Mannslíkaminn er svo undursamlegt fyrirbæri!
- Veran out -

Engin ummæli: