laugardagur, janúar 14, 2006

kominn vetur ?

Maður spyr sig ... snjóum er núna búið að kyngja niður eins og ekkert sé eðlilegra! Mig langar ekkert að fá þennan snjó þar sem ég get ekkert notast við hann. Ekki get ég farið á skíði, nei ég gæti dottið (ekki það besta f. stúlku í minni stöðu) ekki get ég farið á snjósleða, nei það er oft svojanskoti mikill hamagangur á honum, ekki get ég farið að jeppast, nei enginn alvöru jeppi til plús það þá er stundum hamagangur þar líka. Þannig snjórinn má alveg hverfa mín vegna. Samt finnst mér notó að hafa smá af honum blessuðum.

Ég, Karitas und Ásta fórum til Bertu í gær ... Fengum okkur pitsu á Fernando´s, klikkar ekkert þar ;) svo var það kjallarakeppnin góða og vil ég meina að Baldur Smári hafi alveg verið að gera góða hluti í spyrilshlutverkinu. Ég og Karitas vorum saman í liði og gerðum fína hluti, við unnum ekki, aðalatriðið er að vera með!! En ég fór útaf kjallaranum í góðu glensi um hálf þrjúleitið og var þá búin að skemmta mér hið besta með fullt af góðu fólki :) Ég vil óska Rögga og Mæsunni til hamingju með sigurinn.... Ingó og Sigurbjörg, þið takið þetta næst ;)

Annars bið ég bara að heilsa ykkur öllum og bið ykkur vel að lifa og njótið þess að geta notað snjóinn !! Ég vil koma á framfæri sérstakri kveðju til góðvinar míns "stjána Bláa" vonandi að allt sé að lagast á þeim bænum ;)

Guðbjörg out

Engin ummæli: