mánudagur, september 27, 2004

Frábært

Það er alveg magnað að vera til :) ég á svo mikið af góðu fólki í kringum mig að ég get ekki annað en látið mér líða vel :)

Það sem er mér efst í huga þessa vikuna er Óvissuferð NMÍ, ég ætla ekkert að tjá mig um hana því hún er nú þegar búin að valda mér miklu hugarangri og alveg nóg af stressi og böggi, en hey. . . svona er víst lífið. Þetta verður skemmtileg ferð, vona ég :) Þetta verður mín fyrsta og síðasta ferð, ekki slæmt? Eins og ég hef heyrt á krökkunum sem hafa farið þá eru þessar árlegu ferðir ógleymanlegar :)

Þið sem viljið vita hvernig tölvan er að standa sig , þá er hún að standa sig sínt, besta tölva í heimi ;) hehe....

Ég get ekki beðið eftir því að komast suður, magnað! Langa helgin í skólanum er helgina 15.okt. og þá ætla ég suður að hitta vini og fjölskyldu, það er svo gaman, maður hálf mikið 100% saknar þeirra ;)

Ég veit ekkert hvað ég er að segja ... hugurinn er allt annarsstaðar en við bloggið. Ég vil nú samt hrósa henni Veru minni hvað hún er búin að vera dugleg að blogga ;)

Lokaorð bloggsins eru : HAMSTERDANCE LIFIR :D

Engin ummæli: