miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Það er margt að gerast

Það er margt um að vera og margt til þess að láta sér hlakka til, þannig ég er með mörg járn í eldinum eins og er. Ég finn það á mér að mars verði skemmtilegur mánuður.

*Sólrisuhátíð/vika Menntaskólans á Ísafirði hefst núna á föstudaginn (2.mars) og það má alveg bóka mig á nokkra viðburði í þeirri viku.
*Grímuball KFÍ verður á laugardaginn og við gydjunar látum okkur ekki vanta á þann viðburð!
*Dóttirin er að verða 1 árs!!! þann 9. mars og auðvitað verður einhvað húllum hæ í kringum það, ég er meira að segja byrjuð að baka! Takk, takk.
*Kærastinn hefur boðið mér í jeppaferð sem verður farið í þann 15.mars ef allir endar ná saman, það er að segja að ef fólk fær frí í vinnum og jeppinn verður ready to go.
*Árshátíð Grunnskólans verður þann 24. mars, það verður skemmtilegt og er mikil undirbúnings vinna farin í gang fyrir hana, m.a. er ég byrjuð á að vinna að uppkast að handriti (uppúr íslenskri bíómynd, mjög svo skemmtilegri) fyrir sameiginlegt leikrit elsta stigsins í skólanum.
*Háskólinn er á blússandi ferð og er allt í blóma þar.

Eitt verk á samt sem áður hug minn allan þessa dagana og það eru bréfaskriftir, heimildaöflun og eitt og annað svo ég geti farið að sækja um styrki í það verkefni/vinnu sem ég ætla mér að fara að ráðast í, SAMA HVAÐ HVER SEGIR! Ég segi ykkur betur frá því við tækifæri. Ég ætla að fara að dunda mér að dridda aðeins meiru niður í handritið, svo er það nighty night.

Engin ummæli: