mánudagur, febrúar 05, 2007

Yfir til þín.....

Jæja það varð ekkert úr maraþonn-blogginu mínu allt Gunnu Dóru að þakka ;) Hún benti mér á magnaða síðu þar sem maður getur horft á allskonar sjónvarpsþætti og það er ég búin að vera gera í mest alla nótt. GG* gaman ;)

En ég varð að blogga....svona í tilefni þess að þriðju og síðustu næturvakt minni fer senn að ljúka....VeiVei! Eitt stórt klapp fyrir því! :)

En mikið ósköp hlakkar mig til sumarsins. Það er eitthvað svo yndislegt við sumartímann. Allt svo æðistleg og gaman! Hlakka til að geta sprangað um á pilsi sem er nokkuð skondið því þegar ég var yngri skall þriðja heimstyrjöldin á þegar ég þurfti að glæðast "stelpu fötum". Ah the good old times; þegar ég lék mér í bíló út í móa. Strumpó með Guðbjörgu upp í fjalli. Þegar maður var úti á kvöldin niðri á leikskóla eða löggustöð/ráðhúsinu í leikjum...aaaa....minningar, góðar minngar, just love them! :)

Hver er game í leiki í sumar.......? :)


jebbjebb....ég veit.....ég er í ruglinu......
En er lífið ekki til að hafa gaman af því? Maður veit aldrei hvað morgun dagurinn hefur í för með sér. Því er um að gera að stoppa og lykta af blómunum! Og njóta þess að vera til!! Segja öllum þeim sem maður elskar og þykir væntum frá því....!
Aldrei að fara að sofa með óuppgerð mál í farateskinu - held að það sé líka góð regla.......


Ég er ekki frá því að ég verð pínu vitur svona undir morgunsárið....


Carpe Diem!


Engin ummæli: