laugardagur, febrúar 03, 2007

Lúlli Laukur....



Til var á heimili mínu búningur af Lúlla Lauk. Muniði eftir honum? Fann ekki neina mynd af kauða á netinu. Allavega......framan á, maganum, var andlit af lauk sem var með tár (? flt. - er ekki viss). Þetta var sum sé Lúlli Laukur. Man að ég gerðist svo fræg að fara að maska sem hann eitt maska-kvöldið.


En svo ég komi mér að pointinu.....


Ég gerði merka uppgötvun í kvöld þegar ég var að elda og varðar hún Lúlla Lauk.....


Ég er með kenningu afhverju hann var að gráta.....


Veist þú það......?


Viltu vita mína kenningu......?


Hann var með sjálfsofnæmi!


Afhverju.......?


Hvernig.......?


Júh ofur einfalt...þegar maður er að skera niður lauk á maður það til að tárast (í mínu tilfelli fer ég að gráta og stór efa að það sé samúð til lauksins - en maður spyr sig). Þannig að mín kenning er sú að Lúlli Laukur hafi meitt sig, kannski skorið sig við eldamennskuna (bara hugmynd) og þar af leiðandi farið að gráta vegna þess að hann var með sjálfsofnæmi. a.k.a ofnæmi fyrir sjálfum sér.


Annars er þetta bara hugmynd hjá manneskju sem situr fyrir framan tölvuna, EIN, á næturvakt, EIN með sínum hugsunum, EIN. Sumir myndu kalla það hættulega blöndu.... Ég er ekki frá því að það sé satt............................


Vonandi kom það greinilega til skil að ég er EIN.....


Over and out



E.S:

Hver er hin sanna saga um Lúlla Lauk?

Hvað varð um kauða?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo skemmtilega steikt elsku vinkona :) Vertu oftar á næturvöktum, þá fer eitthvað að gerast :D