miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Vísur ;)

HAHAHAHAHAHAHA þetta fann ég um daginn og varð einfaldlega að setja þetta á bloggið og myndina líka! (var nefnilega að tengja nýja prentarann/skanna/ljósritunar-vélina hennar mömmu). Þetta eru sum sé árgangur '85 frá ísó (e-hvað af þeim), þau komu á diskótek til okkar '85 árgangsins í Víkinni. Einhvern tíma eftir Reyki :)




Hér eru allir komnir saman
vonum öll það verði gaman.
Hér er Siggi, hér er flón
nokkur orð að lokum Jón.


Ein úr bekknum brosti til mín
"Birgir það er síminn til þín".
Við tölum bæði mikið og margt
á morgun verður skólinn smart.



Hér er margt um stelpur og stráka
stór og lítil, stutt og digur.
Leiðast öllí línudans
litskrúðurgur krakkafans.

Nú eru allir komnir saman
vonum öll að verði gaman.
Hér er Linda, hér er Jón
Vera og Tóti verða hjón.


Bugga á stóra bréfapressu
Tommi og Vera fara í klessu.
Ásgeir semur vísurnar
en Ívar heillar skvísurnar.



Við erum komin á diskótekið
þó að miðstöðin hafi lekið.
Við viljum dansa fram á nótt
svo enginn í víkinni sofi rótt.

Við vildum semja lag fyrir ykkur
þar er reyndar lítill grikkur.
Því að kvæðið það er falskt
og feilnóta í lagið stalst.

Enginn veit hvað Eggert syngur
leikur hér á alla fingur.
Unnur, Helgi, Gautur, Geir
syngja saman tvö og tveir.

Í Bolungarvík við boðin vorum
í svaka flottum sportbíl fórum.
Sandra, Gulla, Siggi, Geir
Getur Sandra sungið meir?





7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ahahahah ... þú lést mig hlæja upphátt í vinnunni, pínu vandró ;) en algjör SNILLD !!!

Nafnlaus sagði...

Ég get svarið það:D hahahaha

Nafnlaus sagði...

Þetta er svaðalegt.....og ekki talað um neinn í kvæðinu nema þig Vera:) Stundum er greinilega gott að heita nafni sem erfitt eða nánast ómögulegt er að finna orð sem rímar við það:)

-Karitas:)

Tinna sagði...

Jii hvaða krútt er í hvítu skyrtunni með sólgleraugun ;)

Nafnlaus sagði...

nohh maður bara á fremsta bekk í gasa smart hvítu pilsi :)

kv.Gulla.

Nafnlaus sagði...

Ég gef öllum þeim sem eru á myndinni eitt klapp á bakið fyrir það að vera alveg rosalega smart .. töff föt ;)

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha.....þetta er sko alveg e-ð sem styttir manni stundirnar í skólanum.....

Vá hvað það er fyndið að sjá svona aftur....

kveðja Sara P