mánudagur, febrúar 12, 2007

Jarðgöng

jarðgöngin eru væntanleg.

Á meðan ég bíð eftir jarðgöngunum, þá ætla ég að njóta þess að keyra Óshlíðina .. þrátt fyrir þá hættu sem getur leynst á þessum vegi þá finnst mér bara eitthvað svo, tja ... ég finn ekkert orð til þess að lýsa því, mér finnst bara svo ólýsanlega eitthvað að keyra hlíðina. Ég viðurkenni það að ég eigi eftir að sakna þess að keyra hana ekki. En ég fagna jarðgöngum, þau eru framtíðin fyrir byggðarlagið ... allavega að einhverjum hluta.

Þorrablót Grunnvíkinga var á laugardagskvöldið og var það hin besta skemmtun! Vá ... þetta var svakalega gaman. Skemmtiatriðin gerðu góða hluti, allavega fékk ég að heyra ansi mikið af því þegar ég var komin af sviðinu, þannig ég er töluvert ánægð með mitt. Einsöngurinn, eða dúetinn okkar Lindu P. var góður ... ég ætti að leggja sönginn fyrir mig, aji, nei .. það er búið og gert! ;)

Ég var að spá í að henda inn gömlum myndum frá s.l. sumri og sumrinu þar á undan inná 123.is myndasíðuna okkar Veru, ég á nú eftir að sjá það að ég nenni því ég kvöld. Kannski næst


Líf og fjör

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Í örmum vetrarnætur
Litli bærinn sefur rótt
hvíldar nýtur eigi
lengur þessa vetrarnótt

Kv. Bjarni Pétur, aðdáandi nr. 1